Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 50

Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 50
bundna efnisorðalykilsins verði lögð til grundvallar við lyklun og hann þróaður áfram í lykil sem svarar bæði kröfum sérfræðinga og almennings. Síðastliðið sumar var komið á fót vinnuhópi um efnisorðagjöf sem skilaði áliti þann 28. ágúst 2002. Þar er lagt til að „stofnað verði þriggja manna efnis- orðaráð sem hafi það hlutverk að móta efnisorða- stefnu og semja verklagsreglur, velja hugbúnað, sam- þykkja efnisorð og útskurða í ágreiningsmálum ásamt því að skipa í sérefnishópa eftir þörfum."12 Nú sem stendur (febrúar 2003) vinnur Stjórn Al- eflis, notendafélags Gegnis,13 að því að finna skipan mála við efnisorðasamvinnu íslenskra bókasafna viðunandi farveg. Undirrituð hefur tvisvar áður skrifað um skyld efni í tímaritið Bókasafnið. Árið 1992 greinina: Efnis- greining gagna og heimildaleitir í tölvuumhverfi þar sem meðal annars var fjallað um samspil flokkunar og lyklunar. Árið 1996 birtist svo greinin Kerfisbundnar efnisorðaskrár. Uppbygging og notagildi við lyklun heim- ilda. Þar var fjallað ítarlega um kerfisbundnar efnis- orðaskrár, uppbyggingu þeirra og notkun og vísast til þeirrar greinar um það efni. Að þessu sinni er athyglinni sérstaklega beint að lyklun heimilda, hvernig nágrannaþjóðirnar og Bandaríkin taka á málinu og ennfremur að æskilegri stefnumörkun hér á landi á sviði lyklunar. Lyklun heimilda - skilgreiningar og markmið Lyklun má almennt skilgreina sem meðhöndlun og greiningu þeirrar þekkingar, sem í heimildum er fólgin, ennfremur kerfisbundin framsetning þekkingarinnar á lyklunarmáli - oft með hjálp kerfisbundinnar efnis- orðaskrár í því skyni að tryggja markvisst aðgengi að upplýsingum þeirra heimilda sem lyklaðar eru.14 Skilgreining á heimildum og/eða gögnum (e. docu- ment) samkvæmt skilningi lyklunar er samhljóða í alþjóðlegu ISO stöðlunum ÍST 90 og ÍSTISO 5963 sem „Öll gögn sem skráð verða eða lykluð, prentuð eða á öðru formi.“15 Áhersla er lögð á að lögmál lyklunar gildi um efni á hvaða formi sem er, s.s. tölvutæk gögn, kvikmyndir, hljóðrit og hvers konar hluti í þrí- vídd að meðtöldum sýnum úr ríki náttúrunnar. Gripir á söfnum, s.s. minja- og byggðasöfnun, falla þannig auðveldlega undir þessa skilgreiningu. Lyklun er ekki markmið í sjálfu sér, heldur er til- gangurinn með lyklun að auðvelda heimildaleitir í gagnagrunnum, á bókasöfnum og upplýsingamið- stöðvum sem og á öðrum söfnum og á Netinu. Æskilegt að lyklunin sé í stöðugri endurskoðun og þeir sem lykla hafi þarfir og leitaraðferðir markhópsins að leiðarljósi. Efnisgreining og heimildaleitir Frummarkmið með efnisflokkun í bókasöfnum er að raða safnkostinum upp þannig að gögn um sama eða skylt efni standi saman í hillum til að auðvelda not- endum aðgang að efninu. Við efnisorðagjöf er svo safnað saman tilvísunum í safngögn sem flokkun- arkerfið dreifir.16 Það þýðir samt ekki að flokkunar- kerfi séu úrelt við heimildaleit þó ekki sé eins ná- kvæm flokkun nauðsynleg þegar safnkosti eru jafn- framt gefin efnisorð. Þessar tvær aðferðir við efnis- greiningu geta bætt hvor aðra upp við heimildaleitir, sérstaklega í tölvuvæddu umhverfi. Þær byggjast í mörgum tilvikum á sömu hugmyndafræði, það er að raða efni upp frá hinu almenna til hins sértæka þannig að bæði sé hægt að þrengja og víkka leitir eftir því sem við á. í Dewey-kerfinu má t.d. víkka leit með því að leita undir víðari flokkunartölu í stigveldi og í efnisorðum má t.d. víkka leit með stýfingu orða (e. truncation) og/eða leit undir víðara heiti. Þar sem lyklun skipar stöðugt fastari sess í efnisgreiningu eru flokkunarkerfi í auknum mæli einkum notuð til að mynda marktákn fyrir hillu- röðun og til að finna gögn eftir í hillum en gegna ekki eins veigamiklu hlutverki og áður við efnisgreiningu og heimildaleitir. Meginmarkmiðið með lyklun er að veita aðgengi að heimildum, til dæmis sem skráðar eru í tiltekinn gagnagrunn eða er að finna á bókasafni eða upplýsingamiðstöð. Lyklun er mikilvægur hluti af bókfræðilegri stjórn (e. bibliographic control) og tekur til efnisinnihalds heimildar. Efnisorðin eru hluti af skráningarupplýsingum um hverja heimild og gera notendum kleift að leita upplýsinga á hnitmiðaðan og skilvirkan hátt, að því tilskyldu að í viðkomandi gagnagrunni hafi verið vandað til lyklunarinnar. Álitið var að lyklun með efnisorðum úr texta (e. free text indexing) með aðstoð vélrænna aðferða gæti komið í staðinn fyrir handvirkar lyklunaraðferðir (e. manual indexing methods). Slík sjálfvirk kerfi eru hins vegar ófær um að tengja saman heimildir, sem innihalda samheiti og orð sem hafa fleiri en eina merkingu, án þess að forritaðar leiðbeiningar séu fyr- ir hendi.17 Sú trú að hægt sé að lykla vélrænt í tölvum með því að nota orð beint úr titlum (e. natural lang- uage) stenst ekki og efnisgreining, flokkun og lyklun, er mikilvæg fyrir skilvirkan efnisaðgang.18Tölvur geta ekki komið í stað lyklara við merkingarfræðilega greiningu upplýsinga. Þær geta hins vegar létt vinnsl- una verulega en skilvirk upplýsingaleit hlýtur að byggja á merkingarfræðilegri greiningu heimilda.19 Lyklun er vitrænt verkferli þar sem „hugtök fengin úr heimildum með vitsmunalegri greiningu og þau síðan umorðuð sem efnisorð. Bæði við greiningu og umorðun ætti að styðjast við hjálpartæki lyklunar svo sem kerfisbundnar efnisorðaskrár og flokkunar- kerfi“20. Meiri samkvæmni og nákvæmni gætir vissu- lega í lyklun þegar stuðst er við staðlað efnisorðakerfi en þegar notað er frjálst kerfi. Báðar aðferðirnar hafa samt kosti og galla.21 En almennt er álitið að kostir staðlaðs kerfis vegi þyngra. 48 BÓKASAFNIÐ 27. Arg. 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.