Bókatíðindi - 01.12.2013, Blaðsíða 124
122
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Að finna hamingjuna
10 leiðir að hamingjuríku lífi
Barbara Berger
Þýð.: Vilborg Davíðsdóttir
Hér er velt upp áleitnum
spurningum um hamingju-
leitina og bent á 10 leiðir að
betra lífi. Í hverju felst ham-
ingjan sem við erum öll að
leita að og hvernig er hægt
að höndla hana?
244 bls.
Salka
ISBN 978-9935-418-21-0 Kilja
Að velja gleði
Kay Pollak
Þýð.: Draumey Aradóttir
Vilt þú gleðiríkara líf? Í bók-
inni Að velja gleði kennir Kay
Pollak þér að velja gleðina.
Bókin er sérlega auðlesin
og áhrifarík fyrir þá sem finna
að þeir vilja komast lengra
með sjálfa sig – og líf sitt
og tilveru. Vegna uppbygg-
ingar bókarinnar hentar hún
bæði þeim sem eru að leggja
af stað í átt að sínum innra
þroska stíg og líka þeim sem
eru komnir spölkorn áleiðis.
215 bls.
Draumsýn ehf.
ISBN 978-9935-444-36-3
Leiðb.verð: 2.699 kr. Kilja
Að öðlast styrk
Þrautseigja og hugrekki
Samant.: Helen Exley
Myndskr.: Angela Kerr
Styrkur manns felst ekki í
líkamsburðum, heldur óbug-
andi vilja, sagði Gandhi. Þetta
safn uppörvandi tilvitnana
hvetur okkur til þrautseigju
og til að muna, þegar á móti
blæs, að ör er sterkara en
óskaddað hörund, og gera
okkur grein fyrir styrk okkar
og halda ótrauð áfram.
80 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 978-9935-421-24-1
Leiðb.verð: 1.490 kr.
Af jörðu
Íslensk torfhús
Hjörleifur Stefánsson
Fyrsta heildaryfirlit um sögu
íslenskra torfhúsa, bygg-
ingartækni þeirra og sam-
svaranir við torfbyggingar í
öðrum löndum. Torfhúsin eru
eitt helsta framlag Íslendinga
til heimsmenningarinnar og
varðveisla þeirra er verkefni
okkar allra. Bókin er ríkulega
myndskreytt með ljósmynd-
um og teikningum.
320 bls.
Crymogea
ISBN 978-9935-420-23-7
Almanak HÍ 2014
Ritstj.: Þorsteinn Sæmundsson
og Gunnlaugur Björnsson
Auk dagatalsins flytur alman-
akið margvíslegar upplýs-
ingar, svo sem um sjávarföll
og gang himintungla. Lýst er
helstu fyrirbærum á himni,
sem frá Íslandi sjást. Í alman-
akinu eru stjörnukort, kort
sem sýnir áttavitastefnur á Ís-
landi og kort sem sýnir tíma-
belti heimsins. Þar er að finna
yfirlit um hnetti himingeims-
ins, mælieiningar, veðurfar,
stærð og mannfjölda allra
sjálfstæðra ríkja og tímann
í höfuðborgum þeirra. Loks
eru í almanakinu upplýsingar
um helstu merkisdaga fjögur
ár fram í tímann.
96 bls.
Háskólaútgáfan
ISSN 1022-8527
Leiðb.verð: 2.490 kr. Kilja
Almanak Þjóðvina-
félagsins 2014
Ritstj.: Þorsteinn
Sæmundsson, Gunnlaugur
Björnsson og Jón Árni
Friðriksson
Almanak Þjóðvinafélagsins
er aðgengileg handbók um
íslensk málefni. Í almanakinu
sjálfu er m.a. að finna dagatal
með upplýsingum um gang
himintungla, messur kirkju-
ársins, sjávarföll, hnattstöðu
Íslands o.fl. Í Árbók Íslands
er fróðleikur um árferði,
atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit
Íslandsmóta, náttúruhamfar-
ir, slys, mannslát, verklegar
framkvæmdir, vísitölur, verð-
lag og margt fleira.
204 bls.
Háskólaútgáfan
ISSN 1670-2247
Leiðb.verð: 2.490 kr. Kilja