Heima er bezt - 01.06.2002, Qupperneq 9
komið á fjórða dag frá því að ég veikt-
ist. Ekkert var hægt að gera nema
opna og setja í kera. Ég var talinn af í
þrjá sólarhringa en þá fór ég að hjarna
við. Þá var komið penisillín og var
flogið með það sunnan úr Reykjavík
og reynt á mér, fyrstum sjúklinga á
Króknum. Það var Torfi Bjamason
sem gerði þetta og hann hafði mig
upp.
Þarna lá ég á spítalanum fram að
I Skaftholtsrétt í Gnúpverjahreppi.
Réttin hrundi næstum algjörlega í
jarðskjálftanum 17. júní 2000 en var
síðan hlaðin upp. Jói kom að því
verki á síðustu dögunum haustið
2000 og var þá lokið við að hlaða
upp almenninginn en gert við dilkana
til bráðabirgða.
jólum og þegar ég kom heim um jólin
var ég enn með opinn kviðinn. Svo fór
ég aftur í febrúar út á Krók og þá var
ég skorinn upp að nýju og tekin þessi
drusla sem eftir var af botnlanganum.
Þá var ég stutt og fékk ekki hita einu
sinni. Síðan hefur mér varla orðið mis-
dægurt og mig munar ekkert um það
ennþá að vinna 10 tíma á dag ef svo
ber undir.
Frá Stapa
Árið 1944 fómm við í Stapa. Ég
keypti þá jörðina og foreldrar mínir
fóm með mér þangað. Pabbi var far-
inn að missa heilsu en hresstist þó
nokkuð og fór í eitthvað í vegavinnu.
Þama voru þau hjá mér í þrjú ár, en þá
fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu
þar eftir það.
Jói ásamt Heiðmari
Jónssyni við hleðslu
á náðhúsinu hjá
gömlu Þingborg
sumarið 1999. Sér til
samkomuhússins
nýju Þingborgar.
urn og klettaskeiðum.
Þama er mikið mola-
berg sem hefur lagst
ofan á móberg sem
blásið hefur burtu. Svo
neðar er hart grágrýti
og í þeim lögum er
surtarbrandurinn.
A Giljum vorum við
þijú ár, fórum þaðan
ofan í Árnes. Þar vor-
um við í tvö ár. Þá var
féð alltaf á vorin rekið
fram í Hof. Svo eign-
aðist pabbi Hvamm í Svartárdal. Ár-
nes var selt þegar hann fór þaðan en
hann treysti sér ekki til að kaupa. Þá
fór hann fram í Hof og var þar eitt ár
en keypti svo Hvamm. Þangað fór ég
með honum 17 ára gamall árið 1941.
Þama vomm við einungis í þijú ár og
það voru erfið ár.
Féð var hagvant
fyrir norðan og
brjálað í óyndi.
Okkur líkaði hvor-
ugum þarna þótt
við hefðum ekkert
nema gott af fólki
og nágrönnum að
segja. Á þessum
árum fór mæði-
veikin að herja og
olli miklum vanda.
Loks fór það svo að
ég keypti Stapa tví-
tugur að aldri árið 1944, var ekki einu
sinni orðinn myndugur en pabbi skrif-
aði upp á sem vitundarvottur svo að
þetta var látið gott heita.
Nærri dauður
Alla tíð hef ég verið heilsugóður og
varla orðið misdægurt utan einu sinni
þegar ég var tvítugur, en þá var ég víst
næstuin dauður. Þetta var fyrsta haust-
ið sem ég var í Stapa og fór þá í göng-
ur á Eyvindarstaðaheiði, var þá í Aust-
flokki og rak féð niður í Mælifellsrétt
og ég var orðinn veikur er við komum
niður. Þar vakti ég samt um nóttina
yfir fénu í girðingunni. Svo reið ég
vestur í Stafnsrétt morguninn eftir og
dró þar fé, var náttúrlega mikið veikur
en dröslaðist með það austur í Mæli-
fellsrétt og reið þaðan heim. Daginn
Hesthús í Þjórsárholti, hlaðið af Jóa
í Stapa.
eftir treysti ég mér alls ekki til að fara
og sækja féð vestur í Mælifellsrétt svo
að pabbi fór. Svo þegar hann kemur
heim með féð renna sumar kindumar
fyrir stapann og útfyrir að austan. En í
stað þess að ríðar sjálfur tyrir kindurn-
ar þá gerði hann mér boð inn af fara
fýrir þær. Þetta var reyndar orðin venja
hjá honum. Ég varð óskaplega reiður
og spratt upp og fór af stað og komst
fýrir kindurnar og rak þær heim að
húsum en þar hneig ég niður og komst
ekki heim. Þá var læknirinn sóttur og
hann fór með mig strax út á Krók. Þar
var ég skorinn upp þegar í stað en þá
var botnlanginn sprunginn og komin
mikil lífhimnubólga. Þá var þetta
Heima er bezt 249