Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 62
haldin eru erindi er tengjast kvennasögu og flutt
tónlist sem hæfir efninu hverju sinni.
Hvað er á Kvennasögusafninu?
Þegar Kvennasögusafn flutti í Þjóðarbókhlöðu var
bókum þess og tímaritum komið fyrir hjá öðrum bók-
um Landsbókasafns en handrit eru enn í herbergi
Kvennasögusafnsins. Ætlunin er að þau verði varð-
veitt í handritadeild Landsbókasafns með tímanum
en þó merkt Kvennasögusafni íslands. Að mínu mati
nýtur Kvennasögusafn íslands mjög nálægðar sinnar
við Landsbókasafn með sinn mikla innlenda bóka-
kost, handrit og skjöl. Þjónustan við notendur yrði
a.m.k. oft á tíðum snöggtum fátæklegri ef þessarar
nálægðar og góðu samvinnu við starfsfólk Lands-
bókasafns nyti ekki við.
Handritasafn Kvennasögusafns íslands er fjöl-
breytt. Þar er að finna þann fróðleik sem Anna
Sigurðardóttir safnaði saman, en árlega hafa bæst við
fjölmörg handrit og munar þar sennilega mestu um
skjöl kvenfélaga og kvennahreyfinga. Má þar nefna
skjöl Barnamáls, áhugafélags um brjóstagjöf, skjöl
Félags íslenskra leikskólakennara, Hvíta bandsins,
Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Kvennalistans, Menningar- og friðarsamtaka ís-
lenskra kvenna, Mæðrafélagsins, Rauðsokkahreyfing-
arinnar og Zontaklúbbs Reykjavíkur. Skjöl þessara
félaga hafa verið skráð og vonir standa til að unnt
verði að setja þau fram í aðgengilegu formi á heima-
síðu safnsins síðar á þessu ári.
Það er ljóst að saga íslenskra kvenna er ekki nærri
öll í Kvennasögusafni íslands. Víða liggur mikill fróð-
leikur um konur og eftir konur í öðrum söfnum land-
sins og erfitt verður, ef ekki ógjörningur, að safna
þeim fróðleik saman á einn stað. Fæst safnanna
flokka heimildir eftir kynferði og Kvennasögusafn
hefur ekki mannafla til að ráðast í leit á öðrum söfn-
um. Engu að síður býr mikill fróðleikur í Kvenna-
í dag er myndasagan, þetta lítt þekkta undirmálsform, því sérlega
áhugaverður miðill sem vert er að fylgjast með; [...] þá er myndasagan
staðurinn þar sem mestu gróskuna og gerjunina er að finna.
Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræöingur og umsjónarmaður myndasögudeildar Borgarbókasafnsins.
Ultimate Spider-Man
How to Draw Manga
Cartoon History
Elskið okkur
Vol 1: Power and Responsibility
Vol 1: Compiling Characters
of the Universe
eftir Hugleik Dagsson
HCWTODRAW
Iká AMm
Compiling Characters
Wcchniqucs
Það að Spider-Man sé bara feiminn
skólastrákur með áhyggjur af stelpum
og heimalærdómi letur ekki óvini hans
frá því að reyna að koma honum fyrir
kattarnef.
Fyrir Peter Parker hafa flókin unglings-
ár orðið enn flóknari.
Japanskar myndasögur (manga) eru
að hasla sér völl sem vinsælasta
myndasöguform í heimi.
How to Draw Manga eru einfaldar og
skemmtilegar kennslubækur fyrir
upprennandi teiknara og mynda-
söguhöfunda.
Fyrsta bindi af þremur segir sögu
alheimsins frá miklahvelli til
Alexanders mikla.
Húmoristinn Larry Gonick skilar hér
meistaraverki sem er í hróplegri mót-
sögn við almenningsálit sem segir að
saga þurfi að vera þurr og leiðinleg.
Drepfyndið íslenskt félagsraunsæi í
sem fæstum dráttum.
Barnslega einfaldar teikningar með
sótsvörtum, eitruðum húmor.
Besta Spider-Man spennusagan í
mörg ár.
Yfir tíu mismunandi bækur komnar út
og sífellt fleiri að bætast við.
60
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003