Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.06.2002, Qupperneq 32
vakti Si,gurður mannskapinn og kvað best að flytja með allt hafurtaskið úr skúrnum inn í vitann, hvað gert var, þó sumum fyndist það óþarft. Næsta morgun kom hins vegar í ljós að skúrinn var horfinn í hafið með festingum sínum. Er talið að þetta hafi ekki verið í eina skiptið sem Sigurður vissi fyrir þá atburði er öðrum voru huldir. Önnur saga frá störfum vitabygg- ingarmanna og erfiðleikum þeirra sumarið 1927, var þekkt um borð í Herðubreið er ég var þar skipverji fyrir nær fjórum áratugum, en ekki kemur Sigurður Pétursson þar við sögu. Sagan hefst þegar Hermóður I. flytur þrjá menn frá Reykjavík áður nefnt sumar, til að endurbyggja vit- ann á Gullborg í Bjarnarey, sem er út af Kollumúla, sunnan Vopnaijarðar. Þetta voru þeir Guðni Þorsteinsson, Guttormur Guðnason og Stefán Fil- ippusson. Aður hafði allt byggingar- efni, sandur, möl, sement og timbur verið flutt þangað á undan þeim, en vistir skyldu þeim fluttar með báti frá Vopnafirði. Þeir á Hermóði léðu þeim litla skektu til að hafa hjá sér í eynni, en matarbirgðir voru af skorn- um skammti. Þá höfðu þremenning- arnir meðferðis byssu og handfæri. Við landtökuna skutu þeir selkóp sem þeir náðu og komu fyrir í litlum ljárhúskofa skammt frá lendingunni, því sauðfé hafði gengið í Bjamarey á árum áður. Þar var líka ævagömul baðstofukytra sem þeir félagar höfðu til íbúðar. Þeir hófust strax handa við vita- bygginguna og luku verkinu á hálf- um mánuði enda einmuna veðurblíða þann tíma. Ekkert samband höfðu þeir haft við land meðan á verkinu stóð og engar komu vistirnar frá Vopnafirði, eins og lofað hafði verið. Þeir voru því orðnir matarlausir þeg- ar hér var komið sögu. Daginn eftir verkalok reri einn þeirra á skektunni yfir sundið til lands og fékk að síma frá bænum Fagradal til Vopnafjarðar og bað um flutning fyir þá félaga frá Bjarnarey hið fyrsta, þar sem erindi þeirra þar væri lokið. Fólkið í Fagradal bauð manninum Sauðanesviti vestan Siglufjarðar var byggður 1933. Þar var mikil einangr- un fram á sjöunda áratug 20. aldar, er Strákagöngin komu til sögunnar. Horft til Sauðanesvita frá vestur- munna Strákaganga, 1995. Dalatangi 1999. Þarna sést m.a. gamla uppskipunaraðstaðan sem nú er aflögð, bryggjupallur og leifar af dráttarbraut frá tímum sjóflutning- anna. nesti handa félögum sínum í eynni, rúgbrauð og smjör, sem hann þáði og gat reyndar fengið meiri mat er hann hafnaði, því búist var við að þeir yrðu sóttir næsta dag. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Að vísu gekk ferðalagið á skektunni vel til baka og settust menn strax að snæðingi í kofanum og hugðu að þetta mundi verða síðasta nótt þeirra í eynni. Seint um kvöldið dró upp ljóta óveðursbliku til hafsins og daginn eftir var komið versta veður og mikið brim. Er ekki að orðlengja það að ólendandi var í Bjarnarey næstu þijár vikur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Vopnfirðinga til að sækja mennina. Allan þann tíma börðust þeir félag- ar fyrir lífi sínu, að verða ekki hung- urdauða í eynni. Handfærið og byss- an komu ekki að notum því enginn fugl var sjáanlegur í eynni, utan tvær grindhoraðar æðarkollur og tvo seli skutu þeir, sem ekki náðust. Hins vegar var selkópurinn sóttur í fjár- húskofann og etinn upp til agna, þrátt fyrir nokkurn fnyk sem af hon- um lagði. Þá fannst haframjölspoki, líklega ein tíu kíló, sem gæslumaður 272 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.