Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Side 46

Heima er bezt - 01.06.2002, Side 46
tímar, ævintýri líkastir, en öll ævintýri eiga sér endi. Við strendur íslands skiptast á skin og skúrir. Blár, lognkyrr sær og úfnar, hvítfreyðandi öldur, leika þar sín andstæðu hlutverk á ferli daganna. Eftir hálfsmánaðar þrotlausa törn breytir um veður. Sum- arbræla af stærstu gráðu stígur ffam á leiksviðið. Síldin hverfur í djúpið, skipin leita í var, þangað sem styttst er að sigla af miðunum og öll finna þau öruggt skjól við klettótta strönd, vigur og voga. Skipverjar á Bræsund ffá Bodö varpa akkerum inn á Súlnavogi, ásamt fleiri samlöndum sínum er leita þar vars. Áhöfhin öll, að Jensen matsveini undanskildum, hefur áður stundað síldveiðar við ísland og flestir um borð hafa stigið á land í Súlnavogi, við sömu kringumstæður og nú eru fyrir hendi. Nokkrir þeirra eiga enn ferskar minningar um fjöruga dansleiki í litlu samkomuhúsi Vogsbúa á liðn- um árum og telja víst að slíkt verði óbreytt eftir þennan síldveiðitíma. Skipstjórinn og fleiri í áhöfninni hafa um langt skeið beðið eftir því að geta póstlagt sendibréf til ástvina sinna, sem bíða frétta af þeim heima í Noregi og loks er tækifær- ið í sjónmáli. Að ráði verður að tveir skipsfélagar rói í land á meðan opnunartími póstafgreiðslunnar stendur yfir og leggi bréfin í póst en hyggi jafnframt að því í leiðinni hvort dansleikur sé auglýstur í samkomuhúsi staðarins. Kunnugir menn eru valdir til fararinnar og þeir róa glað- beittir til lands. Dagur er senn að kvöldi kominn. Sendisveinarnir hafa skilað sér affur til skips. Þeir höfðu þær gleðilegu fréttir að færa félögum sínum að gríðarstór auglysing um landlegu- dansleik hefði næstum fyllt út í aðalgluggann í verslunar- húsi þorpsins. Skemmtistaðurinn opnaður klukkan tuttugu og eitt á komandi kvöldi og allir hvattir til þess að mæta í fjörið. Þrír skipveijar ákveða þegar landgöngu með kvöldinu. Hinir eru flestir ráðsettir fjölskyldumenn eða komnir yfir þann aldur að hafa áhuga fyrir „dansiballi“ sem þessu. En þremenningamir, sem ætla að mæta til gleðskaparins, þekkja jafnframt eigin veikleika við slíkar aðstæður og þeir vilja fyrirfram tryggja sér öragga ferð út í skipið að gleð- skap loknum. Þeim kemur saman um það að biðja Jensen matsvein að fara með þeim í land og hafa umsjón með heimferðinni ef þeir skyldu þá sjálfir hafa tapað réttu veru- leikaskyni í glaumi næturinnar, og þeir halda þegar til fundar við Jensen. Matsveinninn stendur við eldavélina og lagar ilmandi krásir. Félagamir þrír nema staðar við hlið hans og bera formálalaust upp erindi sitt, biðja hann að koma með þeim á dansleikinn. Jensen límr á þá með undrun í svip. - Ég er lítill dansmaður, svarar hann áhugalaust. - Finnst ykkur ekki nóg að fara þrír saman, spyr hann og horfir íhugull á þá til skiptis. - Nei, svara þeir og einn gefur nánari skýringu. - Ef svo skyldi fara undir lokin að við þrír yrðum eins og höfúðlaus her, þurfúm við að eiga liðsmann á staðnum, sem við get- um treyst til þess að skila okkur um borð og þér treystum við, Jensen. Þeir horfa vonaraugum á matsveininn og bíða svars. Jen- sen verður hugsi um stund. Honum er óneitanlega annt um skipsfélaga sína og vill fús gera þeim greiða en hann hefúr engan áhuga fyrir þessum dansleik. Aftur á móti gæti verið fróðlegt að stíga á íslenska grund og skoða sig þar um, á meðan þremenningarnir þreyttu dansinn og við nánari íhugun finnst honum að það væri ódrengilegt af sér að neita félögum sínum um þennan greiða, þar sem þeir álíta að þetta varði öryggi þeirra á sjóleiðinni út í skipið eftir dansleikinn. Þeir segjast treysta honum. Hann ætlar ekki að bregðast því trausti og gefúr jákvætt svar. Litla samkomuhúsið í Súlnavogi er orðið þéttskipað heimafólki ásamt hópi síldveiðisjómanna af öðrum nor- rænum þjóðum. Fílefldur hljóðfæraleikari situr í einu homi salarins og þenur dragspilið af mikilli leikni og innlifun og dansinn dunar. Jensen matsveinn hefúr nú notið þess drjúga stund að hafa fast land undir fótum, ganga um og skoða íslenskt sjávarþorp, sem að ýmsu leyti minnir hann á þorpið hans heima í Noregi. En norðan bræla við ysta haf andar köldu og Jensen er ekki klæddur þeim fatnaði sem dugar honum til skjóls í langri útivist við slíkar aðstæður og kuldahroll setur að honum, þrátt fyrir röska göngu um þorpið. Hann fer að svipast um eftir opnum veitingastað, þar sem hann geti yljað sér á heitum drykk og dvalið á meðan hann bíður félaga sinna, en slíkan stað er hvergi að finna í Súlnavogi. Félagar hans bentu honum á samkomuhúsið við komuna til lands og hann ratar þangað. Það er víst eina afdrepið sem stendur til boða ókunnugum útlendingi eins og honum á þessari næturvöku og hann beinir för að samkomuhús- inu. Jensen greiðir aðgangseyrinn og gengur inn í danssalinn. Hann nemur staðar rétt innan við dyrnar og litast um. Þarna er þröngt á þingi. Félögum hans bregður fyrir í hringiðu dansins, allir með kvenmann í fangi og sýnilega komnir á hátind gleðinnar og hann ætlar ekki að ónáða þá að sinni. Framhald í nœsta blaði 286 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.