Bókatíðindi - 01.12.2013, Blaðsíða 116
114
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Matur og drykkur
6 kíló á 6 vikum
Ulrika Davidsson og Ola
Lauritzson
Þýð.: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir
Uppskriftir að ómótstæðileg-
um en um leið heilsusamleg-
um réttum og ábendingar af
ýmsu tagi svo að aukakílóin
hverfa hratt og örugglega!
144 bls.
Veröld
ISBN 978-9935-440-31-0
Afmælisveislubókin
Ritstj.: Kristín Eik Gústafsdótir
Í þessari ævintýralegu og
litskrúðugu bók er að finna
heilan hafsjó af uppskriftum,
skreytingum og sniðugum
hugmyndum fyrir afmælis-
veisluna.
192 bls.
Edda útgáfa
ISBN 9789935131263
Leiðb.verð: 4.490 kr.
Brauð & eftirréttir
Kristu
Sykur-, ger- og glútenlaust
María Krista Hreiðarsdóttir
Krista ástríðukokkur heldur
úti vinsælu bloggi um lág-
kolvetnamataræði. Hér eru
girnilegar uppskriftir að
uppáhalds brauð- og eftir-
réttum hennar sem eru al-
gjörlega sykur-, hveiti-, ger-
og glútenlausir.
140 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-113-9
Eldað undir bláhimni
Ritstj.: Heiðdís Lilja
Sigurjónsdóttir
Eldað undir bláhimni er til-
einkuð skagfirskri matar-
menningu, sem byggir á þeirri
hugmyndafræði að nýta það
spennandi hráefni sem finna
má í skagfirsku matarkistunni.
Í bókinni er boðið upp á sann-
kallað bragðlaukaævintýri:
Sælkeraferð um Skagafjörð
þar sem fögur náttúra og
ljúffengir réttir eru í öndvegi.
Stórglæsilegar myndir af
skagfirskri náttúru og matar-
gerð, heimsóknir á skagfirsk
sveitabýli, hrossablót og sæl-
keraveislur af ýmsu tagi. Bókin
er bæði á íslensku og ensku.
168 bls.
Nýprent ehf.
Dreifing: Nýprent
ISBN 9789979722519
Leiðb.verð: 4.990 kr.
Fagur fiskur
Sveinn Kjartansson og Áslaug
Snorradóttir
Sveinn Kjartansson mat-
reiðslumaður og Áslaug
Snorradóttir ljósmyndari
unnu þessa spennandi og
óvenjulegu matreiðslubók
upp úr sjónvarpsþáttunum
Fagur fiskur, sem þau stóðu
að ásamt fleirum. Hér eru
alþekktir fiskar jafnt sem
fáséðir, skelfiskur og sjávar-
gróður, og öllu er breytt í fjöl-
breytta og gómsæta rétti sem
allir ættu að geta töfrað fram
heima hjá sér. Mikill fjöldi
skemmtilegra ljósmynda og
teikninga er í bókinni.
224 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-380-1
Fjölbreytt, ferskt og
fullt af bragði
Funky, Fresh and Full of
Flavour
Einar Geirsson
Ég hafði gengið með þá hug-
mynd í kollinum í talsverðan
tíma að gera matreiðslubók
um réttina á matseðli RUB23.
Eins og oft er með góðar
hugmyndir var þessi lengi
í kollinum á mér og minna
varð úr verki. En svo fór allt af
stað og þá gerðust hlutirnir
mjög hratt. Ég talaði við þá
sem ég þurfti í verkefnið og
takmarkið var að gera bókina
á 24 klst., að elda alla réttina
og taka allar myndir og vinna
allar uppskriftir á íslensku og
ensku. Það náðist og var ein-
faldara en ég hélt. Í bókinni
Bókajól