Saga - 2022, Side 205

Saga - 2022, Side 205
Doktorsritgerðin Vald og vanmáttur fellur vel að þessari almennu þróun í ljósi þess að hún fjallar um sögu fatlaðs fólks og sögu jaðarsettra einstak- linga á Íslandi frá ofanverðri átjándu öld og fram á fyrri helming tuttugustu aldar. Með þessari ritgerð er í raun brotið blað í íslenskri sagnfræði vegna þess að hér er í fyrsta skipti fjallað um þennan hóp fólks, lífsferil þess og félagslega stöðu, með skipulögðum hætti. Þetta er gert með því að rekja lífsþræði 101 einstaklings. Reyndar verður að viðurkennast að sagnfræð - ingar og hugvísindafólk almennt hefur verið heldur seint til að bregðast við ákalli leiðandi fræðimanna á sviði fötlunarfræða hérlendis frá því snemma á öldinni um meiri og fjölfræðilegri rannsóknir á þessum sviðum.2 Afrakstur rannsóknarinnar birtist einkum í öðrum kafla ritgerðarinnar sem er að mínu mati aðalkafli hennar því hann er hátt í 120 blaðsíður eða vel yfir helmingur verksins. Saga hvers einstaklings í þessum kafla er vissulega mislöng, allt eftir því hvað heimildaforðinn leyfir. Lengstar eru sög urnar af þeim sem komust í kast við lögin en slík tilfelli gátu gefið af sér ítarlegar heimildir. Hver og ein saga er sjálfstæð og án þess að upplýsingarnar um hvern og einn séu settar í samhengi við samfélagsgerðina. Hér gegna svo- kallaðar yrðingar lykilhlutverki en það eru lýsingar embættismanna á þeim líkamlegu og andlegu skerðingum sem þeir töldu að einstaklingarnir 101 ættu við að etja. Doktorsefnið á mikið hrós skilið fyrir að hafa tekist að setja þessar sögur saman. Það ætti að blasa við hverjum þeim sem pælir í gegnum sög- urnar hversu umfangsmikill og tímafrekur eltingaleikur þetta hefur verið við heimildirnar — eða réttara sagt — við einstaklingana í öllum þeim heimildum sem stuðst var við. Eins og doktorsefni bendir á væri þetta aðferð sem nota mætti til að rannsaka og skrifa sögu annarra hópa úr neðri lögum samfélags- ins. Það verður því fróðlegt að sjá hvað gerist í þeim efnum á næstu árum. Afraksturinn af þessari miklu og örugglega tímafreku fínkembingu á fjölmörgum frumheimildum er sú eigindlega grasrótarsaga sem við erum hér með í höndunum, þar sem upplýsingar um fatlaða eða jaðarsetta ein- staklinga í fortíðinni hafa verið fengnar úr heimildaforðanum. Af þeim heimildum sem nýttar eru mætti nefna manntöl, kirkjubækur, sóknar - manna töl, árlegar skýrslur um ástand mála frá undirmönnum til yfirmanna, undanþágubréf frá próföstum til biskups vegna ferminga, dánarbús - skýrslur, uppskriftar- og uppboðsbækur, sáttabækur og ársskýrslur héraðs - lækna og landlæknis, auk dómskjala. andmæli 203 2 Útgáfa eftirfarandi bókar markaði þáttaskil í fötlunarfræðunum: Rannveig Traustadóttir (ritstjóri), Fötlun. Hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006). Fyrir um áratug síðan tók síðan hópur ólíkra fræði - manna saman höndum, þeirra á meðal sagnfræðingur og bókmennta fræðingur, sjá: Hanna Björg Sigurjónsdóttir, Ármann Jakobsson og Kristín Björnsdóttir, ritstj., Fötlun og menning. Íslandssagan í öðru ljósi (Reykjavík: Félagsvísinda - stofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur í fötlunar fræðum, 2013).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.