Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Page 68

Bókasafnið - 01.01.2003, Page 68
orðum. Tæknilegri þróun og uppbyggingu verkefnis- ins verður þá lokið. Bókfræðigrunnur í upphafi varð að búa til gagnagrunn sem væri hæfur til að halda utan um allt sem átti að setja inn og á sama hátt að gera það leitarbært, t. d. eftir því hvaða rit eru eða yrðu seinna meir í safninu, hvar þau voru gefin út - hér á landi eða erlendis, Kanada, Bretlandi eða Danmörku - og hverjir gáfu þau út, hve margir ár- gangar eða tölublöð komu og hvort eitthvað aukaefni var gefið út með þeim. Hér er m. a. átt við efnisyfirlit, boðsbréf, fregnmiða og viðaukablöð. Allt á þetta að vera leitarbært og getur þannig hjálpað notandanum við rannsóknir og aðgengi að þessum heimildum. Hér að framan nefndi ég að ætlunin væri að setja u. þ. b. 185 íslenska titla inn í safnið sem eru nálægt 250.000 blaðsíður. Til að það gangi hratt fyrir sig verður allur innsláttur upplýsinga hafður mjög einfaldur. Megin- kosturinn við bókfræðigrunninn er sá að hægt er að nota hann til að svara ýmsum spurningum sem tengjast notkun á þessum heimildum. Notandinn á að geta afmarkað leit sína við ákveðin tímabil og staði. Spurt hvaða rit voru gefin út t. d. í Reykjavík á ákveðnu árabili eða landinu öllu eða hvort ritstjóri einhvers tiltekins tímarits eða blaðs hafi einnig kom- ið að einhverju öðru blaði og kallað fram alla þá fregnmiða sem fylgdu t. d. tímaritunum Fjallkonunni eða Reykjavík. Þannig ætti grunnurinn að hjálpa til við að fletta upp í tiltekinni heimild og þá er einnig hægt að blaða í gegnum ritið. Myndasafn Hér að framan sagði að teknar væru stafrænar mynd- ir af frumritunum í stað þess að búa til slíkar myndir eftir örfilmum eins og tíðkast í mörgum öðrum sambærilegum verkefnum. Það er einkum tvennt er veldur því að ekki er notast við örfilmur: (1) Örfilmu- safn Landsbókasafns er lítið, ekki hafa allir titlar blaða og tímarita verið myndaðir, og margar af þeim örfilmum sem eru til í safninu eru í lélegu ásigkomu- lagi og það þyrfti að mynda allt upp á nýtt svo hægt væri að búa til nothæfar stafrænar myndir eftir film- unum. (2) í safninu er til stafræn myndavél og reynsl- an af notkun hennar gerir okkur kleyft að nota nýj- ustu tækni til að gera efnið aðgengilegt á Netinu. SKIPULAG BYGGÐAR Á ÍSLANDI TRAUSTI VALSSON SKIPULAG BYGGÐAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL LÍÐANDI SJUNDAR HÁSKÓLAÚTGÁFAN HÁSKÓLAÚTGÁFAN lliískóli íslumls. Aðalhvgging Síini: 525-4003' Vt'ffung: www.liaskolaulgafan.lii.is Netfang: hu@hi.is Fyrsta rit sinnar tegundar um manngert uinhverfi á Islandi. Þróunin er rakin alll frá landnámi til líðandi stundar. Fjallað er um náttúruna seni hið mótandi afl íþróun byggðarinnar, byggðarmótun, skipulagsþróun bæja og svæða, þróun kerfa á landsvísu og loks um þróanir seinni tíma. Þar er bugmyndaltræringum við upphaf 21. aldar lýst og hvernig þær breyta þróun stærstu bæjanna og byggðarsvæðanna í landinu. Bókinni fylgir fjöldi skráa og skipulagsmanntal auk 1250 mynda og uppdrátta. Trausti Valsson lauk námi af skipulagslínu TU í Berlín 1972. Starfaði við Þróunarstofnun m.a. við Grænu byltinguna og gerð aðalskipulags fyrir Ulfarsfellssvæðið. Hann lauk doktorsnámi í umhverfiskipulagi við UC Berkeley 1987. Fékk hlutadósentastöðu við FIÍ 1988. Var skipaður í fyrstu stöðu prófessors í skipulagsfræði við III árið 2000. Trausti hefur skrifað fjölda greina og bóka, og er þessi bók sú tíunda. I lann hefur hlotið verðlaun í mörgum samkeppnum og marskonar aðrar viðurkenningar. Bókin er 480 bluðsíður innbundin og kostur 6.900 kr. 66 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.