Bókasafnið - 01.01.2003, Page 45
betur en fagtímarit og bókfræðileg gagnasöfn, og gefa
meiri yfirsýn á styttri tíma.
Rannsóknin
Bakgrunnur
Þegar rannsóknin var gerð þjónaði Bókasafn Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík (nú Bókasafn Heilsugæslunn-
ar) 10 heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnar-
nesi, og Mosfellsbæ. Síðan hafa 2 heilsugæslustöðvar
í Kópavogi bæst í notendahóp safnsins.
Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga
um hvernig bókasafn í heilsugæslu gæti hvatt heim-
ilislækna til að nota gagnreyndar upplýsingalindir. Sú
tilgáta var sett fram að heimilislæknar hefðu áhuga á
að iðka GL en væru ekki að nota þær upplýsingalindir
sem henta GL best.
Rannsóknaraðferð
Ákveðið var að nota spurningalista við gerð rann-
sóknarinnar. Við gerð spurningalistans var lögð
áhersla á að hann væri stuttur og skýr til að fæla ekki
svarendur frá og innihélt hann aðeins 14 spurningar.
13 fyrstu spurningarnar voru lokaðar og þar þurfti að
merkja við eða draga hring um viðeigandi möguleika,
einn eða fleiri. í tveimur spurningum var svarendum
boðið upp á að skrifa nokkur orð til að skýra svar sitt.
Síðasta spurningin var opin en mikilvægt er að boðið
sé upp á stað fyrir athugasemdir svarenda.
í upphafi listans var skilgreining á GL. Þetta er þekkt
hugtak en líklegt var að sumir svarenda væru ekki
alveg vissir um nákvæma merkingu hugtaksins. Nokkr-
ar spurningar voru um GL og mikilvægt var að það væri
alveg ljóst hvernig hugtakið var notað í listanum.
Spurningalistinn var á ensku en fylgibréfið var á
íslensku. Enskukunnátta lækna er almennt mjög góð
og hluti orðaforðans sem notaður var í listanum er
sennilega kunnuglegri á ensku en íslensku. Nokkrir
læknar sem voru ekki þátttakendur í rannsókninni
tóku þátt í forprófun á listanum.
Framkvœmd og svörun
Rannsóknin var gerð í apríl og maí 2000. Allir heim-
ilislæknar á 10 heilsugæslustöðvum undir stjórn
Heilsugæslunnar í Reykjavík, alls 54, fengu sendan
spurningalista. 36 svöruðu í fyrstu atrennu og aðrir 5
eftir ítrekun. 41 alls eða 75,9%. 1 listi var alveg auður
og því voru 40 gildir listar.
Niðurstöður
Viðhorftil gagnreyndrar lœknisfræði
Það er greinilegt að heimilislæknar eru jákvæðir
gagnvart GL, því 97.5% fannst hugmyndir GL eiga
erindi við heimilislækningar á íslandi. Að auki fannst
95% að Heilsugæslan í Reykjavík ætti að hvetja til
iðkunar GL og sami fjöldi kvaðst hafa áhuga á að nota
GL aðferðir ef þeir fengju stuðning til þess. Þeir sem
svöruðu þessum spurningum ekki játandi, völdu
möguleikann „veit ekki“, enginn svaraði neitandi. Það
er hugsanlegt að læknar sem eru hlynntir GL hafi
verið líklegri til að skila listanum. Jafnvel þó að allir
Tafla 1.
In your opinion what are the biggest barriers to the practice of EBM. Check as many as are appropriate.
Time available 28 71.8 %
Lack of EBM information sources for primary care 14 36.9%
Lack of guidelines tailored to icelandci general practice 21 53.8%
Lack of training in critical appraisal and other EBM techniques 23 59,0%
Lack of opportunity during patient consultations to access/review information to answer... 19 48.7%
Number of respondents = 39
Tafla 2. What arrangement of Iiterature search do you prefer? Check the option which most accurately describes your answer.
I like to do all my own searches 1 2.8%
I like to do all my own searches but sometimes I do not have the time 7 19.4%
I like to do the simplest searches myself and have a librarian do the others 19 52,8%
I like to do searches connected to my special interests and have a librarian do the others 2 5,6%
I only like to search occasionally to maintain my searching skills 0 0.0%
I would like a librarian to do all my searches 0 0.0%
I like to do my searches in collaboration with a librarian 7 19.4%
Total 36 100%
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
43