Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 167
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3 Fræði og bækur almenns efnis
165
Þýð.: Karl Emil Gunnarsson
Flestir eyða miklum tíma í að
reyna að rifja eitthvað upp og
þannig var Joshua Foer einn-
ig farið þegar hann ákvað að
komast að því hvaða árangri
hann gæti náð ef hann ein-
setti sér að þjálfa minni sitt.
Eftir aðeins eins árs rann-
sóknir og æfingar varð hann
„minnismeistari Bandaríkj-
anna“. Spennandi, stórfróð-
leg og skemmtileg frásögn
af þeirri vegferð og jafnframt
leiðsögn um listina að bæta
minnið. „… alveg frábær, ein
áhugaverðasta bókin sem ég
hef lesið í sumar,“ sagði Bill
Gates um bókina.
302 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2213-2
Óbundin
Tímarit um mennta-
rannsóknir
9. árgangur
Ritstj.: Gretar L. Marinósson
Efni ritsins er fjölbreytt að
vanda. Höfundar greina, sem
allar eru ritrýndar, kynna nýtt
framlag til þekkingar, hver á
sínu fræðasviði sem tengjast
menntun í víðum skilningi.
Greinarnar sýna þá fjöl-
breytni sem nú er í mennta-
rannsóknum.
181 bls.
Háskólaútgáfan
ISSN 1670-5548
Leiðb.verð: 2.500 kr. Kilja
Tíminn minn
Björg Þórhallsdóttir
Farðu vel með tímann þinn.
Afar falleg dagbók fyrir árið
2014, myndskreytt af Björgu
Þórhallsdóttur, sem er nú
orðin ein eftirsóttasta lista-
konan í Noregi.
160 bls.
Bókafélagið (BF-útgáfa)
ISBN 978-9935-426-85-7
Tískubókin
Útlit er ímynd
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir
Myndskr.: Elsa Nielsen
Myndir: Gunnar Sverrisson
Ritstj.: Halla Bára Gestsdóttir
Bók fyrir allar konur; dætur,
mömmur og ömmur! Lögð er
áhersla á að konur finni sinn
eigin stíl sem hentar þeim og
skapar vellíðan. Hér er skrifað
á léttum nótum en gefnar
alvöru leiðbeiningar og ráð
sem virka.
144 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-111-5
Uppheimar | Vesturgötu 45 | 300 Akranes | 511 2450
uppheimar@uppheimar.is | www.uppheimar.is
GRUNDVALLAR RIT
UM SAUÐFJÁRRÆKT
Sauðfjárrækt
á ÍSlandi
Sauðfjárrækt byggir á aldagömlum merg og hefur verið samofin lífi Ís
lendinga frá öndverðu. Með því að nýta nánast allt sem sauðkindin gefur
af sér hefur þjóðin lifað af margháttaða erfiðleika. Öflug sauð fjár rækt er
stunduð á Íslandi og margvísleg nýsköpun henni tengd. Þrátt fyrir að fjár
búskapur eigi sér langa sögu sem mikilvæg at vinnu grein, er það ekki fyrr
en með þessari bók að gefið er út al hliða fræðslurit um sauðfjárrækt á
Ís landi.
Sauðfjárrækt á Íslandi nýtist bæði starfandi bændum og öðru áhuga
fólki um sauðfé, sem og nemendum í búfræði, búvísindum og á nám
skeið um um sauðfjárrækt. Bókin er fróðleiksbrunnur öllum þeim sem
áhuga hafa á atvinnusögu Íslands og tengslum sauðfjár við íslenska
menn ingu. Ritið er aðgengilegt og prýtt fjölda ljós og skýringar mynda.
Höfundar eru:
Árni Brynjar Bragason, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Emma Eyþórs dóttir,
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Guðmundur Hallgrímsson, Jóhannes Svein
björnsson, Jón Viðar Jónmundsson, Ólafur R. Dýr mundsson, Sigurður
Þór Guðmundsson og Svanur Guðmunds son. Ragnhildur Sigurðardóttir
ritstýrði.