Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 164
162
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Stjórnsýsluréttur –
Málsmeðferð
Páll Hreinsson
Bókaútgáfan Codex hefur nú
gefið út ritið Stjórnsýsluréttur
– Málsmeðferð, eftir dr. jur.
Pál Hreinsson dómara við
EFTA-dómstólinn.
Þegar til stendur að beita
opinberu valdi í einstöku
máli um rétt eða skyldu
manns gilda ákveðnar reglur
um meðferð þess. Efni þessa
ritsins fjallar um þessar máls-
meðferðarreglur svo og aðrar
reglur sem þeim tengjast.
Framsetning ritsins er í
handbókarformi. Þetta form
líkist um margt skýringarrit-
um ef frá er talinn sá munur
að handbókin byggist á
almennri efnisflokkun á um-
fjöllunarefni fræðasviðsins
en skýringarrit byggjast
upp á skýringu einstakra
lagagreina eftir röð þeirra í
viðkomandi lögum. Í þessari
handbók eru annars vegar
dregin saman fræðin svo og
lögskýringarsjónarmið sem
líta ber til við skýringu máls-
meðferðarreglna sem gilda
um meðferð stjórnsýslumála.
Hins vegar eru reifaðir helstu
dómar Hæstaréttar og álit
umboðsmanns Alþingis sem
reglurnar varða.
1010 bls.
Bókaútgáfan Codex
ISBN 978-9979-825-77-7
Leiðb.verð: 14.900 kr.
Sumarlandið
Guðmundur Kristinsson
Hér er sagt frá Sigríði Jóns-
dóttur miðli og miðilsþjón-
ustu hennar hjá Sálarrann-
sóknarfélagi Reykjavíkur í 38
ár. En bókin hefst á hugleið-
ingum séra Haraldar Níels-
sonar í Fríkirkjunni 1922 um
þrá mannsins að vita örlög
sín eftir andlátið.
Hér lýsa þeir framliðnu
sjálfir því, sem gerist, þegar
maðurinn deyr. Birtar eru frá-
sagnir 40 látinna ættingja og
vina og nokkurra þjóðkunnra
manna, þar af 12 presta og 9
systkina frá Skipum. Loks eru
hér frásagnir þriggja brezkra
flugmanna frá Kaldaðarnesi
og stórfróðlegt viðtal á ensku
við Richard Durst, kaptein í
bandaríska herliðinu á Sel-
fossi sumarið 1942, sem lézt
fyrir 9 árum.
Bókin bregður skýru ljósi
á vistaskiptin og framlífs-
heiminn og á erindi til hugg-
unar öllum þeim, sem syrgja
látinn ástvin. Hún var gefin
út í nóv. 2010, fyrir eindregna
hvatningu að handan. Hún
naut fádæma vinsælda og
var endurprentuð þrisvar
árið eftir og kemur nú út í 5.
prentun, aukin og með fleiri
viðtöl.
258 bls.
Árnesútgáfan
ISBN 978-9979-72-460-5
Svona á að elska
Leiðarvísir fyrir eldheita
elskendur
Melissa Heckscher
Þýð.: Sveinn Guðmarsson
Litríkur og skemmtilegur
leiðarvísir um allt sem við-
kemur ástarsamböndum. Hér
eru alls kyns leiðbeiningar í
máli og myndum, sumar sið-
samar og saklausar en aðrar
sjóðheitar!
144 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2202-6
Óbundin
Sýningagerð
Aðferðir, hollráð og fróðleikur
um hönnun og uppsetningu
sýninga
Björn G. Björnsson
Myndir: Höfundur o.fl.
Björn, sem er einn reyndasti
sýningahönnuður landsins,
fer hér yfir fjölmörg verk-
efni sem hann hefur unnið á
undanförnum 20 árum, lýsir
aðferðum og vinnubrögðum
og gefur hollráð. Bókin er
mikilvæg heimild um sýn-
ingagerð á Íslandi.
80 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-105-4 Kilja
Sýnisbók safnamanns
Þórður Tómasson
Í Sýnisbók safnamanns rekur
Þórður Tómasson ævintýra-
lega sögu safnmunanna í
Skógum. Safnvörðurinn veitir
lesandanum hlutdeild og
innsýn í heim sem er í senn
heillandi og brotgjarn. Fram
spretta karlar og kerlingar
sem handléku muni þessa
og áttu sína dýrgripi ofan
í útskornum trafaröskjum
löngu liðins tíma. Þjóðtrú og
galdur birtist okkur í skrifum
um sigurlykkjuna og kaflar úr
listasögu fátækrar þjóðar er
hér í máli og myndum.
160 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
ISBN 978-9935-9099-4-7
Leiðb.verð: 4.990 kr.