Bókatíðindi - 01.12.2013, Blaðsíða 48
46
Skáldverk « ÍSLENSK » B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Grimmd
Stefán Máni
Lögreglumaðurinn Hörður
Grímsson rannsakar líkams-
árás í undirheimunum þegar
siðblindur faðir rænir mán-
aðargömlu barni sínu og
hyggst koma því úr landi.
Hjálp berst úr óvæntri átt
– en er bjargvætturinn fól
eða frelsari? Verðlaunahöf-
undurinn Stefán Máni teflir
fram enn einni þeysireiðinni.
Flugbeitt saga úr íslenskum
raunveruleika.
455 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-388-7
Hann
Börkur Gunnarsson
Lítil nóvella um fjölskyldu-
föður sem þrælar frá morgni
til miðnættis en finnst hann
ekki vera í nógu góðum til-
finningalegum tengslum við
konu sína og dóttur. Eigin-
konan er full kappsöm við
framhjáhaldið og dóttirin lítur
frekar á hann sem stórt seðla-
veski. Hann ákveður að bæta
úr þessu með það að mark-
miði að fjölskyldan geti verið
sameinuð og hamingjusöm.
En þau skref sem hann tekur
hafa óvæntar afleiðingar.
64 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9789935426864
Hinir réttlátu
Sólveig Pálsdóttir
Kunnur athafnamaður á
miðjum aldri finnst myrtur á
golfvelli á Suðurlandi. Sama
dag verður sprenging í hval-
veiðiskipi í Reykjavíkurhöfn
og hópur ungmenna stendur
fyrir mótmælum við veitinga-
hús sem hafa hvalkjöt á mat-
seðlinum. Brátt taka atburðir
alveg óvænta stefnu. Snjöll
og bráðskemmtileg spennu-
saga.
246 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-352-8 Kilja
Hlustað
Jón Óttar Ólafsson
Lögreglusaga af algerlega
nýju kaliberi. Erlendir útgef-
endur eru þegar farnir að
bítast um bókina.
359 bls.
Bjartur
ISBN 978-9935-454-19-5
Hvísl
Ásdís Þórsdóttir, Björk
Þorgrímsdóttir, Bryndís
Emilsdóttir, Dagur Hjartarson,
Daníel Geir Moritz, Guðrún
Inga Ragnarsdóttir, Halla
Margrét Jóhannesdóttir,
Hrafnhildur Þórhallsdóttir,
Kristian Guttesen, Sigurlín
Bjarney Gísladóttir, Þór
Tulinius, Þórey Mjallhvít H.
Ómarsdóttir og Æsa Strand
Viðarsdóttir
Hvísl hefur að geyma verk
meistaranema í ritlist, ýmist
brot úr lengri ritsmíðum
eða styttri verk, sem ætlað
er að veita lesendum innsýn
í hugarheim höfundanna.
Lesendur geta gengið um
bókina eins og hverja aðra
sýningu; staldrað við hjá einu
verki, gripið niður í annað,
fetað ókunna slóð …
Bókin er sameiginlegt
verkefni útskriftarnema í
meistaranámi í ritlist og
nemenda í meistaranámi í
hagnýtri ritstjórn og útgáfu
við Háskóla Íslands. Umsjón
með verkefninu hafði Guðrún
Sigfúsdóttir.
242 bls.
Blekfjelagið
ISBN 978 9979 72 346 2
Leiðb.verð: 2.999 kr. Kilja
Hvítir múrar
borgarinnar
Einar Leif Nielsen
Í borg framtíðarinnar er allt
falt fyrir rétt verð. Hverfi
eru girt af með veggjum
til að verja borgarana fyrir
hvor öðrum og mismunandi
stéttir aðskildar. Þeir sem
standa ekki við skuldbind-
ingar sínar er vísað úr borg-
inni eða jafnvel teknir af lífi.
Lex Absque er starfsmaður
Vegarins sem innheimtir
skuldir fyrir stórfyrirtækið
Mammon. Eina kvöldstund
verður á vegi hans mál sem
tengist einum af valda-
mestu mönnum samfélags-
ins. Hann er sendur í eitt