Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 179
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3 Útivist, íþróttir og tómstundir
177
Mýs og býflugur verða að
prjónuðum leikföngum og
garðablómin birtast sem
púðar og teppi. Einstaklega
falleg bók fyrir hannyrðafólk
og aðra fagurkera, byrjendur
sem lengra komna.
136 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2211-8
Flottu fótboltabækurnar
Liverpool
Illugi Jökulsson
Þrátt fyrir misjafnt gengi
síðustu tvo áratugi eiga fá
fótboltafélög í heimi glæstari
sögu en Liverpool. Í fram-
haldi af vinsælum bókum um
Real Madrid, Barcelona og
Man. United kemur hér bók
um stórveldið, sem virðist
nú vera að vakna á ný. Flottar
myndir, læsilegur texti, mikill
fróðleikur, beint í mark!
64 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-40-8
María – heklbók
Tinna Þórudóttir Þorvaldar
Myndir: Ingibjörg Birgisdóttir
og Lilja Birgisdóttir
Fyrri bók höfundar, Þóra
heklbók, er sívinsæl. Hér eru
nýjar uppskriftir og ítarlegur
tæknikafli með helstu að-
ferðum við hekl. 25 glænýjar,
spennandi uppskriftir – fyrir
reynda sem óreynda.
128 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-102-3
Ferðakort 3 – 1:250 000
Norðausturland
Vandað ferðakort með
hæðarskyggingu og 50
metra hæðarlínubili, unnið
eftir nýjum stafrænum
kortagögnum. Kortið er með
nýjustu upplýsingum um
vegi landsins, vegalengdir
og veganúmer, auk mikil-
vægra upplýsinga um ferða-
þjónustu.
Ferðakort
ISBN 978-9979-67-320-0
Ferðakort 1 – 1:250 000
Norðvesturland
Vandað ferðakort með
hæðarskyggingu og 50
metra hæðarlínubili, unnið
eftir nýjum stafrænum
kortagögnum. Kortið er með
nýjustu upplýsingum um
vegi landsins, vegalengdir
og veganúmer, auk mikil-
vægra upplýsinga um ferða-
þjónustu.
Ferðakort
ISBN 978-9979-67-318-7
Prjónabiblían
Gréta Sörensen
Myndir: Helgi Hrafn
Kormáksson og Anna Gyða
Gunnlaugsdóttir
Myndskr.: Anna Cynthia
Leplar
Einstök íslensk uppfletti-
bók um prjóntækni og um
leið hugmyndabanki fyrir
munsturgerð og prjóna-
hönnun, bæði fyrir byrj-
endur og lengra komna. Eitt
hundrað útprjónsmunstur
eru í bókinni og ítarlega farið
yfir öll grunnatriði í prjóni.
Fjölmargar skýringarmyndir
og ljósmyndir prýða bókina.
Ómissandi grundvallarrit fyrir
alla sem prjóna.
272 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2246-0
Prjónadagar 2014
Prjónauppskriftir og dagatal
Kristín Harðardóttir
Falleg bók með fjölbreyttum
uppskriftum, einni fyrir hvern
mánuð. T.d. er uppskrift af
prjónuðum poka fyrir unga-
börn og mjög auðvelt heklað
sjal. Þetta er sjötta prjónabók
Kristínar. Fyrri bækur hennar
hafa verið mjög vinsælar
og eru þekktar fyrir að vera
vandaðar og að gott sé fara
eftir þeim.
28 bls.
Tölvusýsl
ISBN 978-9979-72-437-7
Leiðb.verð: 1290 kr.