Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 158
156
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Ritið: 2013
Ritstj.: Eyja M. Brynjarsdóttir
og Þröstur Helgason
Þema fyrsta heftis ársins er
minni og gleymska. Eftir
stríðsátök 20. aldarinnar, á
tímum upplýsingatækninnar
og fólksflutninga, þurfum
við að muna. En það vekur
líka spurningu um hvað við
kærum okkur um að muna
eða af hverju og hverju við
kjósum helst að gleyma.
Hvað verður um minni þjóðar
eftir stríð, áföll eða kreppu?
Hvers konar úrvinnsla á for-
tíðinni á sér stað eða á sér
ekki stað? Hvert er samband
þjóðar við fortíð sína? Lærir
hún af henni eða vill hún
sælu algleymis svo sagan geti
endurtekið sig?
Þema annars heftis Ritsins
er módernismi og takast
fjórar greinar á við þemað
með ólíkum hætti. Spurt er
hvernig megi afmarka mód-
ernisma frá öðrum tímabilum
og segja sögu hans. Tengsl
stefnunnar við spíritisma og
aðra strauma nútímadul-
speki eru skoðuð og fjallað
um birtingarmyndir hennar á
sviði íslenskrar myndlistar og
bókmennta. Tvær þýðingar
um landfræðilegar rann-
sóknir á módernisma tengj-
ast einnig þema heftisins,
sem og þáttur sex nýrra ljóða
eftir Matthías Johannessen.
Þema þriðja heftis er vald
í ýmsum myndum og sam-
hengi: félagslegt vald, birt-
ingarmyndir og framsetning
valds, valdajafnvægi, valda-
misræmi og hvaðeina sem
málinu tengist.
Ritið birtir jafnframt
greinar um bækur, umræðu-
greinar, þýðingar á erlendum
greinum og myndaþætti.
Allar greinar, nema ritdómar
og umræðugreinar, eru rit-
rýndar.
Aðalritstjórar árið 2013 eru
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
og Þröstur Helgason. Árlega
koma einnig gestaritstjórar
að útgáfunni.
226 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-23-002-7
Leiðb.verð: 3.290 kr. Kilja
Ríkið og rökvísi
stjórnmála
Páll Skúlason
Í þessari nýju bók ræðir
Páll Skúlason spurninguna
hvernig við getummyndað
heilsteypt og gott samfélag.
Hann telur að meginvandi
stjórnmálanna spretti fyrst
og fremst af tilteknum vand-
kvæðum okkar á að mynda
samfélag sem hugsandi
verur, borgarar og einstak-
lingar. Jafnframt má finna í
bókinni skarpa gagnrýni á
hugmyndafræði markaðs-
hyggjunnar, umræðu um
þörfina fyrir nýja stjórnar-
skrá, hvert sé eðli og mark-
mið skattlagningar, hvaða
lífsgildi við ættum að tileinka
okkur, til hvers við höfum
ríki og hvað felst í hugtakinu
réttlæti. Bókin á erindi við alla
sem takast vilja á við verkefni
samtímans á Íslandi.
192 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-23-021-8 Kilja
Saga
Tímarit Sögufélags.
LI: 1 2013 og LI: 2 2013
Ritstj.: Sigrún Pálsdóttir
Tímaritið Saga kemur út
tvisvar á ári, vor og haust.
Efni þess er fjölbreytt og
tengist sögu og menningu
landsins í víðum skilningi.
Þar birtast m.a. greinar, við-
töl og umfjallanir um bækur,
sýningar, heimildamyndir og
kvikmyndir. Ómissandi öllum
þeim sem áhuga hafa á sögu
Íslands. Tekið er við nýjum
áskrifendum hjá Sögufélagi;
nánar á www.sogufelag.is.
244 bls.
Sögufélag
ISSN 0256-8411 Kilja
Saga Alþýðusambands
Íslands
1. Í samtök
2. Til velferðar
Saga ASÍ – án öskju
Saga ASÍ – í öskju
Sumarliði R. Ísleifsson
Hér er í tveimur veglegum
bindum sögð saga ASÍ og
íslenskrar verkalýðsbaráttu
í heila öld. Mikil og vönduð
undirbúningsvinna skilar sér
í metnaðarfullu og glæsilegu
riti um íslenskt samfélag og
sögu, frá fyrstu tilraunum til
stofnunar alþýðusamtaka
gegnum hörð stéttaátök
kreppuáranna, samfélags-
breytingar á eftirstríðsárum
og allt til nútímans. Í bókun-
um er að finna mörg hundruð
myndir sem tengjast íslenskri
verkalýðsbaráttu og alþýðu-
samtökum og er þar margt
afar forvitnilegt að sjá. Einnig
eru í bókinni skýringarmyndir
og töflur sem segja sögu
þróunar í kjaramálum og á
mörgum öðrum sviðum.
784 bls.
Forlagið
ISBN 978-9979-53-580-5/-
9979-53-579-9