Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 41

Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 41
Hanna Þórey Guðmundsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir Hlaðan - stafrænt námsgagna- safn við Háskólann á Akureyri Þörfin fýrir rafræn skammtímalán í byrjun ársins 2002 var komið upp gagnabanka við Háskólann á Akureyri sem í daglegu tali gengur undir nafninu Hlaðan. Fjarkennsla hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og samfara því breytast kröfur til bókasafna varðandi upplýsingaþjónustu og öflun lesefnis. Vegna þess hve mikill tími bókavarða fór í að senda greinar og bækur til fjarnema víða um land í þeim tilgangi að veita betri þjónustu var horft til há- skóla erlendis hvernig þeir leystu þessi mál. Kennslu- umhverfi nú til dags er orðið mjög rafrænt og síaukin tækni auðveldar kennurum að koma efni til nem- enda. En til þess að birta efni sem háð er höfundarétti var nauðsynlegt að koma upp Hlöðunni. í háskólum einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum var sú leið farin sem Háskólinn á Akureyri kaus, þ.e. að koma á fót stafrænu námsgagnasafni (electronic reserves collection) þar sem allir nemendur og kenn- arar hafa aðgang að margvíslegu efni á rafrænu formi vegna námskeiða með lykilorðum. Upplýsinga um tækjabúnað, forrit og aðferðir var í fyrstu leitað á vef- síðum samtaka bandarískra rannsóknabókasafna ARL (Association of Research Libraries) (www.arl.org og http://www.arl.org/transform/eres/index.html) og síðar á tölvupóstlistanum ARL-ERESERVE (http:// www.cni.org/Hforums/arl-ereserve/about.html). Óhætt er að fullyrða að það voru engin sérstök vand- kvæði við að koma Hlöðunni upp hvað tæknilegu atriðin varðaði en það sama var ekki að segja um heimildir höfundarrétthafanna. Þar sem um braut- ryðjendastarf var að ræða og engir samningar í gildi um efni t.d. íslenskra höfunda þurfti að leita lausna á þeim málum. Samningur við Fjölís Áður en hver einstakur bókarkafli eða tímaritsgrein er skönnuð inn og vistuð í Hlöðunni þarf að afla leyfis höfundarrétthafa. Heimilda fyrir erlent efni á ensku má leita frá stofnun sem nefnist Copyright Clearance Center (http://www.copyright.com/) og starfar í Bandaríkjunum eða í gegnum útgefandann sjálfan ef CCC hefur ekki umboð til að selja birtingarréttinn. Þó skal taka fram að einungis er keyptur réttur til að skanna inn efnið og á þá eftir að útvega það t.d. með millisafnalánum ef það er ekki til á bókasafninu. Leyfisveitingar fyrir íslenskt efni fara í gegnum Fjölís sem er hagsmunafélag samtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höf- undarréttar og nýtt eru með ljósritun eða annarri hliðstæðri eftirgerð rita.l Menntamálaráðherra gerði samning við Fjölís árið 2001 um greiðslu vegna ljós- ritunar og hliðstæðrar eftirgerðar í skólum landsins2 en skönnun fellur ekki undir hliðstæða eftirgerð heldur er það stafræn eintakagerð. Því gerði Háskól- inn á Akureyri tilraunasamning við Fjölís þar sem kveðið er á um hvað má birta, hversu mikið af hverju verki, hvernig birtingu skuli háttað, t.d. upplýsingar um höfund, og einnig greiðslu. Greiðslan fer að sjálf- sögðu eftir lengd hverrar greinar og fjölda nemenda er fá úthlutað lykilorði að hverri grein. Hafa ber í huga að greiða þarf fyrir hvert skipti sem efni er notað þ.e. heimildin gildir aðeins í eitt misseri í senn. í upphafi hvers verks sem sett er inn í Hlöðuna eru notendur áminntir að um verkið gilda ákvæði höfundalaga og að ekki sé heimilt að fjölfalda það né dreifa því frekar án samþykkis rétthafa verksins. Auk þess er skylt að í hverju skjali komi greinilega fram allar nauðsynleg- ar bókfræðilegar upplýsingar, þ.e. titill tímarits eða bókar, greinar eða kafla, útgáfuár, blaðsíðutal o.s.frv. Ef um myndir er að ræða í verkunum er þess einnig krafist að þær séu tíundaðar sérstaklega enda eru þær verndaðar með höfundalögum á sama hátt og skrifaður texti. Samningur Háskólans á Akureyri við Fjölís, sem er tilraunasamningur og sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, verður endurskoðaður að loknu fyrsta samn- ingstímabilinu. Fjölís sér síðan um að skipta greiðsl- unni á milli höfundar og útgefanda að frádregnu um- sýslugjaldi. Ljóst er að samningurinn hefur þó nokk- urn kostnað í för með sér fyrir háskólann en hann má augljóslega ekki verða svo hár að hann hindri upp- byggingu gagnasafnsins. Kostnaður hefur ekki staðið í veginum fyrir sambærilegum verkefnum í banda- rískum háskólum þar sem fjölmargir háskólanna skanna og birta efni í stafrænum námsgagnasöfnum án þess að greiða fyrir það og bera þá fyrir sig BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.