Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 150
148
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Litgreining og stíll
Hvað klæðir þig best?
Heiðar Jónsson
Laðaðu fram þínar bestu
hliðar. Litgreindu þig með
bókinni og lærðu að nýta
þá liti sem undirstrika ljóma
þinn og fegurð en forðast þá
liti sem draga fram þreytu- og
öldrunarmerki.
Finndu út hvað hentar þér
best í fatnaði, förðun og fylgi-
hlutum.
Litakortið þitt fylgir!
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-32-3
Litla bókin um
Íslendinga
Das kleine Buch über die
Isländer
Le petit livre des Islandais
Alda Sigmundsdóttir
Myndskr.: Megan Herbert
Þýð.: Alexander Schwarz og
Henrý Kiljan Albansson
Þessi sniðuga bók geymir
stutta kafla um háttalag og
sérkenni Íslendinga, óskrifað-
ar reglur og hefðir sem hafa
skapast í kringum ýmis tilefni.
Reynt er að útskýra nætur-
lífið í Reykjavík, af hverju
smábörn sofa úti í vagni í
öllum veðrum, óstundvísi Ís-
lendinga og starfsheiti í síma-
skránni, svo fátt sé nefnt. Höf-
undurinn ólst að mestu leyti
upp erlendis og sér því land
og þjóð með „gests augum“.
Á þýsku og frönsku.
110 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2218-7/-9979-
2-2219-4
Litróf kennsluaðferð-
anna
Ingvar Sigurgeirsson
Handbók um helstu kennslu-
aðferðir, ætluð kennurum og
kennaraefnum. Gefið er yfirlit
um tugi kennsluaðferða og
leiðbeint um beitingu þeirra.
Í þessari nýju útgáfu hefur
efnið verið endurskoðað,
aukið og uppfært, m.a. með
hliðsjón af hinni hröðu þróun
í upplýsingatækni frá fyrstu
útgáfu bókarinnar.
231 bls.
IÐNÚ bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-325-5 Kilja
Lífið og vinnan
Að leggja sál sína í vinnuna
Samant.: Helen Exley
Myndskr.: Angela Kerr
Þetta ágæta tilvitnanasafn
fjallar um þá grunnstoð lífs
þíns sem felst í vinnunni.
„Veldu þér starf sem þú hefur
unun af og þá þarftu ekki að
vinna neitt það sem eftir er,“
segir Konfúsíus. Og eftir Clive
Benton er haft að sigurvegar-
arnir séu þeir sem helgi sig
starfi sínu af lífi og sál.
80 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 978-9935-421-25-8
Leiðb.verð: 1.490 kr.
Lífsfylling
Nám á fullorðinsárum
Kristín Aðalsteinsdóttir
Í bókinni er gerð grein fyrir
því hvað nám felur í sér, rakin
söguleg þróun náms á full-
orðinsárum og fjallað um
kenningar fræðimanna um
námsleiðir sem henta full-
orðnu fólki. Gerð er grein fyrir
hlutverki kennara, kennslu og
námskenningum sem geta
verið lykill að farsælu námi
og fjallað um áhugahvötina
og tilfinningar sem geta ráðið
því hve mikið úthald og örv-
un fólk hefur til að láta hug-
myndir sínar eða verk verða
að veruleika. Í bókinni segja
konur og karlar, sem lokið
hafa meistaranámi í mennt-
unarfræði í háskólum, hér á
landi eða erlendis, frá reynslu
sinni af náminu; áhugahvöt-
inni, kennslunni og leiðsögn-
inni sem þau fengu, hvernig
þeim leið á meðan á náminu
stóð og hvaða ávinning þau
höfðu af náminu.
196 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-437-10-5
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Lykilorð 2014
Orð Guðs fyrir hvern dag
Lykilorð hafa komið út árlega
á íslensku síðan 2006. Í bók-
inni eru tvö biblíuvers fyrir
hvern dag auk sálmavers eða
fleygs orðs, sem bæn eða til
frekari íhugunar. Lykilorð er
bók fyrir þá sem vilja leita
leiðsagnar Biblíunnar inn í
líf sitt.
144 bls.
Lífsmótun
ISSN 1670-7141
Leiðb.verð: 1.490 kr. Kilja