Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Page 8

Heima er bezt - 01.06.2002, Page 8
framan og þær voru stíaðar við klett- inn ffarn við ána í stekknum sem enn stendur. í þessum stekk var réttað haust og vor og þama var rúið á sumr- in. Þá var staðið yfir fénu úti á eyrinni, því sem ekki komst inn í það og það skiptið. Aðalhjásetuland mitt var þar sem Jóhann á Giljum byggði síðan beitarhús suður og upp frá stekknum og ræktaði þar tún. En þama var þá ekkert. Það vora mikil hlaup og erfiði fyrst við yfirsetuna. Ég æfðist mikið við að hlaupa þetta sumar, vildi til að ég var léttur á fæti. Einu sinni þegar ég var að reka æmar heim tóku nokkrar sig út úr og hlupu út fyrir Giljamúlann og upp á dal. Ég var svo langt á eftir þeim að ég sá að ég mundi ekki ná að komast fýr- ir þær svo að ég brá á það ráð að fara beint upp fjallið, yfir Giljamúlann og kom í flasið á þeim þegar þær steðj- uðu upp dalinn. Þar með sigraði ég þær en þetta var erfiðasta lotan sem ég man eftir. Ég var með hvolpanga með mér, sem var nú ekki góður til að byija með en hann varð mér betri en ekki þegar á leið. Þá var hann orðinn svo lærður að ég þurfti ekki annað en senda hann eftir ánum. Þá sótti hann þær og tíndi úr kvíaæmar en rak allar aðrar kindur ffá. Það var einkennilegt hvað hann var naskur á þetta. Eftir þetta gat ég farið að taka lífinu með ró. Ég minnist margra bjartra daga frá þessu smala- sumri. Oft var gott veður og ég undi mér ákaflega vel í hjásetunni. Ég hafði gaman af að grúska og dunda mér, skoða steina og plöntur og ýmis fyrir- bæri í náttúrunni. Og aldrei varð ég hræddur. En svo komu auðvitað vot- viðri og þá var manni kalt og einkan- lega minnist ég þess hvað maður var oft votur í fætuma á skinnskónum. Gömul kvíatóft var sunnan og ofan við túnið, upp við gilið, sem löguð var til og þar voru æmar mjólkaðar um sumarið. Eftir morgunmjaltir sat ég yfir þeim allan daginn fram til kvölds að þær voru reknar heim til kvöld- mjalta. Eftir það var ég eða einhver annar yfir þeim nálægt bænum, annað hvort niðri á eyram eða í hlíðinni fyrir ofan. Þá vora þær teknar inn fyrir miðnættið og hýstar til morguns. Jói við minnisvarða á Héraói um Pál Ólafsson skáld. Svo var það um haustið að við lent- um í vandræðum með hundinn við smölun því þá vildi hann ekkert með geldféð hafa en bara koma með kvía- æmar heim. Hann var lengi að átta sig á þessu. Þetta var vitur hundur og ég átti hann lengi og fór með hann í Stapa þegar ég fór að búa þar. Hann hét Tryggur og var heimaalinn, undan tík sem pabbi hafði með sér utan úr Fljótum og hafði fengið hjá Jóni Jóakimssyni á Gili, ákaflega vænt dýr. Á Giljum Húsakostur var sæmilegur á Giljum, ágæt baðstofa en bærinn að öðru leyti úr torfi. Fjárhús voru líka sæmilega Jói hefur lengi haftyndi af að mála og gerði dálítið af því um tíma. Hér er hann við mynd sína af Vatnsskarði þar sem horft er norður eftir héraðinu. Þessi mynd hangir uppi í félagsheimilinu Argarði í Tungusveit en þangað gaf hann myndina. góð. Heyskapur var tiltölulega góður á Giljum. Engið lá út frá bænum og er nú að miklu leyti búið að rækta það upp núna. Þama vora gamlar áveitur sem við notuðum alltaf með góðum árangri. Mátti láta vatnið liggja á stór- um svæðum og svo var hleypt af því nokkra áður en farið var að heyja. Sumt landið var þó svo blautt að það varð að draga af því votaband og færa á þurrkvöll. Þetta áveituland spratt yf- irleitt ágætlega. Túngarðurinn var orð- inn lélegur og ekki fjárheldur enda búið að girða ofan á hann. Uppi á Giljadalnum var surtarbrand- ur. Ég fékk off þann starfa að fara upp á dalinn og sprengja hann upp og bera heim í pokum á bakinu til að nota í eldinn. Þetta var einkum er líða tók að vori. Þá var oft farið að skerðast um eldivið og þá var yfirleitt best að ná honum effir frostin á vetuma þegar sólin fór að verma klettinn, þá var eins og losnaði um hann. Þetta var ágætur eldiviður og brann eins og kol og var a.m.k. á striðsáranum fyrri, notaður til smíða. Það þótti hins vegar galli á að það neistaði svo mikið úr honum. Dalurinn er ógreiðfær. Þar er mikið um hausa sem ganga frarn með skút- 248 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.