Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 146
144
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Karlar sem hata konur
og konurnar sem
elska þá
Susan Forward
Þýð.: Elín Guðmundsdóttir
Í þessari einstöku sjálfs-
hjálparbók byggir bandaríski
sálfræðingurinn dr. Susan
Forward á frásögnum fjölda
einstaklinga sem hafa reynslu
af skaðlegum samböndum
þar sem karlinn brýtur sjálfs-
traust konunnar niður með
kúgandi hegðunarmynstri.
Bent er á raunhæfar leiðir til
að bjarga sér frá slíkum að-
stæðum og öðlast sjálfstraust
og sjálfsvirðingu á ný.
336 bls.
Ugla
ISBN 978-9935-21-034-0 Kilja
Kaupmannahöfn sem
höfuðborg Íslands
Guðjón Friðriksson
Jón Þ. Þór
Kaupmannahöfn var höfuð-
borg Íslands frá 15. öld til
1. des. 1918. Sú saga hefur
aldrei verið sögð í heild.
Fyrra bindi nær frá upphafi
til 1814 en þá urðu tímamót
í sögu Danaveldis og sam-
bands Íslands og Danmerkur.
Kaupmannahöfn var mið-
stöð viðskipta Íslendinga og
stjórnsýslu og þaðan bárust
margvísleg áhrif á menn-
ingu og líf okkar. Í öðru bindi,
tímabilið 1814-1918, segir frá
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga,
samgöngum og viðskiptum,
margvíslegri menningar-
starfsemi Íslendinga í Kaup-
mannahöfn og samstarfi við
Dani, greint frá námi og starfi
Íslendinga í fjölmörgum iðn-
og starfsgreinum í Kbh. og
dönsku frumkvæði í fram-
faramálum á Íslandi.
Áhugafólki um sögu Ís-
lands og Danmerkur mun
þykja fengur að verkinu. Um
1200 myndir prýða bækurnar
tvær.
1172 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-318-8
Kirkjur Íslands
21.-22. bindi
Ritstj.: Þorsteinn Gunnarsson
og Jón Torfason
Hinum sautján friðuðu
kirkjum í Þingeyjarprófasts
dæmi er lýst í máli og
myndum frá sjónarhóli
byggingarlistar, stílfræði og
þjóðminjavörslu. Gersemar
íslenskrar þjóðmenningar.
737 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-308-9
Leiðb.verð: 5.490 kr.
Krosshólshlátur
Gangnamenn í Svarfaðardal
Krosshólshlátur er safn kveð-
skapar og sagna úr göngum
Svarfdæla. Engin tilraun er
gerð til að draga fjöður yfir
að afréttamenning Svarf-
dæla er afdalamenning, full
af úreltum pólitískum rang-
hugmyndum sem og þjóð-
legu einelti. Dýrð landsins, og
fegurð sauðskepnunnar eru
hér lofsungin. Bókinni fylgir
diskur með söng gangna-
manna.
215 bls., harðspjalda,
diskur fylgir.
Bókasmiðjan Selfossi
ISBN 978-9935-9099-9-2
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Landshagir 2013
Hagstofa Íslands
Árbók Hagstofu Íslands,
Landshagir, kemur nú út í 23.
sinn með nýjum hagtölum
um flesta þætti íslensks sam-
félags. Bókin skiptist í 23 kafla
og í henni eru yfir 300 töflur,
50 gröf og fjöldi skýringar-
mynda og ljósmynda. Bókin
er bæði á íslensku og ensku
og hentar vel til gjafa innan-
lands sem utan. Landshagir
eru mikilvægt uppsláttarrit
fyrir alla sem vilja fá raunsæja
og hlutlausa mynd af Íslandi
og alþjóðlegum samanburði.
467 bls.
Hagstofa Íslands
ISBN 978-9979-770-51-0
Leiðb.verð: 3.500 kr.
jóla-
bækurnar
eru í nettó