Heima er bezt - 01.06.2002, Page 37
Forsíðuviðtalið:
Frjálsan breiðir faðminn
mot, fjallaheiðið Uáa
Framhald af bls. 253
Þangað kemur annar skólabróðir
minn að austan úr Vopnafirði, hagyrð-
ingur ágætur, og hann tekur að sér að
verða tengiliður fyrir næsta mót sem
var haldið á Hallormsstað. Þá kynn-
umst við Hákoni Aðalsteinssyni. Hann
mætir okkur við Skjöldólfsstaði og
verður leiðsögumaður okkar um Hér-
aðið.
Ég hafði lýst því yfir að ég hefði
hug á að koma þessum hagyrðinga-
mótum á í öllum landsfjórðungum en
hætta síðan. Þá var enn eftir Suður-
landið og næsta ár var mótið haldið á
Flúðum og effir það var kjörin lands-
nefnd og þá jafnframt ákveðið að
halda eitt mót í Reykjavík eða í Land-
námi íngólfs. Þá kom til liðs Sigurður
Sigurðsson dýralæknir. Þar með var
ákveðið að stjómarmaður úr hverjum
fjórðungi skyldi sjá um mótið á sínu
svæði og kjósa sér menn til aðstoðar
eftir þörfum. Ef hann hætti yrði hann
að útvega menn í staðinn. Þetta hefur
gengið eftir. Og hefúr aldrei fallið nið-
ur ár. Nú erum við langt komnir með
annan hring um landið.
Sýnishorn af kveðskap
Ávarpsvísa á fyrsta hagyrðingamót-
inu á Hveravöllum:
Bragsnillingum bjóðast völd,
burt skal þvinga amann.
Hejjum slyngir hér í kvöld
hagyrðingagaman.
Á Hagyrðingamóti í Sælingsdal:
Dregst í bólið drengja val,
dofnar máttur Ijóða.
Siguryfir Sœlingsdal
sumarnóttin góða.
Ég var spurður að því hvers vegna
ég væri að yrkja og svaraði svona:
Egyrki því innri erþörfin.
Á mig Ijóðadís kallar,
árdegis oft við störfin
og eins þegar deginum hallar.
Eg heyri í huganum óma,
hœrra en rúm og tími,
viðfellda, viðkvœma hljóma
sem verða að stuðlum og rími.
Eftirfarandi vísa varð til í göngum
fyrir norðan og hefúr orðið nokkuð
kunn:
Eigum leið um auðn og grjót,
öldur, skeið ogfláa.
Frjálsan breiðir faðminn mót
Jjallaheiðið bláa.
Einu sinni var talað um við mig
hvað ég væri orðinn skjálfhentur:
Hönd mín skelfur hrjúf og þreytt,
hún fór snemma að verki.
Oft var henni óvœgt beitt
enda sjást þess merki.
Á ferð um æskustöðvamar í Vestur-
dal rifjuðust upp gömlu smalaslóðim-
ar:
Vindur svalar hnjúkum háu,
hlíðin dala birtir sýn.
Hér um bala og lautir lágu
léttu smalasporin mín.
Eina vísu man ég sem sýnishorn af
þeim kveðskap sem ég var að banga
við á æskuárunum. Tólf ára gamall
gerði ég þessa. Ég hafði klifið upp á
brúnina fyrir ofan þar sem ég var í
hjásetunni og hlóð þar vörðu. Ég
heyrði talað um að það væri siður að
setja vísu í vörður og skrifaði þessa og
setti í vörðuna og orti hana í orðastað
vörðunnar.
Vítt þó gjalli vindurinn
og vonum halli að sinni,
samt ég allan aldur minn
el á fjallsbrúninni.
Staka:
Smyrsl og litir best fá bætt
bros á ungu vífi
og smáu orðin geta gœtt
góða stöku lífi.
Við að drekka vínin brennd
veitist óskin fróma.
Um mig seitlar unaðskennd
út ífingurgóma.
Að lokum eru tvö kvæði úr ljóða-
syrpum Jóa frá Stapa er sýna vel ást
hans til náttúrunnar og alls sem lifir.
Jóa dreymdi að hann væri að yrkja
kvæði. Þegar hann vaknaði mundi
hann fyrra erindið og bætti síðan öðra
við. Kvæðið nefnir hann Kyrrð:
Friður faðmar bœinn,
færistyfir nótt.
Ut við svalann sæinn
syngur aldan hljótt.
Blöð í blómgum lundi
bœra strengja gnótt.
Við móðurbrjóst í blundi
bamið hvílist rótt.
Lágvœrt lindir hjala,
logn eryfirsjó.
Dreymir blóm á bala,
blundar fugl í mó.
Gengin sól að grœði,
gyllir skýjató.
Signir fold ogflæði
friðsœl tign og ró.
Seinna kvæðið nefnist Nótt:
Landið reifast rökkurböndum,
roða á hafið slœr.
Inn til dala og út með ströndum
andar mildur blær.
Hljóðnar ysinn, söngfugl sefur,
sveitin hvílist rótt.
Hug minn sér að hjarta vefur
hljóð og kyrrlát nótt.
Þegar öll er æviganga
andans gróa sár.
Léttur, blíður blær á vanga
beiskust þerrar tár.
Þá er lokið hryggð og harmi
og huga mínum rótt.
Þrýsti ég höfði að þínum barmi
þögla, kyrra nótt.
Heima er bezt 277