Saga - 2022, Síða 249

Saga - 2022, Síða 249
við samningu textans sem síðar glötuðust. Rittengsl voru auk þess nýtt til aldursgreiningar og höfundarleitar. Alllangt er síðan dró úr þessum áherslum í inngangsritgerðum og sjónar - horn útgefenda urðu fjölbreyttari. Inngangsritgerðir síðari ára hafa í aukn - um mæli sett sögurnar í víðara sögulegt og bókmenntalegt samhengi og greint samfélag sagnanna á breiðari grunni en tíðkaðist. Það vekur því athygli hversu mjög inngangur Guðrúnar Ásu að nýrri útgáfu Sturlungu sver sig í ætt við hinar eldri inngangsritgerðir ritraðarinnar. Enginn efi er um fræðimennsku Guðrúnar Ásu í inngangi ― hann er vandaður, ígrund aður og skrifaður af lærdómi þess sem þekkir efnið í þaula og hefur melt það lengi. Efnistökin eru hins vegar fremur þröng og skorðast fyrst og fremst við samsetningu sögunnar og hina síungu spurningu um höfund/safnanda/rit- stjóra hennar. Almennir lesendur sem taka sér útgáfuna í hönd og vænta leiðsagnar í inngangi um sögulegt baksvið og stærra samhengi þurfa því að leita annað. Þannig er höfuðdráttum og megineinkennum sögu og samfélags á lokaskeiði þjóðveldisins ekki lýst að marki í inngangi þótt útgefandi snerti hér og hvar á slíku í umfjöllun sinni um samsetningu sögunnar og höfundar - verk. Guðrún Ása telur Sturlungu hverfast um héraðs stjórn og konungs vald og fer um það mörgum orðum en lætur hjá líða að draga fram megin ein - kenni valdamenningar, stjórnarfars, laga og réttarfars á tólftu og þrettándu öld. Hún telur taum konungsvalds augljóslega dreginn í Sturlungu og færir fyrir því góð rök en fjallar ekki almennt um forsendur og framgang konungs- valds á sögutímanum. Um bókmenntasögulegt samhengi sögunnar og frá- sagnarlist henn ar er heldur varla rætt nema í framhjáhlaupi. Efnistök og áherslur inngangs eru á valdi útgefanda og treystumst mér honum bæði vel til vits og einarðar að segja frá eftir því sem honum þykir skynsamlegast. Ég leyfi mér þó að velta þeirri spurningu upp hvort mögu- lega hefði verið heppilegra að birta hina gagnmerku rannsóknarritgerð Guðrúnar Ásu um samsetningu sögunnar og höfund/safnanda/ritstjóra sem sjálfstæða bók en rita þess í stað inngang fyrir útgáfu sögunnar með fjölbreyttari efnistökum. Í þeim inngangi hefði hæglega mátt greina vel frá helstu röksemdum og niðurstöðum um samsetningu og höfund/safnanda/ ritstjóra samsteypunnar á þrjátíu til fjörutíu síðum, með vísun til enn ná - kvæmari meðferðar í sérstakri bók, en eiga þá vel á annað hundrað síðna undir annað. Fyrirliggjandi inngangur er mikilvægt framlag til rannsóknar- sóknarsögu Sturlungu og í honum er mikill fróðleikur dreginn saman um niðurstöður fyrri fræðimanna um efnið. Ekki er þó víst hann sé jafnhent - ugur almennum lesendum til kynningar og hann er fræðimönnum til umhugsunar sem kunna betri skil á efninu og umhverfi sögunnar. Rétt er að taka fram að í inngangi er að sjálfsögðu haldgott yfirlit um ýmis efni sem nýtast bæði fræðimönnum og almennum lesendum við lestur sögunnar, til dæmis um handritageymd hennar. Þá eru neðanmálsskýringar við sögutext- ann margskonar að efni þótt þær komi varla í stað yfirgripsmikils inngangs. ritdómar 247
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.