Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 170
168
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Vatnið
í náttúru Íslands
Guðmundur Páll Ólafsson
Vatnið er síðasta bókin í hinni
miklu ritröð Guðmundar Páls
Ólafssonar um náttúru Ís-
lands sem hófst með bók
hans um fuglana. Hér nálgast
hann efnið sem fyrr frá ótal
hliðum: líffræði, heimspeki,
skáldskap, alþýðuspeki, trúar-
brögðum, náttúruvernd – og
stórkostlegum ljósmyndum.
Vatnið er undirstaða lífsins
á Jörðinni og sá sem skoðar
þessa bók áttar sig á því hvers
virði það er okkur mannfólk-
inu í raun og veru.
448 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3416-3
Veftímarit 2012 I og II
Ritstj.: Gunnar H. Kristinsson
o.fl.
Safn greina sem birtust í
veftímariti Stofnunar stjórn-
sýslufræða- og stjórnmála á
síðastliðnu ári.
822 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-993-2
Leiðb.verð: 5.900 kr. Kilja
Vegleiðsla til talna-
listarinnar
Kristín Bjarnadóttir
Vegleiðsla til talnalistarinnar
geymir þrettán greinar um
íslenskar kennslubækur í
reikningi. Greinarnar voru rit-
aðar á árabilinu 2004–2013.
Fyrsta heildstæða íslenska
reikningsbókin var gefin út
1780 en frá um 1870 tók hver
reikningsbókin við af annarri,
hægt í fyrstu en með vaxandi
þunga í upphafi tuttugustu
aldar. Öldur alþjóðlegrar
hreyfingar um „nýja stærð-
fræði“ bárust uppúr 1960.
Í hönd fóru væntingar um
betri kennslu og meiri skiln-
ing. Margir hrifust með og
meira námsefni var samið en
nokkru sinni fyrr. Árangurinn
varð ekki sá sem vænst var.
Voru kenningarnar gallaðar
eða kennarar, foreldrar og
almenningur of íhaldssöm?
Ástæður þess eru greindar en
einnig jákvæðar afleiðingar
þróunarstarfsins.
292 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-23-014-0
Leiðb.verð: 4.500 kr. Kilja
Veikburða Hæstiréttur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Hér gagnrýnir Jón Steinar
Gunnlaugsson, fyrrverandi
hæstaréttardómari, Hæsta-
rétt, starfshætti hans, skipan
dómara, álag á dóminn og
hversu mikið dómurinn reiðir
sig á varadómara og fleira.
Áhugaverð bók sem þegar
hefur haft mikil áhrif.
96 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9789935426628 Kilja
Verkfæri tréiðngreina
Þýð.: Erling R. Erlingsson
Í bókinni er fjallað um verk-
færi og staðbundnar vélar,
sem algengar eru meðal tré-
smiða, en jafnframt um áhöld
og tæki sem dúk- og gólf-
lagningamenn nota almennt
við vinnu sína. Í bókinni er
því m.a. lýst hvernig nota
skuli verkfærin og vélarnar
og hvaða verkum þau henta
best, en einnig er fjallað um
rétta stillingu þeirra, viðhald,
gæði og öryggismál.
204 bls.
IÐNÚ bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-329-3 Kilja
Vinátta 365
Hugnæmar tilvitnanir fyrir
hvern dag ársins
Samant.: Helen Exley
Myndskr.: Juliette Clarke
Hér er að finna 365 hug-
næmar, skemmtilegar og
fallegar tilvitnanir, eina fyrir
hvern dag ársins. Öllum fylgir
smekkleg skreyting. Þetta
er óvenjuleg og falleg gjöf
handa góðum vini.
Bókina má nota frá fyrsta
degi, sama hver dagurinn er,
og hún endist ár eftir ár.
368 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 978-9935-421-32-6
Leiðb.verð: 3.490 kr.
jóla-
bækurnar
eru í nettó