Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 160
158
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Saga hönnunar
frá Egyptum til vorra daga
Ásdís Jóelsdóttir
Hér gefst lesandanum
tækifæri til að öðlast góða
heildarsýn yfir sögu fatnaðar,
bygginga og húsgagna frá
tímum Egypta fram til dags-
ins í dag ásamt stuttu yfirliti
yfir myndlist. Saga hönnunar
er mikilvæg til að geta skoð-
að og skilið þróun samfélags-
ins í fortíð, nútíð og framtíð.
302 bls.
IÐNÚ bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-332-3 Kilja
Sagan af Guðrúnu
Ketilsdóttur
Einsögurannsókn á ævi 18.
aldar vinnukonu
Ritstj.: Guðný Hallgrímsdóttir
Sagan sem sögð er í þessari
bók byggist meðal annars á
sjálfsævisögubroti sem varð-
veist hefur og ber titilinn Ævi
saga Guðrúnar Ketilsdóttur.
Guðrún fæddist árið 1759 og
er saga hennar líklega elsta
varðveitta sjálfsævisaga ís-
lenskrar alþýðukonu – vinnu-
konu frá 18. öld. Í sögunni
fjallar Guðrún á opinskáan
hátt um líf sitt í Eyjafirði og
erfitt hjónaband með ótrúum
eiginmanni. Frásögnin er full
af einlægum og litskrúðug-
um lýsingum af mönnum og
málefnum. Í bókinni er fjallað
um líf hennar og afar þrönga
stéttarstöðu og hvernig hún
nær að hasla sér völl í erfiðu
árferði móðuharðindanna.
Döpur endalok ævi hennar
draga fram hið harmsögu-
lega í lífi þúsunda Íslendinga
á þessum tíma.
150 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-23-019-5
Leiðb.verð: 4.500 kr. Kilja
Sauðfjárrækt á Íslandi
Ritstj.: Ragnhildur
Sigurðardóttur
Öflug sauðfjárrækt er stund-
uð á Íslandi og margvísleg
nýsköpun henni tengd. Þrátt
fyrir að fjárbúskapur eigi sér
langa sögu sem mikilvæg
atvinnugrein, er það ekki fyrr
en með þessari bók að gefið
er út alhliða fræðslurit um
sauðfjárrækt á Íslandi.
Bókin er fróðleiksbrunnur
öllum þeim sem áhuga hafa
á atvinnusögu Íslands og
tengslum sauðfjár við ís-
lenska menningu.
298 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-92-6
Siglingafræði
Að sigla er nauðsyn
Guðjón Ármann Eyjólfsson
Fjallað er m.a um grund-
vallaratriði siglingafræðinnar,
sjókort, seguláttavita, gýró-
áttavita og rafræna áttavita.
Áhersla er lögð á skýringa-
myndir og kynningu á haf-
fræði og hafinu umhverfis
Ísland, Norður-Íshafinu og
nálægum hafsvæðum.
Bókin er ætluð til kennslu
í skipstjórnarnámi og sem
handbók fyrir starfandi
skipstjórnarmenn, einnig
öllum öðrum til fróðleiks og
skemmtunar.
480 bls.
Siglingastofnun Íslands/
Samgöngustofa
ISBN 9789979979296
Skagfirskar
skemmtisögur 3
Enn meira fjör!
Björn Jóhann Björnsson
Gamansemi Skagfirðinga er
óþrjótandi sagnabrunnur.
Hér eru óborganlegar sögur
af m.a. af Bjarna Har, Halla í
Enni, Friðriki á Svaðastöðum,
Dúdda á Skörðugili, Bjarna
Marons, Pálma Rögnvalds og
Álftagerðisbræðrum og sveit-
ungum þeirra. Einnig af Jóni
Drangeyjarjarli, Birni í Bæ,
Ýtu-Kela, Binna Júlla, Jóhanni
í Kúskerpi, Marka-Leifa, Sigga
í Vík, Gunna Rögnvalds, Siggu
á Eyrarlandi og fyndnum
Fljótamönnum.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-41-5 Kilja
Trix og mix frá Fröken Fix
Skapaðu þinn
heimilisstíl
Sesselja Thorberg
Fröken Fix hefur bæði í sjón-
varpinu og í eigin persónu
ráðlagt fjölda fólks í mörg ár
um hvernig á að gera heimilið
bæði vistlegt og smekklegt. Í
þessari bráðskemmtilegu og
litríku bók fer hún yfir nokkra
megindrætti í hugmyndum
sínum. Þetta er bók sem er
svo sannarlega ómissandi á
hvert heimili!
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-31-6 Kilja