Bókatíðindi - 01.12.2013, Blaðsíða 114
112
Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Við skjótum þig
á morgun, Mister
Magnússon!
Haukur Már Haraldsson
Árið er 1964. Bruce Mitchell,
rúmlega tvítugur Skoti, lendir
á Vestmannaeyjaflugvelli.
Hann ætlar að vinna í Fiskiðj-
unni í þrjá mánuði. Síðan er
liðin hálf öld og hann heitir
nú Mikael Magnússon. Mik
kvæntist í Eyjum, fór á sjóinn,
setti upp leiksýningar, flutti
fréttir á ensku í útvarpinu, var
fréttaritari BBC, starfaði fyrir
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna og á Keflavíkurflugvelli.
Leiðin lá til Afríku og þaðan
til stríðshrjáðrar fyrrum Júgó-
slavíu. Á ævintýralegri veg-
ferð sinni lenti Mik í mörgum
sviptivindinum í starfi og
einkalífi. Tæpitungulaus lif-
andi frásögn af sögulegri ævi.
375 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-109-5
Von
Ævisaga Amal Tamimi
Kristjana Guðbrandsdóttir
Amal Tamimi er fædd og
uppalin í Jerúsalem í Pal-
estínu. Hún var 7 ára þegar
stríðið skall á, 13 ára var hún
fangelsuð af Ísraelsmönnum
vegna grjótkasts, 16 ára var
hún gift. Árið 1995 flúði hún
heimilisofbeldi eiginmanns
síns og fór með börnin sín
fimm til Íslands. Flóttinn
var ævintýralegur og Amal
hræddist um líf sitt. Nafn
Amal merkir von. Von Amal
hefur ávallt verið að komið
sé fram við hana og allar
aðra eins og manneskjur. Af
virðingu og væntumþykju.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935435-22-4
Það góða sem við
viljum
Den goda viljan
Ingmar Bergman
Þýð.: Magnús Ásmundsson
Það góða sem við viljum er
sagan af foreldrum höfund-
arins skrifuð sem kvikmynda-
handrit. Bókin er framhald af
Fanny og Alexander.
240 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9935-430-44-1
Leiðb.verð: 3.900 kr.
Það skelfur
Endurminningar
Ragnar Stefánsson
Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur hefur lengi
verið áberandi í íslensku
þjóðlífi. Í þessari bók rekur
hann fjölskyldusögu sína
sem spannar meira en heila
öld. Þetta er opinská saga
um ást, harm og trygglyndi
en um leið saga um baráttu
fyrir réttlæti og jöfnuði.
Í bókinni lýsir Ragnar upp-
vexti sínum í Reykjavík, fólki
og umhverfi sem urðu áhrifa-
valdar í lífi hans.
Ragnar varð snemma tákn-
gervingur fyrir pólitískt andóf
gegn hersetu Bandaríkjanna
á Íslandi, Víetnamstríðinu, og
fyrir baráttu íslenskrar alþýðu
fyrir bættum kjörum og betra
þjóðfélagi.
Í bókinni er fjallað um
ýmsa þætti þessarar baráttu,
Ertu búin(n) að
finna þína jólabók?