Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Side 35

Heima er bezt - 01.06.2002, Side 35
Hér sér úr Hjaltastaðarþinghá til austurjjalla í vetrarbúningi. Frá vinstri: Geldingsfjall og Súlur, sem liggja að Njarðvík, þá Dyrjjöll og Grjótfjall, en lengst til hægri sér í hlíðar Beinageitarfjalls. Eins og sjá má er myndin tekin við snjóléttari aðstœður en um getur í greininni. Myndina tók Sólveig Björnsdóttir, húsfreyja í Laufási í Hjaltastaðarþinghá. tíma er hér greinir frá. Engu að síður er ég síður en svo viss um að þetta skólahérað væri verr búið kennslu- tækjum en víða gekk og gerðist í far- skólahéruðum á landinu um það leyti sem hér um ræðir. Ég hafði þá um haustið spurt um farkennarastöðu í annarri sveit á Austurlandi og komist á snoðir um að þar stóð skólahald aðeins yfir í fjóra mánuði og ólíklegt þykir mér að þar hafi verið um auð- ugri tækjakost að gresja en þann sem ég bjó við. Auðvitað var það álag hverju heimili, sem hélt skólann, og kom það að sjálfsögðu mest niður á hús- mæðrunum, en aldrei heyrði ég á heimilisfólki að því þætti hann íþyngjandi, síður en svo. Alls staðar var kennara og nemendum tekið opn- um örmum af hlýju og tillitssemi, þótt húsakynni væru ekki einatt stór né ríkmannleg. Mér þótti starfið lær- dómsríkt og vistin hvarvetna góð og skemmtileg. Þarna var ég samtíða mönnum sem ég vildi ekki hafa misst af að kynn- ast. Að öllum öðrum ólöstuðum langar mig til að nefna tvo til sögu: Einn mánuðinn var skólinn vistað- ur á heimili bónda um fimmtugsald- ur. Hann átti að baki eins eða tveggja vetra nám í alþýðuskóla fyrir u.þ.b. 30 árum. Bóndi þessi var í senn víð- lesinn og djúphugull; í rauninni há- menntaður maður og hann ræddi við mig, þennan farkennarastrákling, á þann hátt sem mér þótti nýnæmi að, ekki lítið, og tók að hyggja að ýmsu sem fram að þessu hafði verið hulið hugskotssjónum mínum. í rauninni naut ég þarna kvöldskóla þegar önn dagsins var að baki bónda, enda nam ég þar margfalt meira af honum, en því svaraði sem börnin lærðu af mér. Á öðrum bæ var ég samtíða manni um sextugt, sem athygli hlaut að vekja sökum góðvildar sinnar, ljúf- mennsku ásamt einstakri hjálpsemi og greiðvikni við hvern þann er hann mátti hönd rétta. Sérhyggja fyrir- fannst ekki í hugsun hans né fram- ferði, enda hafði hann einstaklega björt og hrein augu, sem einatt munu verða mér minnisstæð og ugglaust öllum þeim sem honum kynntust. Oft hefur mér orðið hugsað til þessa mikla heiðursmanns, ekki síst síðan undarlegir „veraldarfrelsarar“ tóku að ríða húsum manna hér á landi fyr- ir aldarfjórðungi, eða um það bil, með frelsishjal á vörum, en rýtinginn uppi í erminni tilbúnir að bregða egg hans á hverja og eina samhyggjutaug er þeir fá greint í þjóðarlíkamanum, en efla að honum draugagang sér- hyggju, frekju og drottnunargirndar og hvima Glámsaugum græðginnar um gáttir fólks hvarvetna sem þeir fá þokað hurð frá stöfum. Að vetri þessum enduðum fékk ég þá flugu í höfuðið að sækja um vist í Kennaraskóla íslands næsta haust. Ég hef því löngum sagt bæði í gamni og alvöru, að það sé sök þeirra Hjaltastaðarþinghármanna að ég varð kennari. Stillt var jafnan svo til að skólinn fluttist milli bæja um helgar. Kennsla hófst síðan á mánudagsmorgni á nýja staðnum. Eitt sinn bar svo við að ég varð mjög seint fyrir á laugardags- kvöldi sökum ófærðar og skilaði mér Heima er bezt 27 5

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.