Heima er bezt - 01.06.2002, Side 38
Jón R.
Hjálmarsson:
DARWIN OG
ÞRÓUNARKENNINGIN
cy
I Biblíunni er frá því sagt að guð
t hafi skapað himin og jörð og allar
^L^lifandi skepnur á sex dögum og
^^^^þar á meðal manninn og það
meira að segja í sinni mynd. Eftir þetta af-
rek hvíldi guð sig hinn sjöunda dag og lái
honum það enginn. Þessari frásögn í fyrstu
Móse-bók trúðu menn um aldir og tóku sem
algild sannindi og sumir gera það jafnvel
enn í dag.
Snemma fóru þó einhveijir vísindamenn
og hugsuðir að efast um að allur sannleikur
væri í Biblíunni fólginn og bentu á að líf-
verur hefði þróast og breyst meó ýmsum
hætti í aldanna rás. En allar slíkar kenningar
voru þó mjög á reiki þar til enski náttúru-
fræðingurinn Charles Darwin setti fram
þróunarkenninguna í bók sem út kom árið 1859 og olli
miklu fjaðrafoki. í bókinni sem hét fullu nafni: Um uppruna
tegundanna samkvæmt úrvali náttúrunnar, er því haldið
fram að allar lífverur jaróar hafi þróast frá öórum ófull-
komnari og að allar lífverur hafi stöðugt þurft að heyja bar-
áttu fyrir tilveru sinni. Þær lífverur sem ekki reyndust þess
megnugar að yfirstíga erfiðleika og laga sig að breyttum að-
stæðum hafi lotið í lægra haldi og dáið út, en hinar þrótt-
meiri hafi sótt fram, lagað sig að nýju umhverfi, tileinkað
sér nýja eiginleika í samræmi við knýjandi nauðsyn og lifað
af.
Þróunarkenningin olli að vonum muklu uppnámi á sínum
tíma, því að hún kollvarpaði viðteknum trúarsetningum
kristinna manna. Samkvæmt þessari kenningu var festa og
stöðugleiki sköpunarverksins ekki lengur til, heldur var allt
í mótun og þróun og hvergi fast land undir fótum. Það var
því engin furða þótt rót kæmist á hugi manna við svo bylt-
ingarkenndan boðskap og margir snerust því í fyrstu önd-
verðir gegn þróunarkenningunni og höfundi hennar. En
þrátt fyrir mótmæli og andúð margra á
þessum boðskap Darwins, þá hefur þró-
unarkenningin haldið velli sern vísindaleg
og algild sannindi sem fáir mótmæla.
Höfundur þessarar kenningar, Charles
Darwin, var enskur og fæddur árið 1809.
Faðir hans var læknir og var ætlunin að
sonurinn fetaði í fótspor hans. En þá kom
brátt í ljós að þessi ungi maður var svo yf-
irmáta viðkvæmur að hann þoldi ekki að
taka þátt í krufningum og öðru svipuðu
sem þessu námi fylgdi og gafst því brátt
upp við læknisfræðina. Vissi hann þá ekki
hvað hann skyldi taka sér fyrir hendur, en
fyrir áeggjan foreldra sinna hóf hann nám
I guðfræði í Cambridge í því skyni að
verða síðar prestur. En varla fylgdi mikill
hugur máli, því að guðfræðin vildi sitja á hakanum, en í
staðinn undi pilturinn sér best við athuganir og söfnun sýn-
ishoma úti í náttúrunni. Sakir áhugaleysis þótti brátt sýnt að
hann mundi aldrei verða prestur. Olli þetta föður hans mikl-
um vonbrigðum og á hann að hafa látið þau orð falla að
drengurinn væri ætt sinni bæði til skammar og skapraunar.
Einn af prófessorum hans í Cambridge var á öðm máli og
mat mikils áhuga Darwins á grasafræði og dýrafræði. Atti
þessi góði kennari þátt í að útvega honum starf við hæfi eft-
ir að vandamenn hans höfðu samþykkt að hann hætti við
guðfræðina. Og starfið var að Darwin réðst sem náttúru-
fræðingur á herskipið Beagle sem var að leggja upp í fimm
ára vísindaleiðangur til Suðurhafa árið 1831. Var þetta ein-
stakt tækifæri fyrir áhugasaman náttúruskoðara og notaði
Darwin tímann vel til að kanna jurta- og dýralíf og safna
sýnishornum úr öllum áttum og skrá athuganir sínar ná-
kvæmlega í dagbækur. Verkefni leiðangursins var einkum
að rannsaka lítt könnuð hafsvæði og eyjar sunnan miðbaugs
og þar á meðal Galapagoseyjar, þar sem var að finna mjög
*
Charles Darwin
278 Heima er bezt