Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 3

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 3
BÓKASAFXIÐ 27. árgangur 2003 Efni blaðsins 2 Menntasmiðja Kennaraháskóla íslands / Kristín Indriöadóttir 6 Enginn lifir orðalaust: úr sögu orðabóka / Áslaug Agnarsdóttir 16 Vefvæðing fýrirtækja : afmörkun verkefnisins / María Jakobsdóttir 23 Þekkingarstjórnun í opinberum rekstri / Ásgerð- ur Kjartansdóttir og Ingibjörg Steinunn Sverris- dóttir 29 Skjalastjóm sveitarfélaga / Ingveldur Tryggva- dóttir 33 Upplýsingalæsi og kennarahlutverk bókasafns- fræðingsins / Ásdís H. Hafstað og Stefanía Arnórs- dóttir 39 Hlaðan : stafrænt námsgagnasafn við Háskólann á Akureyri / Hanna Þórey Guðmundsdóttir og Sig- rún Magnúsdóttir 42 Hlutverk bókasafnsins í gagnreyndri læknis- fræði / Elín Eiríksdóttir 47 Stefnumörkun í lyklun á bókasöfnum og upp- lýsingamiðstöðvum á íslandi / Þórdís T. Þórarins- dóttir 58 Kvennasögusafn íslands / Auður Styrkársdóttir 62 „Findes der ... en bibliotekar ansat?“ : um sam- starf bókavarða hæstaréttarbókasafna á Norður- löndum / Jakobína Sveinsdóttir 65 VESTNORD : stafrænar endurgerðir dagblaða og tímarita á Netinu / Örn Hrafnkelsson 69 Þijár yfirlýsingar: Glasgow yfirlýsing IFLA um bókasöfn, upplýsingaþjónustu og vitsmunalegt frelsi; Stefnuyfirlýsing IFLA um Netið; Stefnuyfir- lýsing UNESCO/IFLA um skólasöfn 74 Sigbergur E. Friðriksson : minningarorð 7 5 Bækur og líf 78 Afgreiðslutími safna í mars 2003 84 Höfundar efnis Frá ritstjóra Að vanda kennir margra grasa í 27. árgangi Bóka- safnsins og ættu flestir að geta fundið þar eitt- hvað á sínu áhugasviði. Hér birtast greinar um flest helstu viðfangsefni bókasafns- og upplýs- ingafræðinga um þessar mundir, en þau eru mjög fjöl- breytt og snúast hreint ekki bara um bækur og blöð. Sér- staklega vil ég nefna grein um vefhönnun fýrirtækja, því þeim bókasafnsfræðingum fjölgar stöðugt sem fást við ritstjórn og uppsetningu vefja fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þar skiptir mestu máli að vel sé staðið að undirbúningi verksins og í greininni er farið yfir vinnuferli sem flestir ættu að geta nýtt sér við að móta skilvirka og vandaða vefi. Þekkingarstjórn og skjalastjórn eru verksvið sem sífellt fleiri bókasafnsfræðingar starfa á og um það vitna tvær greinar þar sem fjallað er annars vegar um innleiðingu þekkingarstjórnunar í tveimur ráðuneytum og hins vegar um skjalastjórn hjá sveitarfélögum. Hér er verið að vinna frumkvöðlastarf sem eykur gæði þjónustunnar sem þess- ar stofnanir veita. Upplýsingalæsi er hugtak sem heyrist æ oftar og kennsla í þessu mikilvæga fagi er sífellt stærri þáttur í starfi bókasafnsfræðinga í skólum. í grein um námskeið í Norræna sumarskólanum eru kynntar ýmsar hliðar á slíkri kennslu og hvað sé þar vænlegt til árangurs. Með fjölgun fjarnema hefur þörfin fyrir greiðari að- gang að námsgögnum aukist og hér er kynnt athyglisverð nýjung í þjónustu við háskólanema á Akureyri, en það er stafrænt námsgagnasafn. Án efa er þetta einungis hið fyrsta af slíkum söfnum sem menntastofnanir munu koma á fót á næstu árum því af þeim er óumdeilanlega mikið hagræði bæði fyrir starfsmenn og nemendur. Af öðru efni í blaðinu má nefna greinar um hina nýju og glæsilegu Menntasmiðju Kennaraháskóla íslands, sögu orðabóka á Vesturlöndum, lyklun og efnisorðavinnu, hlut- verk læknisfræðibókasafna í iðkun gagnreyndrar læknis- fræði, norræna hæstaréttarbókaverði, Kvennasögusafn ís- lands og VESTNORD-verkefnið um stafrænan aðgang að blöðum og tímaritum á Netinu. Höfundum greina er þakkað fyrir framlag þeirra til blaðsins og einnig vil ég þakka samstarfskonum mínum í ritnefndinni kærlega fyrir vel unnin störf að útgáfunni. Dögg Hringsdóttir Mynd á kápu: Úr aðalsal Bókasafns Kópavogs. Arkitektar: ALARK arkitektar ehf., Jakob E. Líndal og Kristján Ásgeirsson. Ljósm. KÁ. Ötgefandi / Publisher: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða / Information. The Icelandic Association of Library and Information Science ISSN: 0257-6775 Heimilisfang / Address: Bókasafnið, c/o Dögg Hringsdóttir Landskerfi bókasafna Borgartúni 37 105 Reykjavík Eldri blöð fást hjá: Þjónustumiðstöð bókasafna Ritnefnd / Editorial board: Dögg Hringsdóttir, ritstjóri/editor Sólveig Haraldsdóttir, ritari Hadda Þorsteinsdóttir, gjaldkeri Kristín Ósk Hlynsdóttir, umsjón með netútgáfu Emilía Sigmarsdóttir, meðstjórnandi Auglýsingar: Hænir sf., Ármúla 36,108 Reykjavík Sími: 533 1850, bréfsími: 533 1855 Prentun: Gutenberg Letur: Caecilia 9 pt á 13 pt fæti Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA) Veffang/URL: http://www.bokasafnid.is Netfang/email: ritnefnd@bokasafnid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.