Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 71

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 71
Glasgow yfirlýsing IFLA um bókasöfn, upplýsingaþjónustu og vitsmunalegt frelsi Fundur í Glasgow í tilefni 75 ára afrnælis stofnunar IFLA - Alþjóðlegra samtaka bókavarðafélaga og stofnana kunngerir eftirfarandi: IFLA lýsir yfir þeim grundvallarrétti manna bæði til þess að hafa aðgang að upplýsingum og til að geta tjáð þær án nokkurra hamlana. IFLA og aðildarfélög þess um víða veröld styðja, verja og stuðla að vitsmunalegu frelsi eins og það er skilgreint í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna. Vitsmunalegt frelsi tekur til auðlegðar mann- legrar þekkingar, skoðana, skapandi hugsunar og vitsmunalegrar virkni. IFLA staðhæfir að fylgi við vitsmunalegt frelsi sé þungamiðja ábyrgðar starfsstétta bókasafna og upp- lýsingamiðstöðva um heim allan og komi fram í siða- reglum starfsins og sé látið í ljósi í starfinu sjálfu. IFLA lýsir eftirfarandi yfir: • Bókasöfn og upplýsingamiðstöðv- ar veita aðgang að upplýsingum, hugmyndum og skáldskap á hvaða formi sem er og án tillits til landa- mæra. Þau þjóna sem lykill að þekkingu, hugsun og menningu og láta í té mikilvægan stuðning við sjálfstæði í ákvarðanatöku, þróun menningar, rannsóknir og símenntun bæði fyrir einstaklinga og hópa. • Bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar leggja fram sinn skerf til vaxtar og viðgangs vitsmunalegs frelsis og aðstoða við að tryggja lýðræðislegt gildismat og almenn borgaraleg réttindi. Þar af leiðandi eru þau skuldbundin til að veita við- skiptavinum sínum aðgang að viðeigandi heimildum og þjónustu án takmarkana og í andstöðu við hvers konar ritskoðun. • Bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar eiga að afla, varðveita og gera aðgengilegar mismun- andi tegundir efnis, sem endurspegla menn- ingu og fjölbreytileika þjóðfélagsins. Val og að- gengi að safnkosti og þjónustu á að lúta fagleg- um sjónarmiðum en ekki stjórnmálalegum, siðferðilegum eða trúarlegum viðhorfum. • Bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar eiga að gera safnkost, aðstöðu og þjónustu jafn að- gengilega fyrir alla notendur. Engrar mismun- unar á að gæta á nokkurn hátt vegna kynþátt- ar, uppruna eða þjóðernis, kyns eða kyn- hneigðar, aldurs, fötlunar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. • Bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar eiga að vernda rétt sérhvers bókasafnnotanda á einka- lífi og trúnaði varðandi upplýsingar sem leitað er að eða tekið er á móti svo og heimildir sem flett er upp í, fengnar eru að láni, aflað eða dreift. í ljósi ofanritaðs hvetur IFLA bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar og starfsfólk þeirra til að styðja og efla grundvallar- atriði vitsmunalegs frelsis og til að veita óhindraðan aðgang að upplýsingum. Yfirlýsingin uar útbúin af IFLA/FAIFE, samþykkt afframkvœmdastjórn IFLA í Haag í Hollandi þann 27. mars 2002 og staðfest af fulltrúaráði IFLA í Glasgoiu í Skotlandi þann 19. ágúst 2002. IFLA - Alþjóðleg samtök bókavarðafélaga og stofn- ana (International Federation of Library Associations and Institutionsjvoru stofnuð í Edinborg árið 1927. Aðildarfélög IFLA eru um 1.700 í 150 löndum um heim allan. FAIFE, sem stendur fyrir Free Access to Information and Freedom of Expression, er nefnd innan IFLA, sem stofnuð var formlega á IFLA árs- þinginu í Kaupmannahöfn árið 1997. Skrifstofa FAIFE opnaði þar 1. júlí 1998. Um IFLA og starfsemi samtak- anna má fræðast nánar á heimasíðu þeirra www.ifla.org og hjá FAIFE er heimasíðan www.ifla.org/faife/. Þórdís T. Þórarinsdóttir þýddi ©2002 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.