Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 5
samþykkti um vorið að skyldi heita Menntasmiðja
Kennaraháskóla íslands.
Þróun
í Reglum fyrir Kennaraháskóla íslands nr. 843/2001 var
stjórnsýslu Kennaraháskólans skipað á fjögur svið sem
taka til helstu þátta í starfi hans: kennslusvið, rann-
sóknarsvið, þjónustusvið og rekstrarsvið. Þjónustusvið-
ið lýtur að málefnum Menntasmiðju Kennaraháskól-
ans, þ.e. þjónustu til stuðnings námi, kennslu og rann-
sóknum í skólanum. Sumarið 2002 var kerfisþjónusta
skólans með fjórum stöðugildum færð af rekstrarsviði í
Menntasmiðju og þangað var einnig færð uefstjórastaða
skólans og gerð að fullu starfi eftir að hafa í tvö ár verið
hluti af starfi fulltrúa rektors. Eftir þá skipulagsbreyt-
ingu starfa 18 manns2 í Menntasmiðju og starfsemin er
í tveimur deildum, safni og smiðju. Frá því í nóvember
2002 er allt undir sama þaki í Hamri, nýbyggingu
Kennaraháskólans á Rauðarárholti, nema lítil safndeild
á íþróttafræðasetri Kennaraháskólans að Laugarvatni.3
Rætur safns og smiðju
Áðurnefndar starfseiningar áttu sér mislanga sögu og
voru misstórar. Söfnin voru öll byggð upp í samræmi
við hlutverk skólanna. Bókasafn Kennaraháskólans
var einkum byggt upp eftir að skólinn komst á há-
skólastig árið 1971 en átti þó rætur mun lengra aftur.4
Safnið átti við sameiningu yfir 60 þúsund gögn, veitti
umfangsmikla og persónulega þjónustu en bjó orðið
við þröng húsakynni þótt það hefði flutt í nýtt hús-
næði árið 1984. Söfn Fósturskólans og Þroskaþjálfa-
skólans bjuggu einnig þröngt í almennum kennslu-
stofum en sinntu vel þörfum sinna skóla, voru vel
skipulögð og veittu persónulega þjónustu. Safn
íþróttakennaraskólans var eldra að stofni en þar var
umfangsminni starfsemi. í hinum söfnunum störf-
uðu bókasafnsfræðingar og söfnin voru skráð og
flokkuð þótt safnkostur þeirra væri ekki skráður í
Gegni fyrr en eftir sameiningu.
Kennslumiðstöðin var upphaflega stofnuð af
Námsgagnastofnun en var færð til Kennaraháskólans
árið 1993. Hún þjónaði fyrst og fremst starfandi kenn-
urum og var bæði kennslugagnasafn og miðstöð sem
stóð fyrir ýmiss konar fræðslu- og leiðbeiningarstarf-
semi. Vegna erfiðra húsnæðisskilyrða dróst starfsemin
að ýmsu leyti saman eftir að hún flutti af Laugavegi 166
upp í Kennaraháskólahúsið við Stakkahlíð árið 1998 en
kennaranemar nutu góðs af ríkulegu kennslugagna-
safni og ráðgjöf reynds kennara sem þar starfaði. Safn
Fósturskólans var flutt í Stakkahlíð vorið 2001 og safn
Þroskaþjálfaskólans ári síðar. Alls fjölgaði gögnum í
safninu um hátt í 20 þúsund við sameininguna.
Upphaf smiðjunnar má rekja til ársins 1978 þegar
svokallað nýsigagnaverkstæði var sett á fót í einni
kennslustofu Kennaraháskólans. Verkstæðið var
fyrst einkum miðstöð tækjalána en þar var einnig
kennt að búa til kennslugögn. Það var síðar kallað
gagnasmiðja og bjó við sveiflukennd skilyrði en varð
upp úr miðjum níunda áratugnum sjálfsagður og
ómissandi hluti af vinnuaðstöðu nemenda og starfs-
liðs. Gagnasmiðjan var þá einsdæmi í íslenskum há-
skólum en hefur orðið fyrirmynd að skipulagi starfs-
eininga sem sinna þróun kennslutækni og veita
ýmiss konar tæknilega aðstoð við að nýta upplýs-
inga- og samskiptatækni í skólastarfi. Á síðasta ára-
tug hefur hún haft sívaxandi hlutverki að gegna, ekki
síst eftir að fjarkennsla um tölvunet hófst í janúar
1993. í raun fóstraði gagnasmiðjan tölvuvæðingu
Kennaraháskólans fyrstu skrefin en einstakir kenn-
arar og síðar íslenska menntanetið, sem var um tíma
rekið af Kennaraháskólanum, áttu stóran þátt. Á allra
síðustu árum, eftir að sérstök kerfisþjónusta var sett
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
3