Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 42

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 42
Nemendur við vinnu sína á Bókasafni Háskólans á Akureyri. ákvæðum bandarískra höfundalaga sem heimila það sem nefnist á ensku - fair use“ sem þýða mætti sem notkun innan sanngirnismarka. Bandarísk höfunda- lög heimila að uppfylltum ákveðnum skilyrðum eftirgerð efnis ef það á að nota til kennslu eða rann- sókna, en þó aðeins einu sinni, en slík ákvæði eru ekki i íslenskum höfundalögum. Viðamiklar upplýs- ingar er að finna á veraldarvefnum um „fair use“ hug- takið og skilgreiningar háskóla á því. Einn slíkur vefur er http://fairuse.stanford.edu/ hjá Stanford háskólan- um í Kaliforníu, en leit í leitarvélum vísar einnig á fjölmarga aðra. Án þess að ætlunin sé að sniðganga rétt höfunda til greiðslu fyrir afnot hugverka sinna þá verður að tryggja að greiðslurnar verði ekki byrði á menntastofnunum landsins og ýti þar með undir óheimila notkun efnisins eða hindri þær framfarir sem ótvírætt eru fólgnar í stafrænum námsgagna- söfnum. Einnig má velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að menntamálaráðuneytið kæmi að samnings- gerð við Fjölís um stafræna eintakagerð fyrir hönd menntastofnana landsins á sama hátt og gert var vegna ljósritunar á sínum tíma. Hlaðan í framkvæmd Eftir að hafa aflað upplýsinga frá háskólum erlendis var ákveðið að festa kaup á hugbúnaðinum Docutek þar sem mjög margir nota hann til hýsingar og til að halda utan um stafræn námsgögn. Hugbúnaðurinn Docutek er afar einfaldur í notkun bæði fyrir nemend- ur og þá sem setja efnið inn í gagnagrunninn en það er í höndum verkefnisstjóra á bókasafninu. Auðveld- lega er hægt að halda utan um alla tölfræði er tengist rafrænum útlánum t.d. hversu oft hvert einstakt skjal er sótt, hver kostnaður sé vegna einstakra námskeiða o.s.frv. Fest voru kaup á öflugum Canon skanna DR-3080 C sem skannar 40 síður á mínútu, einnig var keyptur vefþjónn til að halda utan um gagna- safnið. Nauðsynlegt er að vanda ljósritun í alla staði því svartur litur á jaðri blaðsíðu fer mjög illa á skjá og kappkosta verður að skjölin séu ekki of stór án þess þó að tapa gæðum. Öll skjölin eru vistuð á pdf-formi, til þess að lesa þau þarf að nota Acrobat Reader hugbúnaðinn sem flestir eru með í tölvunum sínum, annars er mjög auðvelt að nálgast hann ókeypis á netinu. Kosturinn við þennan hug- búnað er að hægt er að stilla hann þannig að ekki er hægt að breyta text- anum á neinn hátt. Hlaðan nýtist á fleiri en þennan eina hátt. Próf síðustu þriggja ára liggja inni í Hlöðunni og þannig geta nemendur nálgast gömul próf til að undirbúa sig fyrir próftöku. Skipulagningu á Hlöðunni er þannig háttað að nemendur fá aðgang að efni eftir námskeiðum. Lykilorð að hverju námskeiði liggja inni á heima- svæði hvers nemenda og þannig er tryggt að enginn hafi aðgang að því nema viðkomandi sé skráður í námskeiðið. Umfang Hlöðunnar Það var í byrjun árs 2002 sem fyrstu námskeiðin voru sett upp, fyrsta misserið var eins konar tilraun og því voru einungis fjögur námskeið sett upp með lesefni frá kennurum. Það var þegar í stað drifið í að setja upp öll kennd námskeið til að gera gömul próf strax aðgengileg fyrir nemendur. Það tekur fólk alltaf tíma að venjast nýrri tækni og því hefur fjöldi námskeiða ekki aukist mjög hratt. Á haustönn 2002 sóttu kennarar 12 námskeiða um að fá lesefni í Hlöðuna, kennarar voru með allt frá tveimur greinum/bókar- köflum upp í átján sem þeir vildu fá birta. í flestum tilfellum gekk vel að ná í höfundarrétthafa en þó ekki í alveg öllum. Þar sem kostnaður vegna birtingar get- ur verið töluverður hefur verið lögð áhersla á að þau námskeið sem fá inni í Hlöðuna séu fjarkennd, þar sem fjarnemar eiga síður aðgang að lesefninu annars staðar. Einnig að lesefnið sé skyldulesning, svo ekki sé lögð vinna og kostnaður í efni sem enginn les. Kennarar úr öllum deildum hafa sýnt þessu áhuga en auðvitað eru ekki öll námskeið þess eðlis að námsefni byggist mikið á lestri tímaritsgreina eða einstakra bókarkafla. Nemendur geta fundið nám- skeiðin eftir ýmsum leiðum. Hægt er að skoða nám- skeið eftir deildum, eftir kennurum eða leita eftir hefðbundinni orðaleit. Þar sem námskeið breytast og nýir kennarar taka við gömlum námskeiðum þarf að 40 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.