Bókatíðindi - 01.12.2004, Side 18
íslenskar barna-og unglingabækur
NEI! SAGÐI LITLA
SKRÍMSLIÐ
Áslaug Jónsdóttir
Rakel Helmsdal
Kalle Guettler
Þegar stóra skrímslið ber
að dyrum hjá litla skrímsl-
inu og vill koma í heim-
sókn kemur bara eitt svar
til greina: Nei! Það er ekki
húsum hæft og ekki góður
vinur. En stóra skrímslið
lofar öllu fögru og litla
skrfmslið gefur því eitt
tækifæri enn.
„Besta bók sem ég hef
lesið í langan tíma.“
(Hildur Loftsdóttir, Morg-
unblaðinu)
26 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2486-4
Leiðb.verð: 1.990 kr.
NJÓLA NÁTTTRÖLL
BÝÐUR í AFMÆLI
Guðjón Sveinsson
Myndir: Einar Árnason
Njóla nátttröll í Ódáða-
hrauni er að verða 1000
ára. Hana langar til að
halda afmælisveislu, en
man ekki hvernig fara á
að. Hún fær vinkonu sína,
Hvítkló snæuglu, til skrafs
og ráðagerða. Niðurstaðan
verður sú, að Hvítkló tek-
ur að sér að fljúga um
landið og bjóða til
veislunnar m.a. landvætt-
unum, álfakónginum í
Tungustapa, Fossbúanum,
Hornprúði hreintarfi o.fl.
þjóðlegum persónum,
enda sagan rammíslensk.
Njóla á að halda til
mannabyggða til að ræna
manneskju, sem taka á til
í hellinum: „Ekki veitir
af,“ hugsar Hvítkló, einnig
að baka afmælistertu,
sjóða móbergsseyði, gera
gulvíðite o.fl. „Sem mann-
fólkið er svo lagið við,“
útskýrir Hvítkló. Hvernig
þeim vinkonum vegnar
segir frá í þessu þjóðlega
ævintýri, þar sem nokkur
þekkt örnefni í íslenskri
náttúru ber á góma.
Klippimyndir Einars
Arnasonar eru tær lista-
verk.
36 bls.
Mánabergsútgáfan
ISBN 9979-9147-9-3
Leiðb.verð: 2.489 kr.
BtGfííS ClSUSSii
NORNAFÁR
Ragnar Gíslason
Dagmar er lögð í einelti í
nýja skólanum, en ekki er
allt sem sýnist. Eins og í
fyrri bókum Ragnars skar-
ast ólíkir heimar og hér
reynir á sterkar taugar og
mátt fyrirgefningarinnar.
150 bls.
Salka
ISBN 9979-768-12-6
Leiðb.verð: 1.690 kr.
Kilja
ElPjMN
St*
5i6RÚn EtPjÁRW
rv^rvjjr r.*'
ÓÐHALARINGLA
Þórarinn Eldjárn
Myndskr.: Sigrún
Eldjárn
Þrjár kostulegar kvæða-
bækur eftir Þórarin Eld-
járn með myndum Sig-
rúnar Eldjárn, Óðfluga,
Halastjarna og Heims-
kringla, eru hér saman
komnar í einni bók. Þetta
er bók sem allir unnendur
frumlegrar og skemmti-
legrar ljóðagerðar munu
gleðjast yfir.
115 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1769-3
Leiðb.verð: 2.990 kr.
RAGGI LITLI I
JÓLASVEINALANDINU
Haraldur S. Magnússon
Raggi litli lendir hér í
ævintýraheimi jólasveina-
landins. I hellinum búa
Grýla, Leppalúði, jóla-
sveinarnir og auðvitað
jólakötturinn. Raggi litli
fýlgist með og tekur þátt í
því með Grýlu og Leppa-
lúða að koma jólasveinun-
um til byggða með allar
gjafirnar. Þessi stór-
skemmtilega saga af Ragga
litla er ríkulega mynd-
skreytt af þrem nemend-
um í Varmárskóla í Mos-
fellsbæ. Sagan lifnar við
og litskrúðugar myndirnar
sýna okkur lífið í jóla-
sveinalandinu.
32 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-783-04-4
Leiðb.verð: 1.885 kr.
16