Heima er bezt - 01.06.2002, Síða 31
Vitinn á Dalatanga 1999. Fjöll sunnan Norðjjarðar í baksýn.
milli skips og lands, því á þessum
tíma voru Úlfsdalir ekki ennþá
komnir í vegasamband við nágranna-
sveitirnar.
Menn unnu þarna hörðum höndum
við að selflytja þung gashylki úr fjör-
unni upp brattan sjávarbakka og sjálf
lendingin var ekki kræsileg, grýtt
fjara og klapparhorn. Það var greini-
legt að þarna mátti ekki kula mikið
svo að ófært yrði. Sjálf vitabygging-
in var mikið erfiðis- og hættuverk,
ekki hvað síst á eyjum og útskerjum.
Kom sér þá vel að verkstjórinn væri
Gamli vitinn á Dalatanga var reistur
árið 1899fyrir atbeina Ottós Wathne.
Hljóðviti og bústaður vitavarðar var
reistur þar 1918.
aðgætinn og útsjónarsamur stjórn-
andi. Þannig mynduðust jafnvel
þjóðsögur um suma þeirra, eins og til
dæmis Sigurð Pétursson, sem var
verkstjóri við vitabyggingar um ára-
bil og þótti draumspakur maður,
jafnvel forspár í betra lagi.
Kunn er sagan af Sigurði og vinnu-
hópi hans þegar vitinn á Selskeri í
Húnaflóa var byggður sumarið 1947.
I upphafi hafðist vinnuhópurinn við í
timburskúr, sem festur var niður í
klöppina með keðjum. Nokkurn tíma
tók að steypa volduga undirstöðu vit-
ans, þar sem iðulega brimar yfir
skerið í óveðrum. Nokkuð var því
liðið á sumarið þegar lokið var við að
steypa upp hinn 13 metra háa vita-
turn, og bjuggu mennirnir áfram í
skúrnum þegar allt í einu gekk til
norðanáttar með brælu og tók sjór að
ýfast við skerið. Menn létu það þó
ekki á sig fá og gengu til hvílu í
skúrnum að venju, en um nóttina
Heima er bezt 111