Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 47
Tafla 5. What does most frequently motivate you to search medical literature/clinical evidence? Continuing education 20 52.6% Real patient care problems 31 81.6% The writing of articles, papers, presentations etc. 11 29.0% Teaching 7 18.4% Other. Please specify 2 5.3% Number of respondents = 38 Upplýsingalindir: hvað er notað, hvað er þekkt og huað vilja menn helst Heimilislæknarnir voru spurðir hvort þeir notuðu eða hefðu heyrt um fimm uppsprettur rannsóknaupplýs- inga. Niðurstöðurnar sýna að menn eru ekki að nota þær upplýsingalindir sem henta best í GL. Til dæmis notaði enginn Cochrane database of systematic revi- ews (CDSR), Bandolier eða ACP Journal Club reglulega. 67.6% höfðu aldrei heyrt um Bandolier og 73.5% höfðu aldrei heyrt um ACP Journal club. CDSR er þekktari en 26.5% höfðu ekki heyrt um það. Allir þekktu Medline gagnasafnið og 79.4% notuðu það. Reyndar hefur orðið bylting í aðgengi að gagna- söfnum síðan rannsóknin var gerð og nú eru CDSR og ACP Journal Club aðgengileg í gegnum HvarFis, en áður þurftu heimilislæknar sjálfir að gera ráðstafanir til að fá aðgang. Líklegt er að niðurstöðurnar yrðu aðrar í dag. Rannsóknargreinar eru sú tegund upplýsinga sem menn vilja síst nota en helst vilja menn hefðbundnar yfirlitsgreinar (Tafla 4). Út frá sjónarmiði GL er athyglisvert að kerfisbundin yfirlit eru í næst neðsta sæti sæti í þessarri könnun en í GL er mælt með notkun kerfisbundinna yfirlita. Klínískar leiðbein- ingar eru næst efstar og það er í samræmi við svör við spurningu sem spurði um notkun þeirra. Þessum niðurstöðum skal taka með fyirrvara því svörunin í þessarri spurningu var tiltölulega lítil. Þó að það sé ekki mikil þekking á GL upplýsinga- lindum meðal heimilislæknanna virðast þeir þó vera að leita að upplýsingum af réttum ástæðum. Vanda- mál skjólstæðinga eru algengasta ástæðan fyrir leit að upplýsingum. Endurmenntun er næst algengasta ástæðan. (Tafla 5). Tillögur um bœtta þjónustu í síðustu spurningunni höfðu þátttakendur tækifæri til að koma með tillögur um þjónustu sem bókasafnið ætti að bjóða til að styðja iðkun GL. Átján svarendur komu með samtals 21 tillögu. Hægt er að skipta til- lögunum í fjóra flokka. Sjö tillögur eru um bætta dreifingu og kynningu upplýsingalinda og aðrar sjö eru um aukna þjálfun/kennslu. Fjórar eru um kynn- ingu og markaðssetninu á þjónustu safnsins og þrjár eru um að auðvelda að tengjast gagnasöfnum og leita í þeim. Umræða Hér fyrir ofan var farið yfir helstu niðurstöður rann- sóknarinnar. Það er greinilegt að þeir heimilislæknar sem tóku þátt í rannsókninni eru mjög jákvæðir gagnvart ástundun GL. Margt sem kom fram í rannsókninni er jákvætt frá sjónarmiði GL. Næstum allir hafa gert heimildaleit eóa látið einhvern leita fyrir sig og algengasta ástæð- an fyrir heimildaleit eru vandamál skjólstæðinga. Notkun klíniskra leiðbeininga er mikil og það er jákvætt því leiðbeiningar eru farvegur til að koma rannsóknaniðurstöðum í almenna notkun. Það er mikil áhugi á þjálfun á ýmsum sviðum sem gefur til kynna að þótt heimilislæknunum finnist vanta á kunnáttu sína á þessu sviði hafa þeir áhuga á að bæta hana. Hins vegar eru heimilislæknarnir ekki meðvitaðir um lykilupplýsingalindir á svið GL og heimildarnar sem þeir velja eru ekki endilega bestu heimildirnar. Þeir segja að þeir hafi ekki tíma til að nálgast upp- lýsingar meðan á vinnudeginum stendur og að þeirra mati er tímaskortur stærsta hindrunin á leiðinni til gagnreyndrar læknisfræði. Það virðist ekki vera nauðsynlegt að sannfæra heimilislækna um ágæti GL ef marka má þessar niðurstöður. í stað þess er hægt að leggja áherslu á að bjóða þjálfun í GL og notkun hentugra upplýsinga- linda. í ljósi tímaskorts læknanna er ljóst að leggja verður áherslu á upplýsingalindir sem bjóða upp á einfaldan aðgang að rannsóknarupplýsingum í stuttu, samandregnu formi og sem hægt er að skoða meðan á vinnudeginum stendur. Mikil notkun klín- iskra leiðbeininga bendir til að þetta form gæti hent- að vel. Lokaorð Á bókasafni Heilsugæslunnar fer nú fram kynning á upplýsingalindum GL og námskeið í upplýsingaleit þar sem kennd er leit í helstu gagnasöfnunum. Stærri BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.