Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 139
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3 Fræði og bækur almenns efnis
137
Hlutafélagaréttur
Stefán Már Stefánsson
Ný, viðamikil bók um öll
helstu álitamál hlutafélaga-
réttarins; stofnun, skráningu,
hluti, breytingar á hlutafé og
sjóðum, stjórnkerfi, endur-
skoðun og ársreikninga,
samruna o.fl.
552 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-313-3
Hugsjónir, fjármál og
pólitík
Saga Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis í sjötíu og sjö ár.
Árni H. Kristjánsson
Saga SPRON er saga vax-
andi veldis, velgengni og
að síðustu umdeildra enda-
loka eftir fjármálakreppuna
miklu sem skók Ísland og
umheiminn. Í þessari bók er
saga sparisjóðsins rakin í máli
og myndum og ljósi varpað á
samfélagið á hverjum tíma
með efnahagsmál í forgrunni.
Byggt er á mörgum heimild-
um sem ekki hafa verið nýttar
áður. Verkið varpar nýju ljósi á
fjármálasögu Íslands og mun
vafalítið vekja umtal.
414 bls.
Sögufélag
ISBN 978-9979-9902-8-4
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Hugur 24
Tímarit um heimspeki
Ritstj.: Henry Alexander
Henrysson
Þema Hugar er að þessu
sinni heimspeki nítjándu
aldar. Eru sex greinar helg-
aðar því og fjalla þær um
heimspeki Schopenhauers,
J. S. Mills, Herberts Spencers,
R. H. Lotze, Kierkegaards
og Brynjólfs Jónssonar frá
Minna-Núpi. Í tímaritinu er
einnig að finna viðtal við
Mikael M. Karlsson, prófessor
í heimspeki við HÍ, auk nokk-
urra frumsaminna greina og
þýðinga á sígildum heim-
spekitextum.
238 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-984-0
Leiðb.verð: 4.200 kr. Kilja
Uppheimar | Vesturgötu 45 | 300 Akranes | 511 2450
uppheimar@uppheimar.is | www.uppheimar.is
Saga
sem kemur okkur
öllum við
Hér birtist í tveimur bindum saga Faxaflóahafna en til þeirra teljast
Reykja víkurhöfn, Akraneshöfn, Borgarneshöfn og Grundartangahöfn.
Rit ið nær enn fremur til sögu eldri hafna á svæðinu allt frá upphafi
Íslands byggðar. Þar má nefna Hvítárvelli í Borgarfirði, hafnir í Hval
firði, Straum fjörð á Mýrum og Þerneyjarsund. Saga hafnanna er
verðugt viðfangsefni sem varðar sjálfar undirstöður samfélagsins
og hvernig hafnir og starf semin við þær hafa mótað bæjarfélögin.
Í þessu verki gerir höfundurinn, Guð jón Friðriksson, þessari merku
sögu skil með þeim hætti sem hann hefur getið sér frægðar fyrir í
fyrri verkum.
Tilefni söguritunarinnar er að öld er liðin frá því að hin mikla hafnar
gerð hófst í Reykjavík. Hún var á þeim tíma umsvifamesta og fjár
frek asta framkvæmd Íslandssögunnar. Frá því að hafnargerðinni
lauk 1917 hefur höfnin verið lífæð höfuðborgarinnar og líklega átt
stærstan þátt í því mikla forskoti sem Reykjavík náði umfram aðra
kaup staði á landinu á flestum sviðum.
Hafnir og hafnarsvæði hafa um langan tíma verið burðarásinn í at
vinnu lífi flestra þéttbýlisstaða á Íslandi, grundvöllur fiskveiða, við
skipta, iðnaðar og samgangna. Saga hafna og tengdrar starfsemi er
því órjúfanlegur þáttur í lífi og sögu eyþjóðar.
Myndefni er ríkulegt og eykur enn gildi bókanna, enda gersemar
margar þar að finna.