Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 64

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 64
Jakobína Sveinsdóttir „Findes der ... en bibliotekar ansat?“ - um samstarf bókavarða hæstaréttarbókasafna á Norðurlöndum Voriö 1996 var greinarhöfundur ráöin til að sjá um bókasafn Hæstaréttar íslands, en í ágúst það sama ár flutti rétturinn í nýtt húsnæöi, dómhúsiö við Arnarhól. Starfið við bókasafnið hófst á því að átta sig á innihaldi og umfangi safnkostsins. Síðan var tekið til við að pakka niður í kassa bókum, tímaritum, dóms- gerðum o.fl. í ljós kom að hluti safnkostsins er frá tíð Landsyfirréttarins sem starfaði á árunum 1800 -1920, en Hæstiréttur tók til starfa árið 1920. Flutningurinn gekk vel, en mikilvægasta hjálpar- tækið í nýja húsinu var Nilfisk ryksuga að heiman. Ómælt magn af allt að 80 ára gömlu ryki var ryksogið af bókum og tímaritum. Það var síðan ánægjulegt að koma nýryksuguðum safnkostinum fyrir í glænýju bókasafni sem auk þess er staðsett á besta stað í nýja dómhúsinu. Að loknum flutningi bókasafnsins hófst tölvu- skráning í Gegni á safnkosti Hæstaréttar í samvinnu við Landsbókasafn - Háskólabókasafn. í febrúar árið 1998 barst fax til Hæstaréttar íslands frá Danmörku með yfirskriftinni: „Findes der ved Islands Hpjesteret en bibliotekar ansat?" Faxið var frá Lene Hjalsted, bókaverði Hæstaréttar í Danmörku. Tilefnið var að boða bókaverði hæstaréttarbókasafna á Norðurlöndum til fundar í Kaupmannahöfn það sama ár. Hugmyndin var heillandi þar sem starf hæstaréttarbókavarða er mjög sérhæft og í raun aðeins einn hæstaréttarbókavörður í hverju Norður- landanna, fyrir utan Svíþjóð. Lene var svarað að bókavörður starfaði við Hæstarétt, en hún skrifar síðan: „Mange tak for dit brev - det var jo morsomt at fá at vide, at du fandtes!" Á íslandi var lítil áhugi fyrir þátttöku íslands í um- ræddum fundi. Undirrituð vildi ekki gefast upp og sótti um styrk til fararinnar á eigin forsendum sem var veittur. Þar með hófst þátttaka íslands í samstarfi bókavarða hæstaréttarbókasafna á Norðurlöndum. Hér verður gerð stutt grein fyrir árlegum fundum bókavarðanna, en sumarið 2002 höfðu hæstaréttir allra Norðurlandanna verið heimsóttir og þar með lokaðist hringurinn. Danmörk árið 1998 Árið 1661 tók Hæstiréttur Danmerkur til starfa og hefur verið til húsa á ýmsum stöðum. Til gamans má geta þess að árið 1884 var rétturinn staðsettur í norðurenda Kristjánsborgarhallar. í október það ár kom upp eldur í höllinni. í Hpjesteret 1661-1961, s. 155, er brunanum lýst þannig: „Branden brpd ud i rigsdagsflpjen, og det blev snart klart, at hele slottet var fortabt, men der var tid til at bjærge adskilligt fra Hpjesterets lokaler. Den unge And- reas Buntzen har siden skildret redningsarbejdet. I den fprste forvirring havde han spurgt dommer With, om de ikke skulle redde „Rigsdagstidende", der stod opstillet i retssalen, men With svarede: „Lad det skidtbare brænde, det er jo dem derovre, der har sat ild pá huset." Árið 1919 flutti rétturinn á ný í norðurenda Kristjánsborgarhallar og hefur verið staðsettur þar síðan. Dómarar við réttinn eru 19, þar af 4 konur. Einn bókavörður starfar við réttinn. í maí 1998 var haldið til Kaupmannahafnar á fyrsta fund hæstaréttarbókavarða á Norðurlöndum. Fund- inn sátu bókaverðir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og íslandi og tveir bókaverðir frá Svíþjóð. Það var gaman að ganga inn í anddyri Hæstaréttar Danmerkur í fyrsta sinn, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja og umhverfið angar af sögu. Það var auk þess dálítil spenna í loftinu þar sem meirihluti bóka- varðanna var að hittast í fyrsta skipti. í upphafi voru fundarmenn leiddir í gegnum hús- næði réttarins. Það kom á óvart og er óvanalegt að ekkert eiginlegt bókasafn er í réttinum. Bækur og tímarit dreifast um allt húsið. Það gerir bókaverðin- um að sjálfsögðu erfiðara fyrir að halda utan um safnkostinn. Að húsaskoðun lokinni hlýddu fundar- menn á málflutning sem er með sama sniði og á íslandi. Bókasafnsmál voru síðan rædd. Hæstiréttur bauð bókavörðum til hádegisverðar í matstofunni á neðstu hæðinni, en matstofan er fyrr- 62 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.