Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Page 66

Bókasafnið - 01.01.2003, Page 66
um loknum var húsið skoðað. Eftir hádegi var haldið á Þingvöll þar sem leiðsögumaður staðarins fræddi fundarmenn um sögu, lögfræði og jarðfræði Þing- valla. Um kvöldið bauð Hæstiréttur bókavörðum og Auði Gestsdóttir frá háskólabókasafni til kvöldverðar. Daginn eftir var Þjóðarbókhlaðan heimsótt þar sem bókaverðirnir fengum ítarlega kynningu á safn- inu og starfsemi þess. Því næst var haldið í Lögberg og bókasafnið skoðað með aðstoð Auðar. Þess ber að geta að Hæstiréttur íslands er í nánu sambandi við bókasafnið í Lögbergi. Léttur hádegisverður var snæddur í kaffiteríu Perlunnar sem var mjög ánægju- legt, þar sem ísland skartaði sínu fegursta. Eftir hádegishlé var haldið á vit leiðsögumanns í Þjóðmenningarhúsi sem leiddi bókaverði um húsið og hélt fróðlega tölu um fornsögurnar o.fl. Heim- sókninni lauk í Hæstarétti þar sem bókasafnsmál voru rædd. Til gamans má geta þess að allir bókaverðirnir ákváðu að dvelja lengur á landinu og skoða sig um utan Reykjavíkur. Fyrir valinu varð hestaferð, Bláa lónið, og Gullfoss og Geysir. Einn bókavarðanna fór til Akureyrar, Húsavíkur og Mývatns. Myndir frá fundinum er að finna á vefsíðunni - www.vortex.is/~bibi/ undir M0de i lsland foráret 2001. Svíþjóð árið 2002 Hæstiréttur Svíþjóðar tók til starfa árið 1789. Frá árinu 1949 hefur rétturinn verið til húsa í bygg- ingu í elsta hluta Stokhólms, Gamla Stan, sem nefnist Bonderska palatset sem byrjað var að byggja árið 1660. í fyrstu var húsið í einkaeign, en var síðan keypt af ríkinu. Húsið er mjög fallegt og virðulegt, en þarfnast gagngerra endurbóta. Það sannast í Svíþjóða að oft er erfitt að vinna í göml- um húsum þó falleg séu. Rétturinn mun fljótlega flytja í annað húsnæði tímabundið, meðan á endurbótum og viðgerðum stendur. Dómarar réttarins eru 16, þar af 6 konur. Tveir bókaverðir starfa við réttinn. Bókaverðirnir mættu í maí í Hæstarétt Svíþjóðar þar sem gengið var á vit fortíðarinnar og húsnæðið skoð- að. Talsmaður réttarins fjallaði lauslega um gang mál í réttinum og sagði sögur tengdar húsinu. Síðan voru tvö bókasöfn réttarins skoðuð og vinnuaðferðir og bókasafnsmál rædd. Því næst bauð Hæstiréttur bóka- vörðum til hádegisverðar ásamt einum dómara og aðstoðarmanni. Boðið var upp á sænskt hlaðborð um borð í skipi sem rekið er sem hótel og liggur við bryggju skammt frá Hæstarétti. Eftir hádegi heim- sóttum við þingið eða Riksdagen eins og Svíar nefna það. Gengið var um tignarlega sali þingsins og bóka- safnið var einnig skoðað. Um kvöldið fór hluti bókavarðanna í Óperuna. Daginn eftir hittumst við fyrir utan Högsta för- valtningsdomstolen eða fyrir utan hús æðsta stjórn- lagadómstólsins. Æðsti stjórnlagadómstóllinn tók til starfa árið 1909 og er til húsa í gamla hluta Stok- hólms, Gamla Stan, í gömlu og virðulegu húsi sem búið er að gera sérstaklega fallega upp. Dómarar rétt- arins eru 18, þar af 6 konur. Húsið var skoðað og einn dómaranna gerði grein fyrir gangi mála í réttinum. Síðan var bókasafnið skoðað og bókasafnsmál rædd, en tveir bókaverðir starfa við réttinn. Eftir hádegi var háskólabókasafnið heimsótt þar sem starfsmaður gerði ítarlega grein fyrir starfsemi safnsins. Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður í boði stjórnlagadómstólsins. Lokaorð í upphafi var gengið út frá að samstarfsfundurinn stæði hverju sinni í einn dag. Þróunin varð sú að ekki veitti af tveimur dögum. Það hefur verið fróðlegt og ánægjulegt að taka þátt í ofangreindu samstarfi og gott að vita hvar bókaverðina er að finna þegar mikið liggur við og afla þarf upplýsinga með hraði. Eftir að hafa heimsótt Norðurlöndin er undirrituð mun fróð- ari um gang mála í hæstaréttum Norðurlanda og um starfsemi bókasafnanna sem aldrei hefði orðið án samstarfsins. Mannlegu hliðinni má heldur ekki gleyma, en Lena frá Danmörku sagði á fundinum á íslandi: „Mér finnst við allar orðnar svo góðar vinkon- ur“ og undirrituð er Lene hjartanlega sammála. Heimildir Hojesteret 1661-1961, K0benhavn : Gad, 1961, s. 155 Vefsíða M0de i Island foráret 2001. Myndir. http://www.vortex. is/~bibi/ Summary The cooperation of librarians in Nordic Surpreme Court libraries For the last five years, the librarians in the five Nordic Surpreme Court libraries, in Denmark, Norway, Finland, Iceland and Sweden, have met annually to discuss common tasks and to get aquainted with the workings of the Nordic Surpreme Courts. A short description of each court is given and also an outline of the meetings. The author concludes that the contacts created in these meetings are very valuable in her daily work. D.H. 64 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.