Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 154
152
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Nine Saga Studies
The Critical Interpretation
of the Icelandic Sagas
Ármann Jakobsson
Í þessu greinasafni er fjallað
um margvísleg efni, svo
sem karlmennsku, drauma,
drauga og kennslu í göldr-
um. Leitast er við að skoða
Íslendingasögurnar í nýju
ljósi og leggja áherslu á bæði
móderníska og klassíska um-
fjöllun um mannlegt eðli og
tilfinningar í stað hefðbund-
inna áherslna á uppruna og
höfundareinkenni.
247 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-997-0
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
Norðurslóðasókn
Ísland og tækifærin
Heiðar Guðjónsson
Margir telja að opnun norð-
urslóða muni hafa í för með
sér byltingu í lifnaðarháttum
og lífskjörum Íslendinga.
Heiðar er fjárfestir á alþjóða-
vettvangi, sem hefur lengi
velt þessum málum fyrir sér.
Hann fjallar á eldskarpan og
skýran hátt um möguleikana
á Grænlandi, hlutskipti Ís-
lendinga og efnahagsmál í
mjög víðum skilningi. Ómiss-
andi bók sem veitir nýja inn-
sýn á mörgum sviðum.
233 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-36-1
Nýttu kraftinn
Hugmyndir, ráð og hvatning
fyrir atvinnuleitendur og alla
þá sem leita sér að nýjum
tækifærum
Sigríður Snævarr og María
Björk Óskarsdóttir
Höfundarnir leggja áherslu
á frumkvæði, tengslanet og
vellíðan og aðferðir þeirra
hafa reynst afar árangurs-
ríkar við atvinnuleit eða
þegar staðið er á tímamótum
í lífinu. Bent er á fjölmargar
leiðir við atvinnuleit og farið
ítarlega í ráðningarferlið,
m.a. með sjálfskoðun, styrk-
leikaæfingum, gerð ferilskrár
og kynningarbréfa.
208 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-340-5
Óbundin
Opinber tengsl Íslands
við Sovétríkin/
Rússland 1943–2008
Skjöl
Umsj.: Utanríkisráðuneytið
Í bókinni eru opinber skeyti,
skjöl og samningar sem
varða samskipti Íslands við
Sovétríkin og síðan Rússland.
Verkið er gefið út að tilstuðl-
an utanríkisráðuneytisins í
tilefni af 70 ára afmæli stjórn-
málasambands ríkjanna.
Heimildirnar varpa nýju ljósi
á margt í samskiptum þeirra
og utanríkissögu Íslands frá
seinni heimsstyrjöld til okkar
daga.
474 bls.
Sögufélag
ISBN 978-9979-9902-9-1
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Orð og tunga 15 2013
Ritstj.: Ásta Svavarsdóttir
Nýtt hefti er komið út af
tímaritinu Orð og tunga sem
gefið er út af Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum
fræðum. Þema þessa heftis er
íslenska sem viðfangsmál í ís-
lensk-erlendum orðabókum.
Sjónarmið og aðferðir við
öflun, val og framsetningu
efnisins. Fjórar greinar fjalla
um það viðfangsefni frá
ýmsum hliðum og byggjast
flestar þeirra á erindum sem
haldin voru á málþingi tíma-
ritsins vorið 2012. Auk þess er
í heftinu grein um orðabókar-
störf Konráðs Gíslasonar, tvær
greinar um grunnleitarheiti í
íslensku að fornu og nýju rit-
dómur um íslensk-spænska
orðabók. Loks eru birtar rit-
fregnir um innlend og erlend
rit á sviði tímaritsins og fréttir
af væntanlegum ráðstefnum.
181 bls.
Háskólaútgáfan
ISSN 1022-4610
Leiðb.verð: 3.200 kr. Kilja
jóla-
bækurnar
eru í nettó