Bókatíðindi - 01.12.2004, Síða 162
Fræði og bækur almenns efnis
ruddu þannig brautina. I
bókinni eru yfir 200
myndir sem fæstar hafa
birst áður á prenti.
168 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-9597-9-7
Leiðb.verð: 4.990 kr.
ÞEKKINGAR-
STJÓRNUN
Ingi Rúnar Eðvarðsson
Bókin fjallar um þekking-
arstjórnun sem miðar að
því að móta, skrá, vista,
miðla og nýta þekkingu
innan fyrirtækja. Sagt er
frá því hvernig fyrirtæki
og stofnanir hafa leitast
við að beita slíkum aðferð-
um til að örva nýsköpun,
lækka framleiðslukostnað,
sækja inn á nýja markaði
og auka gæði vöru og
þjónustu. Fjallað er um
þróun þekkingarstjórnun-
ar, útbreiðslu hennar með-
al fyrirtækja og hvaða
árangri hún hefur skilað
innan fyrirtækja. Þá er í
bókinni gerð grein fyrir
nýlegri könnun á
útbreiðslu og árangri
þekkingarstjórnunar í
íslenskum fyrirtækjum.
206 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-834-44-7
Leiðb.verð: 3.500 kr.
ÞRiÐJA ÁRÞÚSUNDIÐ
Framtíð manns og
heims
Gunnar Dal
Þessi bók er tímamóta-
verk. I henni fjallar Gunn-
ar Dal af mannviti og yfir-
burðaþekkingu um fram-
tíð mannkynsins og ber
hana saman við samtím-
ann. I verkinu blása fersk-
ir vindar, það víkkar sjón-
deildarhring lesandans og
eykur hæfni hans til skiln-
ings á þróun manns og
umhverfis. Það gerir okk-
ur fært að horfa til fram-
tíðarinnar með bjartsýni
og tilhlökkun.
170 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-572-7
Leiðb.verð: 3.480 kr.
ÞRÓUN í GERÐ
FISKVEGA Á ÍSLANDI
FRAM TIL 1970
Þór Guðjónsson
I riti þessu greinir Þór
Guðjónsson, fyrrv. veiði-
málastjóri, frá gerð fisk-
vega í íslenskum veiðiám
frá upphafi fram til ársins
1970. Á langri starfsævi
hafði höfundur tíð af-
skipti af fiskvegagerð sam-
kvæmt ákvæðum laga um
lax- og silungsveiði. Ferð-
aðist hann víða um land-
ið og skoðaði þá meðal
annars flúðir og fossa og
ljósmyndaði fiskvegi og
laxastiga. Flestar myndir í
bókinni, sem spanna
tímabilið frá 1946 til
2000, hafa ekki birst á
prenti áður, og í mörgum
tilvikum mun það sem
þær sýna löngu vera horf-
ið eða breytt.
í bókinni er samantekt á
ensku.
51 bls.
Elsa E. Guðjónsson
Dreifing: Háskólaútgáfan
ISBN 9979-9202-7-0
Leiðb.verð: 2.500 kr.
Kilja
ÞÆTTIR ÚR
MENNINGARSÖGU
Heiðrún Geirsdóttir
Jón Gunnar
Þorsteinsson
Margrét Gunnarsdóttir
Margar hugmyndir, þekk-
ing og gildismat sem mót-
að hafa menningarsögu
okkar eiga rætur hjá
Grikkjum og Rómverjum
og þar hefst umfjöllun
bókarinnar. Sagan er rakin
áfram allt til nútíma og
völdum þáttum eru gerð
skil. Hugað er að listum,
trúarbrögðum, sjálfs-
mynd, hýbýlaháttum,
tísku og ýmsu öðru, allt
eftir því sem ólíkir tímar
gefa tilefni til og endur-
speglar fjölbreytnin vel
hve víðfeðmt hugtakið
menningarsaga er.
224 bls.
Nýja bókafélagið
ISBN 9979-3-2492-9
Leiðb.verð: 4.999 kr.
Kilja
Sérstök gjöf
ÞÖKK FYRIR
GÓÐVILD ÞÍNA
Helen Exley
Góðvild, sýnd í stóru og
smáu, mótar líf okkar. Án
góðvildar væri lífið inn-
antómt og einskis virði.
Þessi litla tilvitnanabók
segir einfaldlega: „Þakka
þér fyrir þinn þátt í því
hve gott og dýrmætt líf
mitt er.“
48 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 9979-782-03-X
Leiðb.verð: 1.295 kr.
160