Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 138
136
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Hársnyrting
Undirstöðuatriði
Pivot Point
Þýð.: Margrét Ísdal, Þórdís
Eiríksdóttir og Jóna Dóra
Óskarsdóttir
Með útkomu þessarar bókar
er draumurinn um kennslu-
bók í hársnyrtingu á íslensku
loksins orðinn að veruleika.
Um er að ræða rit um undir-
stöðuatriði hársnyrtingar
sem er ætlað að vera lykill að
velgengni fagmanns í starfi.
Bókin er gefin út í samstarfi
við Pivot Point og skiptist í
tvo meginhluta. Í þeim fyrri er
fjallað um fræðilegan grund-
völl hársnyrtingar, s.s. um
vistfræði stofunnar, líffæra-
og lífeðlisfræði, efnafræði og
stofurekstur, en í þeim síðari
um hárþjónustu. Má þar m.a.
nefna kafla um hárfræði, stíl-
mótun, klippingu, hárkollur,
hárlitun o.fl. Fjöldi ljósmynda
og skýringarteikninga prýðir
bókina, sem ætti ekki ein-
ungis að gagnast þeim sem
hyggja á nám í hársnyrtingu
heldur öllum þeim sem láta
sig fagið varða.
514 bls.
IÐNÚ bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-314-9 Kilja
Heilsubók Jóhönnu
Jóhanna Vilhjálmsdóttir
Sannkölluð fróðleiksnáma
um mataræði, sjúkdóma og
betra líf. Metsölubók!
344 bls.
Veröld
ISBN 978-9935-440-48-8 Kilja
Heilsujurtabiblían
Jade Britton
Þýð.: Nanna Gunnarsdóttir
Fróðleg bók um lækninga-
mátt jurtanna og hvernig
þær geta bætt heilsu okkar
og vellíðan. Margar þeirra
má nota gegn ótal kvillum,
m.a. kvefi, húðvandamálum,
magakveisu, streitu og svefn-
leysi.
224 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-087-3 Kilja
Heimspekibókin
Ýmsir höfundar
Þýð.: Egill Arnarson
Öldum saman hafa menn
spurt stórra spurninga um
lífið og tilveruna – og heim-
spekingar gefið svör sem
enn hafa áhrif á heiminn.
Heimspekibókin saman-
stendur af hnitmiðuðum
greinum á aðgengilegu máli
um kenningar helstu hugs-
uða heimspekisögunnar. Í
bókinni er einnig að finna
skýringarmyndir þar sem
flóknar kenningar eru settar
fram skref fyrir skref og til-
vitnanir sem fanga kjarnann
í hugsun spekinganna. Hvort
sem þú ert fróðleiksfús byrj-
andi, áhugasamur nemi eða
ráðsettur fræðimaður býður
þessi bók upp á feiknin öll af
andlegu fóðri.
352 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3366-1
Hin sanna náttúra
Friðsælt hugleiðsluferðalag
um náttúru Íslands
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Útskýringar með ljósmynd-
um á mismunandi hug-
leiðsluaðferðum Kundalini
jóga eftir forskrift Yogi Bhaj-
an. Hugleitt er á fallegum
stöðum úti í náttúrunni víða
um land. Fáanleg bæði á ís-
lensku og ensku.
160 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-096-5 Kilja
jóla-
bækurnar
eru í nettó