Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 110
108
Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Mennirnir með bleika
þríhyrninginn
Heinz Heger
Þýð.: Guðjón Ragnar Jónasson
Eftirmáli.: Þorvaldur
Kristinsson
Sárafáir vitnisburðir hafa varð-
veist um líf samkynhneigðra í
fangabúðum nasista. Saga
mannanna með bleika þrí-
hyrninginn er frægust þeirra
ævisagna sem lýsa hlutskipti
homma í Þriðja ríki Hitlers og
hefur haft ómæld áhrif víða
um lönd. Þetta er áhrifamikil
frásögn af mannlegri grimmd
og niðurlægingu, en líka
mögnuð saga um mannlegt
þrek og þolgæði, skráð af
brennandi þörf til að miðla
reynslu sem heimurinn hefur
lengstum ekkert viljað af vita.
Þorvaldur Kristinsson ritar
ítarlegan eftirmála.
160 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
ISBN 978-9935-9099-0-9
Leiðb.verð: 2.490 kr.
Nafnlausa stúlkan
Marina Chapman
Þýð.: Guðjón Baldvinsson
Afar áhrifarík, sönn saga
stúlku, sem vinnur sigur
á ótrúlegum aðstæðum á
æskuárum sínum.
Árið 1954 var henni rænt
í smáþorpi í Suður-Ameríku,
þá fjögurra ára gamalli og
hún síðan skilin eftir, ein og
yfirgefin, lengst inni í regn-
skógi Kólumbíu. Að hún
skyldi lifa það af er hreint
kraftaverk en það sem varð
henni til lífs var að hún rakst á
hóp hettuapa, sem hún síðan
ólst upp hjá í 5 ár. Seinna náði
hún samt að komast aftur
til manna og eðlilegs lífs í
dag, eftir nokkurt harðræði í
fyrstu við endurnýjuð kynni
af mannfólkinu.
Ótrúleg en hrífandi bók
um ævintýralega ævi.
217 bls.
Heima er best útgáfa ehf.
ISBN 978-9935-9166-1-7 Kilja
Paradísarstræti
Lena Grigoleit, austur-prúss-
nesk bóndakona segir sögu
sína
Ulla Lachauer
Þýð.: Pétur M. Sigurðsson og
Sigurður H. Pétursson
Lena Grigoleit, fædd 1910,
bóndakona í Memelhéraði,
austast í Austur-Prússlandi,
sem þá var, lýsir ótrúlegri
ævi af mikilli einlægni. Hún
lifir tvær heimsstyrjaldir, hrun
Prússland og útlegð í Síberíu.
Í bókarlok er yfirlit yfir sögu
Memelhéraðs og sagt frá til-
urð bókarinnar.
145 bls.
Bókaútgáfan Merkjalækur
ISBN 978-9979-72-450-6
Leiðb.verð: 2.499 kr. Kilja
Sagan mín
Sigrún Sigurðardóttir
frá Möðruvöllum
Frásögn Sigrúnar er hispurs-
laus, hlý og án öfga. Vest-
firska forlagið hefur gefið út
bækur eftir marga höfunda
sem aldrei hafa áður birt staf
eftir sig. Eru þó ekki loppnir
með pennann! Sigrún er ein
af þeim.
160 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9935-430-50-2
Leiðb.verð: 3.900 kr.
jóla-
bækurnar
eru í nettó