Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 142
140
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Í nándinni
Innlifun og umhyggja
Guðbrandur Árni Ísberg
Hér er fjallað um sjálfa kjöl-
festu hamingjunnar, hvernig
megi byggja upp nærandi og
örugg tengsl við annað fólk.
Guðbrandur Árni Ísberg sál-
fræðingur skýrir á aðgengi-
legan og skemmtilegan hátt
hvernig bæta megi samskipti
og sambönd. Jafnframt er
sýnt hvernig aukinn skiln-
ingur á öðru fólki færir manni
vellíðan og aukna hamingju.
223 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-377-1
Óbundin
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
Í reiðuleysi í París og
London
George Orwell
Uppl.: Hjalti Rögnvaldsson
Grátbrosleg frásögn um
skrautlegan flokk undirmáls-
fólks, sem höfundur deilir
kjörum með.
H
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-320-1
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Í spor Jóns lærða
Ritstj.: Hjörleifur Guttormsson
Jón lærði Guðmundsson var
einn sérstæðasti Íslendingur
á siðskiptaöld: listamaður,
skáld, náttúrufræðingur og
þjóðfræðingur, ofsóttur og
útlægur gerður vegna af-
stöðu sinnar gegn Spánverja-
vígunum. Hljómdiskur fylgir.
350 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-311-9
Leiðb.verð: 4.990 kr.
Í þágu þjóðar
Friðrik G. Olgeirsson
Í þágu þjóðar er tveggja
binda ritverk. Í því fyrra er
kastljósinu beint að tíma-
bilinu frá árinu 1877, þegar
Alþingi samþykkti að taka
upp tekjuskattskerfi fyrir
hluta þjóðarinnar, til ársloka
1959. Hið forna tíundarkerfi
var orðið úrelt og skilaði
landssjóði litlum tekjum. Ís-
lendingar voru á eftir öðrum
þjóðum og þá skorti fjármuni
til framkvæmda. Ráðamenn
áttuðu sig á því að til þess
að tryggja framfarir yrði að
lögleiða nýtt skattkerfi sem
skilaði sameiginlegum sjóði
landsmanna nægum tekjum.
Skattkerfisbreytingin árið
1877 markaði upphafið en
dugði skammt og því reyndu
stjórnvöld stöðugt að bæta
skattkerfið. Ekki voru allir
sammála um það hvernig
haga ætti skattheimtunni og
hvað hún ætti að vera mikil.
Um það urðu átök og frá
þeim er greint í ritinu sem
er hvort tveggja í senn saga
skattkerfisbreytinga og hluti
stjórnmálasögu þjóðarinnar.
Seinna bindið fjallar um
árin 1960–2012. Viðreisnar-
stjórnin stóð fyrir mikilli upp-
stokkun á lögum um skatta
og þá var álagningar- og inn-
heimtukerfinu breytt í grund-
vallaratriðum með skiptingu
landsins í níu skattumdæmi
og tilkomu embættis ríkis-
skattstjóra. Árið 1987 var
staðgreiðslukerfi komið á
og í kjölfarið var skattheimta
ríkisins endurskipulögð
frá grunni með upptöku
virðisaukaskatts og trygg-
ingagjalds. Í kjölfar banka-
hrunsins haustið 2008 var
hafinn undirbúningur skatt-
kerfisbreytingar sem varð
að veruleika í árslok 2009
en þá var Ísland gert að einu
skattumdæmi og embætti
skattstjóranna níu sameinuð
ríkisskattstjóraembættinu.
Fjöldi ljósmynda prýða ritið
og styðja frásögnina.
360 og 460 bls.
Í þágu þjóðar
ISBN 978-9979-846-27-7/-28-4
Ísland ehf.
Auðmenn og áhrif eftir hrun
Magnús Halldórsson og
Þórður Snær Júlíusson
Fimm árum eftir hrunið
er þjóðin enn að takast á
við áfallið sem því fylgdi.
Ólgandi reiði almennings
og tortryggni hafa verið
mál málanna. En undir niðri
er tekist á um auðlindir og
framtíðarmöguleika þjóðar-
innar og aðalhlutverkin leika
viðskiptablokkir sem flestar
höfðu tögl og hagldir í efna-
hagslífinu fyrir hrun en jafn-
framt erlendir vogunarsjóðir
og hrægammar. En hvaðan
koma fjármunirnir sem not-
aðir eru til að kaupa eignir
þrotabúanna? Og hverjir
verða eigendur Íslands þegar
„gjörningaveðrinu“ slotar?
292 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2243-9
Óbundin
KIRKJUR ÍSLANDS
Gersemar íslenskrar þjóðmenningar
Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa
Hið íslenska bókmenntafélag
Hinum 17 friðuðu kirkjum í Þingeyjarprófastsdæmi er lýst í máli og myndum.
Í 22 binda glæsilegri ritröð um KIRKJUR ÍSLANDS er friðuðum kirkjum
lýst með hliðsjón af byggingarlist, stílfræði og þjóðminjavörslu. Umfjöllun
vafin glæsilegu myndefni er saga listar og fólksins sem skóp hana af trú,
táknmynd þess merkasta í byggingar- og listasögu þjóðarinnar á hverjum
tíma, eins og alþekkt er úr menningar- og listasögu annarra Evrópuþjóða.
Í 21. bindi er lýst níu kirkjum: Einarsstaðakirkju, Flateyjarkirkju,
Grenivíkurkirkju, Hálskirkju, Illugastaðakirkju, Laufáskirkju,
Ljósavatnskirkju, Lundarbrekkukirkju og Skútustaðakirkju.
Í 22. bindi er lýsing á þessum átta kirkjum: Garðskirkju,
Grenjaðarstaðarkirkju, Húsavíkurkirkju, Neskirkju í Aðaldal,
Sauðaneskirkju, Skinnastaðarkirkju, Svalbarðskirkju og Þverárkirkju.
Áður eru komin út samsvarandi rit um kirkjurnar í Árnesprófastsdæmi,
Skagafjarðar-, Húnavatns-, Eyjafjarðar-, Kjalarness-, Borgarfjarðar-,
Snæfellsness- og Dala-, Rangárvalla-, Reykjavíkur- og Austfjarðaprófastsdæmi.
Þau eru öll fáanleg. Sjón er sögu ríkari!
Ritstjórar eru Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason.
„ ...verkið er mikilvægur
og ómissandi þáttur
íslenskrar menningarsögu“.
„Hér er einfaldlega um
rann sóknar verk að ræða
af hæstu gæð um, unnið
samkvæmt hæstu kröfum“.
*****
Páll Baldvin Baldvinsson