Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 4
könnun á þessu atriði, og bent á, að þó vísan góða hafi jafnan
þótt býsna áreiðanleg, þá sé hún ekki algild. Og kannski er
það nú ofætlan að ætla knöppu formi vísunnar að geta verið
það. Hefúr Þorsteinn tekið sem dæmi í grein um þetta, árið
1977, en þá átti þorratunglið að kvikna 19. janúar (reyndar
sama dag og í ár, þ.e. 2007), samkvæmt almanakinu; „Tíu
dögum síðar var laugardagur,“ segir hann, „en sunnudaginn
þar á eftir voru tíu vikur til páska en ekki níu.“
Til gamans gáði ég að þessu fyrir árið 2007, en þorratungl-
ið kviknaði núna, eins og fyrr greinir, 19. janúar, þá er þorri
hófst, og er því tíu nátta væntanlega 29. janúar og níu vikum
síðar er þá kominn 2. apríl. Og þá er uppi sama dæmið og
1977, sunnudaginn næsta eru vikumar tíu til páska.
Þorsteinn vill reyndar meina að hugsanlega sé skotið undir
þennan möguleika í vísunni, þar sem talað sé um „lítinn
háska“ en ekki „engan háska“, og það megi skilja svo að
undantekningar séu frá þessari reglu. Enda mun útreikningur
páska ekki fara eftir ströngustu stjamfræðireikningum held-
ur gömlum tungltöflum kirkjunnar. Páskadagur er sem sagt
fyrsti sunnudagur eftir fyrsta tunglfyllingardag frá og með
21. mars.
Þorrinn virðist reyndar ætla að verða okkur nokkuð góður
þetta árið, eins og stundum áður hin síðari árin. Nú, þegar
þetta er ritað, í annarri viku þorra, þá er hitastigið þetta frá 4
og allt upp í 10 gráður í plús, og hefði það nú einhvem tíma
þótt mildur þorri og verið vel þeginn hjá hey- og matarlítilli
bændaþjóð. Sjálfsagt hafa nú verið einhver dæmi um þetta
á öldum áður, en nokkuð víst má telja að þetta hafi verið
nokkur aðalregla hin síðari árin. Sjálfsagt em þar að verki
hin margumræddu gróðurhúsaáhrif, að einhverju leyti, eða
þá hreinlega hefðbundið hlýnunarskeið í sögu jarðar, sem
sumir vilja meina að fyrirfmnist. Til em þeir sem halda því
fram að veðurfar jarðar fari í reglulega hringi, sama tíðarfar
endurtaki sig með svo og svo margra ára millibili, og fmnst
mér að sum þau rök sem að því hafa verið færð, geti vel
staðist, ef veðurheimildir manna frá íýrri tíð reynast réttar.
Væri einmitt gaman að velta aðeins vöngum yfir því, hér á
þessum vettvangi, síðar.
En hvort sem sú ágæta vísa sem hér í upphafi var nefnd,
má teljast nákvæm í tímatalningu sinni eða ekki, er kannski
hægt segja að ein vika til eða frá, hafi nú ekki skipt sköpum
í þessu efni fyrir almenning á öldum áður, og geri í raun ekki
enn. Ef gengið er út frá því að hún megi skoðast sem nokkurs
konar hughreysting fyrir fólk í harðbýlu landi, eða hreinlega
hugsuð sem partur af dagatali og til minnis, þá er hún, eftir
sem áður, hin ágætasta og mun eflaust lengi enn þjóna hlut-
verki sínu, þrátt fyrir alla tölvutækni og tölvuklukkur.
Agœtu lesendur.
Þá þorratunglið tínœtt er
tel ég það lítinn háska:
næsta sunnudag nefna ber
níu vikur til páska.
Þessi gamla vísa er alþekkt og mætti sjálfsagt telja gamlan
húsgang, eins og flestar alkunnar vísur voru nefndar á árum
áður, og sem landsfleygar urðu. Húsgangur hefur þá vænt-
anlega verið vísa sem fór hús úr húsi, manna á milli. Góðar
vísur urðu gjaman landsfleygar, geymdust og vom rifjaðar
upp aflur og aftur. Með breyttum tímum og tækni hefur þetta
hlutverk vísunnar nánast horfið, þó verður maður aðeins var
við að ein og ein vísa slái í gegn, ef svo má segja, og öðlist
eigið líf. Áhrifín em þó engan vegin þau sömu og áður, þá
gátu menn svo sannarlega beitt vísunni sem vopni ef þeim
sýndist svo, og gerðu sumir það. Ætli það mætti ekki færa
rök að því að ijölmiðlamir í dag hafi að nokkm tekið við
hlutverki vísunnar, hvað þetta varðar, og jafnframt afiiumið
hemaðarlegt hlutverk hennar.
Með vísunni var hægt (og er auðvitað enn, svona tæknilega)
að festa frétt, atburð eða lýsingu í form sem gott var að muna
og flytja öðmm. Sagt er að á miðöldum hafi í suðrænum lönd-
um verið til hópar manna sem komu fram sem nokkurs konar
farandleikflokkar, og fluttu mönnum fréttir undir rós, þ.e. í
ljóðaformi, því heljartök yfirvalda vom í takt við þá myrku
tíma, og mjög í dróma bundið hveijir, hvort og hvemig mátti
flytja fréttir af framgöngu mála í viðkomandi hémðum og
löndum. Vísuformið er líklega með betri aðferðum til þess að
leggja á minnið ýmislegt til lengri tíma, ef því er haganlega
komið fyrir í vísunni.
Ofangreind vísa fínnst mér jafhan bera með sér nokkra
von aðþrengdrar þjóðar, sem þurfti að þreyja þorrann hvem
vetur, og þráði kannski fátt heitar en vor í varpa og blóm í
haga. Vísan ber með sér nokkra eftirvæntingu, höfundurinn
er að telja niður til næsta áfanga, páskanna, og þegar páskam-
ir er komnir, þá er nú aldeilis farið að styttast í betri tíð,
skyldi maður ætla. Þó máttu menn og mega, jafnan eiga von
á páskahretinu, sem er síðasta skyrpa þess tímabils, úr munni
Vetrar konungs. Fullorðnum manni man ég eftir, sem var
harður á því að páskahret kæmi alltaf, og hygg ég að hann
hafi verið nokkuð réttur á því. En svo getur kannski verið
spuming hvaða skyrpu konungsins eigi að kalla páskahret.
Páskana ber nefnilega ekki alltaf upp á sama tíma frá ári til
árs, eins og kunnugt er, og tilfellið er að næsti sunnudagur
eftir tínætt þorratungl er ekki alltaf níu vikur fyrir páska. Þor-
steinn Sæmundsson stjamfræðingur hefur gert mjög fróðlega