Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 180
178
Útivist, íþróttir og tómstundir B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Seiðmagn óbyggðanna
Ferðaþættir
Gerður Steinþórsdóttir
Seiðmagn óbyggðanna ,
ferðaþættir eftir Gerði Stein-
þórsdóttur, er ný bók sem
Ferðafélag Íslands gefur út.
Í bókinni eru 35 ferðaþættir
þar sem segir frá göngu-
ferðum víða um byggðir og
óbyggðir Íslands og í fáein-
um þáttum víkur sögunni til
annarra landa. Flestir birtust
þættirnir í Morgunblaðinu
undir samheitinu Á slóðum
Ferðafélags Íslands. Í bókinni
eru liðlega 100 myndir og
mörg kort af gönguleiðum.
260 bls.
Ferðafélag Íslands
ISBN 978-9935-414-09-0
Leiðb.verð: 3.900 kr.
Silungur á Íslandi
Guðmundur Guðjónsson
Silungsveiði á Íslandi og
margvísleg og spennandi og
þykir vera einhver hin besta í
víðri veröld. Í þessari fróðlegu
bók er silungsveiði skipt upp í
flokka, þeir kynntir, aðferðar-
fræðin reifuð, veiðisvæðin og
margt, margt fleira, byggt á
reynsluheimi margra færustu
sérfræðinga landsins. Bók
sem stangaveiðimenn þurfa
að eiga, hvort heldur er byrj-
endur eða lengra komnir.
180 bls.
Litróf ehf.
ISBN 978-9935-9016-6-8
Sir Alex
Hinn magnaði Ferguson-
tími hjá Manchester United
1986–2013
Guðjón Ingi Eiríksson
Einstök saga Ferguson-tím-
ans hjá Manchester United er
viðfangsefni þessarar bókar
og ekki vantar stórsjörn-
urnar: Cantona, Schmeichel,
Solskjær, Keane, Ronaldo,
Rooney, Beckham, Scholes.
Vidic, Giggs og Van Persie og
eru þá fáir nefndir. Á bak við
þetta stóð svo arkitektinn að
öllum ævintýrunum, Sir Alex
Ferguson. Frábær fótbolta-
bók – stútfull af snilldartil-
þrifum, ruddalegum tækl-
ingum, rauðum spjöldum og
alls kyns fótboltakryddi.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-39-2
Stóra handavinnubókin
Maggi Gordon, Sally Harding
og Ellie Vance
Þýð.: Ingveldur Róbertsdóttir,
María Þorgeirsdóttir og Sigrún
Hermannsdóttir
Einstaklega gagnleg hand-
bók: Öllum helstu aðferðum
við að prjóna, hekla, sauma
út og sauma bútasaum
er ítarlega lýst í máli og
myndum, grunntækni út-
skýrð, leiðbeint um áhöld
og efni og flóknari aðferðum
gerð nákvæm skil. Góð ráð,
snjallar hugmyndir, vand-
aður frágangur og ótalmargt
fleira í stórri og fallegri alhliða
hannyrðabók.
400 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2227-9
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR HELGINA 23.-24. NÓV. 2013
Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.bokmenntaborgin.is
kynntu þér úrval
nýrra matreiðslubóka