Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 178
176
Útivist, íþróttir og tómstundir B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Ferðakort – 1:500 000
Ísland
Vandað heildarkort af land-
inu með hæðarskyggingu.
Nýjustu upplýsingar um vegi
landsins, vegalengdir og
veganúmer, auk mikilvægra
upplýsinga um ferðaþjón-
ustu, s.s. bensínafgreiðslur,
gististaði, sundlaugar, söfn,
golfvelli og fleira. Kortinu
fylgir nafnaskrá með yfir
3.000 örnefnum.
Ferðakort
ISBN 978-9979-67-317-0
Flottu fótboltabækurnar
Ísland – Karlalands-
liðið í fótbolta
Illugi Jökulsson
Íslenska fótboltalandsliðið
hefur svo sannarlega slegið
í gegn og í þessari líflegu og
læsilegu bók er sagan rakin
og athyglinni þó sérstaklega
beint að árangrinum í undan-
keppni HM sem fram fer í
Brasilíu á næsta ári. Hér er
sagt frá hetjum eins og Ás-
geiri og Arnóri, en líka Eiði
Smára, Gylfa, Kolbeini og
Aroni. Bók fyrir fólk á öllum
aldri, sem kann að meta blá-
klæddu hetjurnar!
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-39-2
Ísland – Vegaatlas
Í Vegaatlasinum eru auk
venjulegra korta á 50 blað-
síðum ýmis þemakort, s.s. um
gististaði, tjaldsvæði, söfn,
sundlaugar og golfvelli. Þá
er í bókinni ítarleg nafnaskrá
með yfir 15.000 örnefnum.
Sérstaða bókarinnar felst
meðal annars í skemmtilegu
formi hennar, opin er hún 60
cm en samanbrotin aðeins 16
x 31 cm og því handhæg í bíl-
inn, auk þess að vera í vand-
aðri öskju. Mælikv.: 1:200 000.
Tungumál: íslenska, enska,
þýska og franska.
82 bls.
Ferðakort
ISBN 978-9979-67-316-3 Kilja
Kaldir dagar
vettlingabók
Ólöf Engilbertsdóttir
Hér er komin prjónabók með
vettlingauppskriftum sem
henta jafnt byrjendum sem
lengra komnum. Í bókinni er
allt frá smábarnavettlingum
upp í stóra karlmannsvett-
linga. Skýrar myndir eru af
öllum vettlingum og munst-
urteikning fyrir hverja stærð.
96 bls.
Ólöf Engilbertsdóttir
ISBN 978-9979-72-298-4
Leiðb.verð: 3.999 kr.
Litríkar lykkjur
úr garðinum
Arne Nerjordet og Carlos
Zachrison
Þýð.: María Þorgeirsdóttir
Höfundarnir, Arne og Carlos,
sækja innblástur í garðinn
sinn að þessu sinni. Blóm og
fiðrildi breytast í nálapúða,
hitaplatta, sessur og fleira.
jólabækurnar
eru í nettó