Saga - 2022, Qupperneq 130
verið túlkað.42 Þetta hefur líklega verið lítið goðorð en samt eru
margir nefndir í forsvari fyrir það. Enginn þeirra kemur mikið við
frásagnir eða virðist vera nema í mesta lagi stórbóndi.43 Tveir af
þrem aðilum eru hópar sem byggjast á búsetu eða ætterni. Því er vel
hugsanlegt að enginn hafi í raun átt þetta goðorð nema þingmenn
þess sjálfir og frásögnin telji aðeins upp hina helstu þeirra. Í íslensku
er fornafnið „þeir“ oft haft á undan upptalningu þar sem ekki eru
allir nefndir með nafni. Því má vera að fleiri en þeir sem eru nefndir
hafi talist eiga goðorðið. Ekki er sagt að þeir hafi gefið Hrafni goð -
orðið heldur ráðið það undir hann og gæti það merkt að þeir hafi
falið Hrafni meðferð þess, valið hann sem goða sinn fremur en að
þeir hafi fært honum eignarhaldið þótt ef til vill hafi það gleymst
þegar fram liðu stundir.
Fjöldi ákvæða er í Grágás um hvað gerist þegar goði brýtur af
sér, gerir mistök eða fylgir ekki forskrift laganna. Viðurlögin fela
oftast í sér að hann missi goðorðið, jafnvel þótt brotið sé ekki stór-
vægilegt. Má þar nefna ef hann kemur ekki til þings á réttum tíma
hvort sem það var vorþing eða alþingi eða fékk sér grið (heimili) hjá
þingmanni annars goða.44 Miðað við það sem við vitum um áhrif og
arfgeng völd goða á síðari hluta þjóðveldisaldar eru þessi ákvæði í
meira lagi undarleg. Hvers vegna ættu goðar að gera það svo auð -
velt að láta svipta sig goðorðum? Og ekki aðeins sig persónulega
heldur alla afkomendur líka? Á miðöldum voru eignir ekki aðeins
persónulegar heldur var einnig litið á þær sem réttindi ættar og erf-
ingja eins og fram kemur meðal annars í ákvæðum um arfskot sem
axel kristinsson128
42 Lúðvík Ingvarsson (Goðorð og goðorðsmenn III, 234–235) og fleiri hafa talið þetta
hluta af sama goðorði og Hrafn erfði eftir föður sinn en það er mjög hæpið því
engin dæmi eru um að goðorði hafi verið svo smátt skipt og á öðrum stað er
talað um goðorð Seldæla í fleirtölu (Sturlunga saga II, 164–165, en raunar er þar
munur á handritum Sturlungu). Sjá einnig Jón Viðar Sigurðsson, Frá goðorðum
til ríkja, 47 og Gunnar Karlsson, Goðamenning, 71.
43 Mögur var stórbóndi á Mýrum norðan Dýrafjarðar (Sturlunga saga II, 79, III,
322, 337). Keldudalur er lítið byggðarlag við utanverðan Dýrafjörð sunnan
megin og þar er Hraun sem hefur hugsanlega talist höfuðból þótt við þekkjum
ekki ábúendurna. Ekki er víst að yfirtakan hafi verið jafnvinsamleg og segir í
sögunni því seinna kemur fram að Hrafn átti „mála“ á Mýrum, sem útgef -
endur túlka sem forkaupsrétt, en Mögur, sem þá var þingmaður Hrafns, seldi
þær engu að síður án þess að gefa honum færi á að kaupa.
44 Sjá Gunnar Karlsson, Goðamenning, 184; Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðs -
menn I, 97–99. Hér vekur einnig athygli að gert er ráð fyrir að goði sé ekki endi-
lega húsbóndi á eigin heimili (Grágás Ia, 138).