Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Side 4

Heima er bezt - 01.06.2002, Side 4
Heimur fleira geymir, en heimspekina dreymir, er haft eftir orðspökum manni, og er óhætt að segja að þar hafi honum ratast satt á munn. Um það leyti þegar þetta er ritað, eru sumarsólstöð- ur nýafstaðnar og margt hefiir tengst þeim sem órætt má teljast. Hver kannast t.d. ekki við þau munnmæli að það sé afar heilsu- samlegt að velta sér nöktum upp úr Jónsmessunæturdögginni, á það reyndar að vera flestra meina bót. Einhvem heyrði ég jafn- ffamt geta þess að nauðsynlegt væri að láta hana þoma á líkam- anum, alls ekki mætti þurrka hana af sér, því annars myndi áhrifamáttur hennar þverra. Jónsmessunóttin mun jafhffamt vera, samkvæmt þjóðtrúnni, önnur tveggja nátta þegar kýmar fá mál og taka að ræða saman. Hin er nýársnóttin. Ekki hafa reynd- ar borist neinar fregnir af því nýlega að menn hafi orðið vitni að slíku kúatali, og hefur nú margt ómerkilegra ratað í fréttimar en það, ef um hefði vitnast. Verður því að teljast að kýmar hafi glatað þessum hæfileika eða hann hafi týnst í nútíma kynbóta búskap. Alfar koma líka mikið við sögu þessa nótt og er til skemmti- legt ljóð efiir Tómas Guðmundsson er kemur að þessu atriði. Ljóðið er upp á ein 8 erindi en í þrem þeirra segir þetta um hátíð álfa á Jónsmessunótt: í vestri sólin sígur / og slen á skóga hnígur, / og prúðar stjöm- ur stara / á stilltu, bláu sundin. / En líf í limið færist / og laufið hægan bærist, / því álfaflokkar fara / til fundar inn í lundinn. Og nú skal hátíð halda. / Sjá hvirfmg blárra tjalda / við rökkv- uð sundin rísa / sem roðna í mildum bjarma. / Og álfaaugun tindra og álfablysin sindra / í grænu laufi og lýsa / sem logagull um arma. Og dátt skal dansinn stiginn / fyrst dagurinn er hniginn / og enginn álfúr telur / það efiir sér að vaka. / Og álfar betja bumbur / og blása í álfatrumbur / svo dýrin fara í felur / en fúglar hætta að kvaka. Á þessum tíma koma oft upp í hugann sagnir um hulduvemr ýmis konar, álög og kvaðir þeim tengdar. Eitt af því eru svokall- aðir álagablettir, sem til em mjög víða um landið, og er ekki annað að sjá en að fólk hafi ennþá almennt nokkra trú á því að þeir séu eitthvað sem vert er að stíga varlega til jarðar á. Er það reyndar*nokkuð merkilegt ef horff er til þess að við lifúm nú á öld mestrar tækni og upplýsingar sem um getur í mannkynssög- unni. Má ætla að sú staðreynd bendi til þess að reynsla fólks af þessum blettum, steinum og hólum, sem slíkar sagnir em gjam- an bundnar við, sé þannig að það telji þær hafa nokkuð til síns máls, að staðreyndin sé sú sem í upphafi gat, að heimur fleira geymi en heimsspekina dreymi. Það er nokkuð víst, hygg ég, að má reikna með að vitneskja okkar um eðli hennar og möguleika sé í raun ákaflega lítil þó mikil sé talin. Álagablettir og steinar koma talsvert við sögu vegagerðar á ís- landi og er sjálfsagt einna skemmst að minnast vandræða Vega- gerðarinnar við vegalagningu í Hegranesi í Skagafirði árið 1978, en þar stóð til að sprengja klöpp nokkra á stað sem nefndur er Tröllaskarð. Sagði ffá því í blöðum á þessum tíma, að á þeim stað hvíldi bannhelgi konu nokkurrar er Gríma hét, en hún hafði lagt álög á staðinn vegna deilna við prest. Þannig útskýrir sagan í öllu falli trú fólks á álög staðarins, og staðreynd mun það vera að aðstandendur verkefnisins urðu fyrir ýmsu „ónæði“ á meðan á því stóð. Menn dreymdi drauma þar sem ffam komu aðvaranir um að ef ffekari ffamkæmdir yrðu myndi illt hljótast af, jarðýtur biluðu á hinn undarlegasta hátt, vinnslutæki á þeim bromuðu af minnsta tilefni. Gekk þetta svo langt að fulltrúar Vegagerðarinn- ar ákváðu að ganga til samninga við hin huldu öfl. Ýmsar fleiri sögur er til af slíkum álögum og sumar mun al- varlegri en þessar, sögur þar sem menn hafa raskað við blettum eða steinum þar sem bannhelgi var talin hvíla á, og hlutust oft stórskaðar af, jafnvel náttúruhamfarir. Ekki veit ég hvort nokkum tíma hefúr verið lagt í að rannsaka þetta fyrirbæri sem almennt er flokkað undir heitið „álagablett- ir,“ en svo ríkt er þetta í huga þjóðarinnar og margra þeirra sem við vegagerð sýsla, að auðvelt er að ætla sem svo að eitthvert óútskýrt fyrirbæri sé í gangi varðandi þessa staði, og þá á ég við fyrirbæri af öðrum toga en þeim sem þjóðsagan tilgreinir til út- skýringar. Vitað er að i jörðinni eru alls konar orkustraumar, og reyndar jafnt í lofti, láði sem legi, þ.e.a.s. orkustraumar sem ekki eru alltaf sýnilegir hinu jarðneska auga. Erþví ekki hægt að leyfa sér til gamans að varpa því ffam að á þeim stöðum þar sem bann- helgisögur hafa orðið til um, séu einhveijir sérstakir orkutoppar eða , jafnarar,“ sem, ef við þeim er raskað, koma af stað óreglu eða misgengi i hinum „óræða“ orkubúskap, er síðan valdi keðju- verkandi áhrifúm er nái allt inn í efnisheiminn. Ekki ætla ég nú að teygja ykkur lesendur góðir, lengra inn á þessar grundir, að þessu sinni, en ég vil meina að allir hlutir eigi sína skýringu, af hvaða sviði eða tíðni sem hún muni eiga upp- haf sitt. Við vitum að allt er samtvinnað í lífmu ef að er gáð, allt hefúr áhrif á hvað annað, enda af sömu uppsprettu runnið og af sama efni byggt. „Af jörðu ertu kominn og að jörðu skaltu affur verða,“ segja nú prestamir þegar upp er skorið fýrir hvem og einn, og er það ekki einmitt rakin staðhæfing um að allt sé eitt og eitt sé allt. Það myndi ég nú ætla, því varla skrökva prestamir. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 244 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.