Bókasafnið - 01.01.2003, Page 6
á fót, hefur þó allur tölvu- og netrekstur margfaldast
að umfangi, bæði vegna fjölgunar og kröfuharðari
viðfangsefna.
Hlutverk og markmið
Eins og fram hefur komið á Menntasmiðjan sér fyrir-
myndir erlendis en er sú fyrsta sinnar tegundar hér á
landi. Hugmyndafræðin byggist á þeirri sýn að nám
eigi sér ekki síst stað í félagslegum samskiptum og
gott umhverfi hvetji til náms. Einstaklingurinn
stundar nám sitt út frá eigin forsendum og ber ábyrgð
á því að nýta þá aðstöðu og aðstoð sem honum býðst.
í samskiptunum nýtur hann hins vegar hvatningar
og getur vænst þess að ná betri árangri. Þess vegna er
mikið lagt upp úr því að skapa bæði áþreifanlegt og
netlægt námsumhverfi til að mæta ólíkum þörfum
ólíkra einstaklinga en styðja jafnframt allt námsferlið
frá upplýsingaöflun til miðlunar og framsetningar á
nýrri þekkingu. í Reglum fyrir Kennaraháskóla ís-
lands segir svo um hlutverkið:
Meginhlutverk Menntasmiðju Kennaraháskólans er
að veita nemendum og starfsfólki þjónustu vegna
náms, kennslu og rannsókna. Hún er jafnframt opin
öðrum sem sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði
kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar.
f Menntasmiðju er veittur aðgangur að heimild-
um, sérhæfðum tækjakosti og hugbúnaði og höfð
umsjón með tölvukerfi skólans. Þar er einnig veitt
leiðsögn og aðstoð á sviði kennslutækni, gagnagerð-
ar og upplýsinga- og samskiptatækni og við heim-
ildaöflun.
Menntasmiðjan á að skapa sveigjanlegt og hvetjandi
námsumhverfi og starfa í nánu sambandi við deildir
og aðrar starfseiningar skólans. Markmiðið er að þróa
og samhæfa þjónustu sem örvar nemendur til náms
og eykur faglega hæfni kennara. í því skyni er unnið
með kennurum skólans að því að taka upp nýjungar í
náms- og kennsluháttum og lagt kapp á að þróa góða
þjónustu sem tekur mið af þörfum notenda og er
veitt af traustu og vel þjálfuðu starfsfólki. Smiðjan
tekur þátt í og á frumkvæði að samstarfi bæði innan
Kennaraháskólans, ekki síst við kennsluskrifstofu og
Rannsóknarstofnun, og út fyrir hann.
Þetta víðtæka hlutverk helgast af því hve miklar
kröfur eru gerðar um að allir séu læsir á upplýsingar
og geti sett fram þekkingu sína með nýjum aðferðum
og miðlum. Upplýsingalæsi og tölvufærni eru orðin
að meginmarkmiðum í námi. Háskólar eru farnir að
leggja mun meiri áherslu en áður á námsumhverfið
og það verður keppikefli að þróa stofnanabrag þar
sem stúdentar og starfsfólk eru stöðugt að leita nýrr-
ar þekkingar, hver að læra af annars reynslu og auka
við hæfni sína. Gerjunarkerið — sem getur heitið
hvort heldur sem er menntasmiðja eða þekkingar-
þorp - verður tákn um þessa nýju háskólamenningu.
Viðfangsefni og skipulag
í Menntasmiðju er fengist við upplýsingaöflun, úr-
vinnslu og miðlun þekkingar. Öll tölvu- og tækjaþjón-
usta ásamt vef skólans er nú innan Menntasmiðju og
er sívaxandi áhersla lögð á miðlun og framsetningu
þekkingar með rafrænum hætti. Veitt er margs konar
þjónusta við starfsfólk og nemendur nær og fjær, s.s.
útlán gagna og tækja, millisafnalán, aðstoð og ráðgjöf
við upplýsingaleit, ráðgjöf um kennslutækni og notk-
un upplýsinga- og samskiptatækni.
Eins og áður segir fer starfsemin fram í tveimur
deildum, safni og smiðju. Forstöðumenn þeirra
mynda ásamt framkvæmdastjóra menntasmiðjuráð
sem heldur reglulega fundi, mótar stefnu, gerir fram-
kvæmda- og fjárhagsáætlanir og fylgist með árangri.
í smiðjunni er opið verkstæði þar sem nemendur
og kennarar geta fengið kennslufræðilega leiðsögn og
aðstoð við notkun almenns hugbúnaðar og fjar-
kennslubúnaðar, hönnun prentgagna, hljóð- og
myndvinnslu, vefsíðugerð og margmiðlun. Þar er
vefstjórn og umsjón með smærri tækjum skólans
eins og fartölvum, skjávörpum, myndavélum og upp-
tökutækjum en einnig með fjarfundabúnaði og tækni-
búnaði í fyrirlestrasölum. Ráðgjöf er veitt starfsfólki
skólans og námskeið haldin um ýmsa þætti upplýs-
inga- og samskiptatækni í námi og kennslu, s.s. vef-
síðugerð, notkun gagnagrunna og WebCT fjar-
kennslubúnaðarins sem notaður er í mjög mörgum
fjarnámskeiðum. Þá er leitað þangað eftir tæknilegri
aðstoð vegna rannsóknar- og þróunarverkefna.
Safnið hefur umsjón með allri bókasafnsstarfsemi
á vegum skólans. Það er sérfræðisafn á sviði uppeldis,
kennslu, umönnunar og þjálfunar og kennslugagna-
safn þar sem veitt er ráðgjöf um kennslugögn og
kennsluaðferðir. Mikil áhersla er lögð á að rækta góð
tengsl við kennara og kynna bæði þeim og nemend-
um þá fjölbreyttu möguleika sem bjóðast við öflun
upplýsinga á þessum sviðum.
Húsnæði og búnaður
Öll starfsemi Menntasmiðju var flutt í nýtt húsnæði á
haustmisseri 2002. Húsið sem heitir Hamar er á
þremur hæðum, 3.600 m2 að stærð, og innangengt úr
því í eldri byggingar skólans við Stakkahlíð. Gengið er
inn í Hamar frá Háteigsvegi og komið inn á miðhæð
sem er á sama fleti og neðsta hæð elsta hússins.
Komið er inn í rúmgott miðrými, eins konar gjá sem
er opin á milli hæða og þakgluggar veita birtu alla leið
niður á neðstu hæð. í gjánni eru á hægri hönd þrír
fyrirlestrasalir sem taka 70, 200 og 300 manns í sæti.
Á efstu hæð eru misstórar kennslustofur ásamt sér-
búnum stofum til tölvukennslu, upptöku og fjar-
kennslu. Netsamband er um allt hús og getur fólk því
sest hvar sem er og unnið verkefni sín á fartölvur en
hefur um leið aðgang að öllum upplýsingaveitum
sem í boði eru. Batteríið ehf— arfeitefetar annaðist hönn-
4
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003