Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 174
172
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Útivist, íþróttir og tómstundir
Náttúran við bæjarvegginn
25 gönguleiðir
á Snæfellsnesi
Reynir Ingibjartsson
Svæðið sem hér er lýst teygir
sig frá Hítará og hringinn um
Snæfellsnes, að fornum sýslu-
mörkum við ána Skraumu
milli Snæfellsness og Dala.
Kort og leiðbeiningar fylgja
hverjum gönguhring.
162 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-092-7 Kilja
Bættu boltaflogið
Handbók golfarans
Jim Hardy
Þýð.: Nökkvi Gunnarsson
Frábær leiðarvísir fyrir kylf-
inga sem hjálpar þeim að
gera leikinn auðveldari og
ánægjulegri. Þetta er einfald-
lega handbók kylfingsins.
Höfundurinn er í hópi virt-
ustu golfkennara Bandaríkj-
anna. Hentar bæði byrjend-
um sem og lengra komnum.
172 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9789935426840
Dansgleði
Kennslubók í Dansi fyrir alla
aldurshópa
Guðbjörg Arnardóttir
Loksins er komin út dansbók
fyrir alla,einstaklinga, fjöl-
skylduna og alls konar hópa
við öll tækifæri! Kenndir eru
fjölbreyttir dansar á borð við
salsa, jive, social foxtrot, brúð-
arvals, hip hop, djassdans,
diskó, skottís, vikivaki, línu-
dans, barna- og hópdansar
og margir fleiri. Með bókinni
fylgir aðgangur að vefslóðinni
http://dansgledi.is þar sem
sporin eru kennd.
119 bls.
Guðbjörg Arnardóttir
ISBN 978-9979-72-221-2
Leiðb.verð: 2.500 kr. Kilja
Ein á enda jarðar
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Ferðasaga Vilborgar Örnu
Gissurardóttur á Suðurpólinn
er í senn einstök afrekssaga
og óvenjuleg þroskasaga. Ekki
einasta greinir hún frá þrek-
virki fyrsta Íslendingsins sem
komst einn síns liðs á kaldasta
skika jarðar við hrikalegar að-
stæður, heldur hverfist hún
ekki síður um mikilvægi þess
hvernig manneskjan lærir
á veikleika sína, svo styrkur
hennar njóti sín til fulls.
Sigmundur Ernir Rúnars-
son skráir sögu Vilborgar en
fyrri lífsbækur hans hafa verið
valdar bestu ævisögur ársins
af bóksölum og verið umtal-
aðar metsölubækur.
240 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-462-22-0
Fjallabókin
Handbók um fjallgöngur og
ferðalög í óbyggðum Íslands
Jón Gauti Jónsson
Myndskr.: Sigmundur B.
Þorgeirsson
Fjallabókin er undirstöðurit
þeirra sem vilja ferðast um
fjöll og firnindi Íslands árið
um kring – og koma heilir
heim. Höfundurinn, hinn
þaulreyndi fjallaleiðsögu-
maður Jón Gauti Jónsson,
veitir ferðaráð um útbúnað,
undirbúning og skipulag
auk þess sem hann fjallar um
veður, jöklaferðir, útilegur,
fjallaklifur og fjölmargt fleira.
Þetta er óskabók allra sem
unna íslenskri náttúru, jafnt
þeirra sem hyggja á dags-
ferðir sem hinna sem vilja
leggjast út í faðmi fjallanna.
Prýdd fjölda ljósmynda úr
safni höfundar.
512 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3404-0
Óbundin
jóla-
bækurnar
eru í nettó