Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 136
134
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Guðni
Léttur í lund
Guðni Ágústsson
HLJÓÐBÓK
Guðni Ágústsson les.
Guðni fer á kostum í sög-
um af sjálfum sér og öðrum
– og þjóðþekktir menn rifja
upp litríkar sögur af Guðna.
H
Skynjun
Dreifing: Sena
ISBN 978-9935-18-059-9
Gunnarsæfingarnar
Qigong – Orka – Hugleiðsla
– Heilsa
Gunnar Eyjólfsson, Björn
Bjarnason og Þorvaldur Ingi
Jónsson
Qigong-æfingar byggjast
á agaðri öndun, öguðum
líkamsburði og einbeitingu.
Þær efla viðnámsþrótt, draga
úr skaðlegum ytri áhrifum,
skapa viðnám gegn sjúkdóm-
um, létta á spennu og stuðla
að hugarró.
Lýst er æfingakerfi sem
Gunnar Eyjólfsson leikari
þróaði og hópur fólks hefur
stundað í nær tvo áratugi.
Allir geta stundað æfing-
arnar, einnig veikburða og
hreyfihamlaðir.
96 bls.
Aflinn, félag qigong iðkenda
á Íslandi
Dreifing: Salka
ISBN 9789979724452 Kilja
Harpa
– from dream to reality
Þórunn Sigurðardóttir
Þýð.: Brian FitzGibbon
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið
Harpa er umdeild bygging
sem setur mikinn svip á mið-
borg Reykjavíkur og er nú
ótvíræð miðstöð tónlistar í
landinu, auk þess sem þar eru
haldnar stórar alþjóðlegar
ráðstefnur. Byggingin hefur
vakið mikla athygli erlendis
og hlotið fjölda hönnunar-
verðlauna og viðurkenninga.
Hér er byggingarsögu húss-
ins, innviðum og viðburðum
lýst í máli og myndum. Bókin
er á ensku og er tilvalin gjöf
til erlendra vina og gesta sem
sækja landið heim.
96 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-385-6
Háborgin
Menning, fagurfræði og
pólitík í upphafi tuttugustu
aldar
Ólafur Rastrick
Háborgin fjallar um sam-
band fagurfræði, menn-
ingar og umbótastjórnmála
á Íslandi frá lokum nítjándu
aldar og fram til um 1930.
Bókinni er ætlað að svara
spurningum um hvaða hug-
myndir mennta- og stjórn-
málamenn gerðu sér um
félagslegt hlutverk íslenskrar
menningar á mikilvægu mót-
unarskeiði hennar. Einnig eru
skoðuð áhrif stjórnmála-
manna á menningarmál og
hvernig þau birtust í mótun
listastefnu, skipulagi höfuð-
staðarins eða sviðsetningu
alþingishátíðarinnar. Greint
er hvernig menningar-
stjórnmálum var ætlað að
lyfta þjóðinni á hærra stig
menningar og siðmennt-
unar og sýna henni sjálfri
og umheiminum fram á að
í landinu byggi menningar-
þjóð sem ætti sér tilverurétt
í fullvalda þjóðríki sem þjóð
meðal þjóða.
305 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-23-013-3
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
Íslenzk fornrit, 31.-32. bindi
Hákonar saga I og II
Sturla Þórðarson
Í þessum bindum eru prent-
aðar Hákonar saga Hákonar
sonar og Böglunga saga,
auk þeirra brota sem varð-
veist hafa af Magnúss sögu
lagabætis. Sturla Þórðarson
ritaði Hákonar sögu 1264–65
að beiðni Magnúsar laga-
bætis, sonar Hákonar. Sturla
lét ekki þar við sitja heldur
ritaði einnig sögu Magnúsar.
Hákonar saga er merkasta
heimild sem varðveitt er um
sögu Noregs á miðöldum,
en um leið er hún hluti af ís-
lenskri bókmenntasögu þar
sem hún er rituð af Íslend-
ingi. Þá fá viðskipti konungs
við Íslendinga verulegt rými
í sögunni og ýmsir íslenskir
höfðingjar birtast þar í öðru
ljósi heldur en í Sturlungu
eða öðrum heimildum. Sam-
skipti Hákonar konungs
og Skúla jarls eru lengi vel
í brennidepli – togstreitan
milli þeirra magnast í sífellu,
uns annar þeirra verður að
víkja af sviðinu. Skrár, kort og
myndir prýða útgáfuna.
Þorleifur Hauksson, Sverrir
Jakobsson og Tor Ulset gáfu
út með inngangi og skýr-
ingum.
Ritstjórar: Jónas Kristjáns-
son og Þórður Ingi Guðjóns-
son.
840 bls.
Hið íslenzka fornritafélag
Dreif.: Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 978-9979-893-98-1
Leiðb.verð: 8.790 kr.