Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 168
166
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Tónlist … er tónlist:
Greinar 1999 – 2012
Arnar Eggert Thoroddsen
Arnar Eggert Thoroddsen
hefur um langt árabil verið
einn mikilvirkasti tónlistar-
blaðamaður landsins. Í Morg-
unblaðinu hefur hann fjallað
kerfisbundið um íslenska
jafnt sem erlenda tónlistar-
menningu, í pistlum, við-
tölum, gagnrýni og úttektum
ýmiskonar. Hér er saman-
komið úrval greina frá ára-
bilinu 1999 – 2012 en þessi
fyrsti áratugur nýrrar aldar
hefur reynst mikill umbrota-
tími í íslenskri dægurtónlist.
Ástríða Arnars fyrir umfjöllun-
arefninu er tilfinnanleg, stíll
hans snarpur og kímileitur,
fullur eldmóðs en um leið
fræðandi og áleitinn.Hér er á
ferðinni einstök heimild um
tónlistarmenningu á Íslandi,
frá manni sem hefur mundað
pennann í fremstu víglínu í
meira en áratug.
346 bls.
A.M.
Dreifing: Kongó ehf.
ISBN 978-9979-72-250-2
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
Um kvikmyndalistina
Rudolf Arnheim
Er kvikmyndagerð listgrein
eða afþreying? Eru sumar
kvikmyndir list en aðrar ekki?
Sígild greining á eðli kvik-
myndarinnar og möguleikum
hennar.
Björn Ægir Norðfjörð þýddi
og ritaði inngang.
267 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-310-2
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Uppsala-Edda
Handritið DG 11 4to
Ritstj.: Heimir Pálsson
Edda er til í nokkrum handrit-
um og er eitt þeirra varðveitt
í Uppsölum í Svíþjóð. Það
handrit, sem eignar Snorra
Sturlusyni Eddu, hefur Heimir
Pálsson rannsakað um árabil.
Þessi bók geymir afrakstur-
inn, ítarlegan inngang að
verki Snorra þar sem Heimir
kemur víða við, og texta Upp-
sala-Eddu í heild sinni með
vönduðum skýringum.
Bókin er gefin út af Opnu
í samstarfi við Snorrastofu í
Reykholti.
392 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-054-2
Útkall
Sonur þinn er á lífi
Óttar Sveinsson
Útkallsbækur Óttars Sveins-
sonar hafa nú verið eitt
vinsælasta lesefni Íslendinga
20 ár í röð. Í þessari bók er
fjallað um magnaða björgun
á Langjökli árið 2010 þegar
mæðgin féllu niður í sprungu
og festust á dýpi sem svarar
til átta hæða húss. Björgun-
armenn síga niður í ótrúlega
þrönga sprunguna þar sem
þeir verða að athafna sig á
hvolfi og í andnauð. Hér er
einnig saga tólf íslenskra
síldveiðisjómanna sem höfðu
verið hátt í viku í björgunar-
bátum í Norður-Íshafi þegar
fólk í landi fór loks að sakna
þeirra. Ótrúleg saga sem varð
upphafið að Tilkynninga-
skyldunni.
224 bls.
Útkall ehf.
ISBN 978-9979-9957-9-1
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Vakandi hugur,
vökult hjarta
Thomas Keating
Þýð.: Nína Leósdóttir
Thomas Keating prestur er
einn af upphafsmönnum
Kyrrðarbænahreyfingarinnar
sem er ein aðferð kristinnar
íhugunar.
Hann hefur skrifað fjölda
bóka um kyrrðarbænina og
í þessari bók lýkur höfundur
upp fyrir lesandanum ver-
öld þar sem Guði er ekkert
ómögulegt. Nýjar og ævin-
týralegar víddir opnast…
„því þegar hugur og hjarta
er opið fyrir Guði, sem er
óendanlegur, verður maður
einnig opinn fyrir ótakmörk-
uðum möguleikum.“
Skálholtsútgáfan
ISBN 978-9935-456-14-4
Leiðb.verð: 2.500 kr.